Flokkur: Aðsent

Skipulagsmál í ólestri

Árið 1966 flutti ég til Hafnarfjarðar. Frá þeim tíma hef ég haft gaman af að fylgjast með uppbyggingu bæjarins. Árið 1969 byrjaði Norðurbærinn að byggjast upp. Verktakar, stórir sem smáir og einstaklingar fengu lóðir og uppbygging svæðisins gekk hratt og vel fyrir sig. Ég man ekki eftir því að við byggingu Norðurbæjarins hafi þurft að margbreyta deiliskipulagi eins og sífellt er verið að gera t.a.m. með Skarðshlíðina. Ástand bygginamála í bænum er nú orðið mjög alvarlegt og verktakar stórir sem smáir farnir að leita annað og sumir þegar farnir úr bænum.  Þessi staða er grafalvarleg. Þessu ætlar Miðflokkurinn breyta...

Read More

Stórátak í þjónustu við eldri borgara

Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hefur fólki 80 ára og eldri fjölga um 15% í Hafnarfirði. Talið er að allt að 20% fólk á þessum aldri hafi þörf fyrir húkrunarrými eða um 170 manns. Því miður hefur fjölgun hjúkrunarrýma ekki haldist í hendur við þessa þróun og engin aukning verið í tíð núverandi meirihluta. Þegar ný viðbygging verður tekin í notkun á Sólvangi bætast einungis þrjú hjúkrunarrými við, sem annar engan vegin eftirspurn. Einnig er fyrirsjáanleg fækkun hjúkrunarrýma hjá Hrafnistu þar sem verið er að fjölga einbýlum. Af þessum ástæðum eru biðlistar langir eftir hjúkruarrými í Hafnarfirði...

Read More

Innleiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013 er nú hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Í Barnasáttmálanum felst viðurkenning á því að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi; þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna. Barnasáttmálinn kveður m.a. á um vernd tiltekinna grundvallarmannréttinda barna, svo sem bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Öllum aðildarríkjum er skylt að grípa til aðgerða til að tryggja velferð barna,...

Read More

Húsnæðismál í Hafnarfirði

Hafnarfjörður er ólíkur nágrannabæjarfélögunum. Í stað þess að vera sofandalegt úthverfi er hann lifandi bær með sterkum sérkennum. Flestir hafnfirðingar vilja halda í þennan bæjarbrag, sem einkennist m.a. af því að sækja sem mesta atvinnu og þjónustu innan bæjarfélagsins og að fólk á öllum aldri og í mismunandi stöðu geti búið í firðinum án vandkvæða. Skipulag húsnæðismála er afgerandi þáttur varðandi aldurssamsetningu og fjölbreytileika hverfa og bæjarfélaga og ræður jafnframt mestu um hvort viðkomandi svæði verður lifandi bær eða ekki. Píratar í Hafnarfirði vilja leggja áherslu á blandaða byggð þar sem íbúar geta lifað, starfað og leikið. Þetta innifelur...

Read More

Við byggjum á árangri

Nú liggur fyrir að átta framboð ætla að gefa kost á sér til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði. Það hlýtur að vera kjósendum umhugsunarefni hvaða hugmyndafræði og framtíðarsýn liggi fyrir mörgum þessara framboða, hvaða málefnagrunnur aðskilji þau hvert frá öðru og hvort kjósendur í Hafnarfirði treysti þeim fyrir stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Það mun koma í ljós. Við höfum sýnt að okkur er treystandi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur látið verkin tala undanfarin fjögur ár í bæjarstjórn, allt frá því að sú farsæla ákvörðun var tekin að ráða í starf bæjarstjóra einstakling sem hafði þá faglegu færni sem þurfti til að...

Read More