Er komið nóg í íþróttirnar?
Það kemur eflaust mörgum Hafnfirðingum á óvart að Hafnarfjarðarbær hefur um langt árabil veitt einna lægstu fjárframlög til íþróttamála af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Vitaskuld státar Hafnarfjörður almennt af góðri aðstöðu og stuðningi við íþrótta- og æskulýðsstarf en aðrir gera betur. Þessar staðreyndir koma fram í upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Auk niðurgreiðslna til frístundastarfs ungmenna og fjárframlags til reksturs íþróttafélaganna er í samningi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) og bæjarins kveðið á um þátttöku bæjarins við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Á síðasta þingi ÍBH var samþykkt tillaga sem gerir ráð fyrir að framlag bæjarins til nýrra framkvæmda verði um 500-600 milljónir króna á...
Read More