Flokkur: Aðsent

Hafnarfjörður með fæstu íbúðirnar

Hafnarfjörður er með fæstar íbúðir í byggingu í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Seltjarnarness. Í talningu sem Samtök iðnaðarins gerðu sl haust um íbúðir í byggingu kemur í ljós að Hafnarfjörður var með 170 íbúðir í byggingu, var Reykjavík með 1509, Kópavogur með 900, Garðabær með 607 og Mosfellsbær með 513 íbúðir. Þetta er sláandi munur sem helgast bæði af því að skortur er á lóðum undir fjölbýlishús í bænum auk þess að skipulagsskilmálar á byggingalóðum eru frámunalega þröngir. Forræðishyggjan gengur svo langt á lóðum í Skarðshlíðinni að í skipulagsskilmálum er fyrirskipað hvernig hús skulu vera á...

Read More

Verum áfram samferða

Kjörtímabilinu sem senn lýkur hefur verið jákvætt og uppbyggilegt fyrir okkur Hafnfirðinga. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í umfangsmikla úttekt á rekstri bæjarins. Í kjölfarið var ráðist í hagræðingaraðgerðir og endurskipulagningu á rekstrinum sem hefur skilað verulegum ábata fyrir okkur öll án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa, þvert á móti skiluðu aðgerðir okkar aukinni þjónustu og lægri álögum til Hafnfirðinga og hafnfirska fyrirtækja. Á réttri braut Á síðastu tveimur árum hefur Hafnarfjarðarbær framkvæmt fyrir eigið fé og er af nógu að taka þegar kemur að framkvæmdum kemur.  Meðal annars var leikskóli byggður á Völlum og glæsilegt íþróttahús tekið...

Read More

Krambúðin opnar í Firði á morgun

Krambúðin mun opna í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Verslunin verður staðsett á fyrstu hæð miðstöðvarinnar.  Krambúðin hefur verið að sækja verulega í sig veðrið um land allt og eru Krambúðirnar staðsettar á Skólavörðustíg í Reykjavík, Kópavogi, tvær á Akureyri, Húsavík og Reykjanesbæ. Auk þess sem stærsta verslun Krambúðanna til þessa var opnuð á Selfossi fyrr í mánuðinum.     „Við erum gríðarlega ánægð með að opna nú Krambúðina í Hafnarfirði. Þar er greinilega mikil gróska í verslunarlífinu og verður gaman að sjá hvernig þróunin verður á svæðinu á næstunni. Við hlökkum mikið til að fá að vera...

Read More

Vortónleikar á þriðja degi sumars

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju á þriðja degi sumars; laugardaginn 21. apríl kl. 14:00. Á efnisskránni eru mestanpart verk samin fyrir lúðrasveit, sum gömul en önnur glæný. Meðal annars verður þar að finna marsa eftir John Philip Sousa og Johannes Hansen, og nýleg verk eftir Robert Buckley, Dana Wilson og James Curnow. Á tónleikunum munu tveir félagar úr lúðrasveitinni leika einleik; Helena Guðjónsdóttir á þverflautu og Kristinn Svavarsson á altsaxófón. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson. Miðaverð er 1500 krónur. Miða má kaupa í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi eða við innganginn. — Frekari upplýsingar um...

Read More

„Hvað gerðir þú skemmtilegt á leikskólanum í dag?“

Þetta er spurning sem ég spyr dóttur mína á hverjum degi þegar ég sæki hana í leikskólann. Mér finnst gaman að heyra hvað hún hefur verið að bralla með vinum sínum og kennurum. Það er forsenda góðs leikskólastarfs að börnunum okkar líði vel þar og einnig starfsfólkinu sem hugsar um þau. Ég sit í starfshópi sem fræðsluráð Hafnarfjarðar setti á laggirnar síðastliðið haust sem einblínir á að bæta vinnuumhverfi í leikskólum bæjarins og minnka álag. Hugmyndir sem hafa meðal annars komið fram er að gera tilraun um styttri vinnuviku hjá starfsfólki og endurskoða áfram stærð leikrýma og æskilegan fjölda...

Read More