Flokkur: Aðsent

Gerum saman gott bæjarfélag enn betra

Sveitarstjórnarmál eru fjölskyldumál og því mikilvægt að við völd séu einstaklingar sem af áhuga og með hjartanu vinna að þeim málum sem skipta íbúa bæjarfélagsins máli.  Taka þarf ákvarðanir með væntingar íbúanna í huga í samtali og sátt við þá.  Hafnarfjörður býr yfir fjölbreyttum möguleikum þegar kemur að afþreyingu og tækifærin eru endalaus. Fjárhagsstaða bæjarins er að mörgu leiti góð og sannarlega leynast í því tækifæri til að gera bæinn okkar eftirsóknarverðari. Út að leika Eitt af mikilvægu málum hvers bæjarfélags er að hlúa að menningu og listum.  Sem formaður menningar og ferðamálanefndar hef ég lagt ofur áherslu á...

Read More

Ég hef haft tíma fyrir Hafnarfjörð

Fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins vorið 2014 sagðist ég hafa tíma fyrir Hafnarfjörð, í þessu fólst að næði ég kjöri sem bæjarfulltrúi gæfi ég mér allan þann tíma sem þyrfti sem kjörinn fulltrúi Hafnfirðinga í málefni Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga. Allt þetta kjörtímabil hef ég haft það að aðalstarfi að vera fulltrúi ykkar. Nái ég árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og í sveitarstjórnarkosningunum mun ég áfram hafa tíma fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Samheldni og áræðni. Niðurstaða síðasta prófkjörs Sjálfstæðisflokksins skilaði samheldnum hópi einstaklinga sem hafði og hefur það eitt að markmiði að vinna vel fyrir bæinn sinn, bæta hag íbúa, unga sem aldna....

Read More

Höfnin okkar í góðum málum

Hafnarfjarðarhöfn er ein elsta höfn landsins, á sér merka sögu og er einstök frá náttúrunnar hendi.   Rekstur hafna á Íslandi hefur verið erfiður mörg undanfarin ár og höfum við í Hafnarfirði ekki farið varhluta af því. Hér var blómleg fiskihöfn og öflug togaraútgerð en á örfáum árum hvarf öll útgerð frá bænum og þar með stór tekjulind hafnarinnar. Árið 2014 auðnaðist mér að taka við sem formaður Hafnarstjórnar og við sem skipuðum meirihluta bæjarstjórnar fórum í miklar rekstarhagræðingar undir forystu Haraldar L.  Haraldssonar bæjarstjóra. Höfnin var þar ekki undanskilin þar sem lítill hagnaður var af rekstri og skuldastaðan þung. ...

Read More

Öflug og samhent forysta

Fyrir fjórum árum urðu kaflaskil við stjórn Hafnarfjarðarbæjar, þar sem við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hlutum frá kjósendum brautargengi sem leiddi til myndunar á nýjum meirihluta með samstarfsflokki okkar. Þar hófst uppbyggingarstarf sem tekið hefur verið eftir og felur í sér enn frekari tækifæri til umbóta í fjármálum bæjarfélagsins og þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Með farsælu samstarfi við bæjarstjóra, sem ráðinn var til þeirra verkefna sem lágu fyrir við upphaf kjörtímabilsins, og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar, hefur tekist að snúa rekstri bæjarins til betri vegar, bæta fjárhagsstöðu hans og leysa Hafnarfjarðarbæ úr áralangri gæslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Jafnframt því sem rekstur...

Read More

Einar Baldvin stefnir á 4. – 6. sæti

Einar Baldvin Brimar stundaði nám í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Hann stundar knattspyrnu og er liðsmaður í Gettu Betur og Morfís liði Flensborgarskólans. Hann var hluti af Morfís-liði Flensborgar sem sigraði keppnina í fyrra. „Í Morfís er nauðsynlegt að hafa sterka skoðun, vinna sem ein heild, trúa á málstaðinn og hafa getu til að svara fyrir sig á málefnalegan hátt,“ segir Einar í fréttatilkynningu.  Það hefur verið lærdómsríkt að taka þátt, bæði í Gettu betur og Morfís, og það hefur gefið mér kjarkt til að standa upp og tjá skoðanir mínar.  Já, og fólk spyr mig síðan hvers vegna ég hef...

Read More