Flokkur: Aðsent

Haukahraunið er sprungið

Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir fimleikafélagið Björk á þriðjudags eftirmiðdegi að æfingaaðstaða hjá félaginu er löngu sprungin. Aðstaða og húsnæði félagsins hefur ekki fylgt þeirri miklu aukningu iðkenda sem hefur verið í öllum deildum og hefur í þó nokkur misseri verið milli tvö og þrjú hundruð börn á biðlista hjá félaginu. Hjá félaginu er starfandi fimleikadeild, klifurdeild, taekwondodeild, almenningsdeild ásamt félagadeild og ef skoðaðar eru tölur yfir iðkendur sem eru 12 ára og yngri þá er félagið stærst íþróttafélaga í Hafnarfirði þ.e. með flesta iðkendur 12 ára og yngri. Aðstöðuleysi félagsins mun hefta frekari uppbyggingu og eðlilega...

Read More

Ósanngjörn umræða um skólasamfélagið

Kennaraskortur er landlægur vandi og á ekki eingöngu við um Hafnarfjörð. Staðreyndin er sú að færri eru að útskrifast sem kennarar nú en áður og því er baráttan um fagfólkið mikil. Allir hagmunaaðilar þurfa að leggjast á eitt, tala þessi faglegu störf upp og koma þeim á þann stall sem þau með réttu eiga að vera á. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Ef öll sveitarfélög eiga að uppfylla skilyrði laganna um að hverjir 2 af 3 starfmönnum leikskóla séu með leikskólakennaramenntun þá vantar um 1500 leikskólakennara til starfa á Íslandi. Árið 2017 var einungis eitt sveitarfélag sem...

Read More

Af samgöngumálum og fjármögnun

Ég fagna því að í samgönguáætlun til næstu fimm ára sé gert ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi. Framkvæmdirnar munu hefjast strax á næsta ári, en hægt er að bjóða út verkið um leið og samgönguáætlun verður samþykkt á Alþingi. Í fyrsta skipti er raunhæf áætlun sett fram með fyrirsjáanleika sem hægt er að vinna eftir. Hér er einnig verið að taka heildstætt á vandanum og er fimm ára samgönguáætlun fullfjármögnuð. Á árinu 2020 munu 300 milljónir króna fara í vegkaflann milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Þeim framkvæmdum skal vera lokið árið 2028, hugsanlega fyrr ef hægt er...

Read More

Fjölgun leikskólarýma í Hafnarfirði

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að bæta þjónustu fyrir barnafjölskyldur í Hafnarfirði og er það í stefnu núverandi meirihluta. Á næsta ári verður opnaður 4 deilda leikskóli við Skarðshíðarskóla sem tekur um 90 börn.  Leikskólinn er mikil og góð viðbót við þá góðu leikskóla sem við höfum nú þegar í bæjarfélaginu. Einnig verður hafist handa við undirbúning og hönnun að viðbyggingu við leikskólann Smáralund sem staðsettur er í  Suðurbæ og vonir standa til að geti opnað árið 2020. Í ljósi íbúaþróunar á komandi árum liggur fyrir að fjöldi ungra barna fer fjölgandi í ákveðnum hverfum...

Read More

6 íbúða sérbýli verða byggð

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Arnarhrauns 50 íbúðafélags hses, hefur gengið til samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um byggingu á 6 íbúða búsetukjarna ásamt sameiginlegu rými. Framkvæmdir hefjast strax á næstu dögum og eru verklok áætluð í mars 2020. Öll sérbýlin eru hönnuð samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar, hönnun fyrir alla – aðgengi fyrir alla. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi og mun verktaki skila af sér fullbúnu húsnæði að utan sem innan. Tillaga Arnarhvols byggir á samstarfi við Svövu Jónsdóttur arkitekt og er hér um að ræða 6 íbúða sérbýli með fullu...

Read More