Flokkur: Aðsent

Lækjargata 2 – Dvergslóðin

Það var mikið fagnaðarefni þegar Dvergur var loks rifinn í júlí 2017. Þar með var verið að framfylgja ákvörðun bæjarstjórnar frá hátíðarfundi 1. júní 2008. Í upphafi síðasta kjörtímabils var farið í að vinna nýja skipulagsforsögn fyrir reitinn. Skipulagsforsögnin er forsenda þess deiliskipulags sem samþykkt var í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar þann 12. júlí sl. Í skipulagsforsögninni segir m.a. að almennt skuli ekki gera ráð fyrir að byggt verði hærra en 2 hæðir og nýtanlegt ris. Ferlið Í byrjun árs 2017 samþykkti skipulags- og byggingarráð (SBH) að efna til forvals um deiliskipulag, hönnun og uppbyggingu á Dvergsreitnum. Á sama...

Read More

Hermann Ingi sýnir vitann í ýmsum útgáfum

Listamaðurinn Hermann Ingi Hermannsson, sem margir Hafnfirðingar kannast við eftir áralanga þjónustu við hirð Jóhannesar fjörugoða, opna sölusýningu á tuttugu vatnslitamyndum undir nafninu “Famous vinyl albums and songs versus vitinn” í Bæjarbíói í Hafnarfirði í tengslum við hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar. Hermann Ingi bjó um árabil við Hverfisgötuna í Hafnarfirði en einmitt þar í bakgarðinum stóð og stendur enn hinn eini sanni Hafnarfjarðarviti sem er tákn bæjarins. Hermann tók fljótt miklu ástfóstri við vitann og hefur teiknað hann og málað í öllum mögulegum útgáfum, jafnvel gætt hann lífi og skrifað um hann sögur. Það hlaut því að koma að því að vitinn...

Read More

Frístundaaksturinn eykur umsvif

Á síðasta skólaári hófst frístundaakstur aftur í Hafnarfirði og ekið var með 6 og 7 ára nemendur á æfingar hjá þremur íþróttafélögum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að tilraunin hafi tekist afar vel og 300 nemendur nýttu sér aksturinn í hverri viku. Á skólaárinu sem var að hefjast verður öllum nemendum 1. – 4. bekkjar boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15:00 og 16:00. Aksturinn hefst 3. september og eru upphafstaðir akstursins hver grunnskóli í Hafnarfirði. Ekið verður á fjölmarga staði eins og til Listdansskólans, tónlistarskólans, Bjarkanna, FH, Hauka og SH. Æfingatöflur liggja nú fyrir hjá...

Read More

Óla Rún túnið og nágrenni Suðurbæjarlaugar

Hvað viljum við sjá á Óla Rún túninu? Reglulega fer í gang umræða um túnið og hvað eigi að vera þar.  Sögur fara af stað um að á bak við tjöldin sé verið að vinna í að þar verði íbúðabyggð og eitthvað sé að gerast í skipulagsmálum en formleg svör fást ekki.  Óla Run túnið býður upp á fjölmarga útivistar og leikmöguleika fyrir börn og ungmenni.  Þar gæti verið hjólabrettaaðstaða, reiðhjólaskemmtigarður, snjóbretta og snjóþotusvæði, frisbígolfvöllur, lítill knattspyrnuvöllur, grill, borð og bekkir, lítið hundagerði og eitthvað fleira.  Allt þetta gæti rúmast saman á þessum bletti.  Þetta er með hæfilegan halla til...

Read More

Kæra heimildarlausa millifærslu bæjarstjóra

Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlista ítreka fyrri bókanir sínar og athugasemdir um málsmeðferð varðandi þá ákvörðun meirihlutans að falla frá byggingu bæjarins á knatthúsi á Kaplakrika og lýsa furðu á því að haldið sé áfram með málið á meðan kæruferli er í gangi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúum minnihluta.  Bæjarfulltrúarnir fordæma jafnframt þá staðreynd sem fram kom í umræðu um viðaukann hér í dag að bæjarstjóri hafi þegar greitt út 100 milljónir króna úr bæjarsjóði til Fimleikafélags Hafnarfjarðar án þess að fyrir lægi samþykktur viðauki. Slíkur gjörningur er andstæður 2. málsgrein 63. greinar sveitastjórnarlaga og heimildarlaus með...

Read More