Flokkur: Aðsent

Það er best að búa í Hafnafirði

Við hjónin höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að hafa fengið að búa á bæði Spáni og Þýskalandi. Á báðum stöðum er gott að búa en samt leitaði hugurinn alltaf heim í Hafnarfjörð á meðan á útiverunni stóð. Ástæðurnar eru auðvitað fjölmargar en Hafnarfjörður hefur öll einkenni góðs samfélags. Fallegan miðbæ sem iðar af mannlífi, fjölbreytt atvinnulíf og búsetukosti, frábæra skóla og og framúrskarandi útivistarsvæði. Auðvitað er margt sem þarfnast uppfærslu, einkum og sér í lagi umferðarmálin, en heilt yfir eru lífsgæðin í Hafnafirði á heimsmælikvarða. Þetta á auðvitað við um marga aðra staði á Íslandi en betur má ef...

Read More

Við þurfum að komast heim

Fyrir nokkrum dögum sat ég fund um samgöngumál í Bæjarbíói. Þar var Reykjanesbrautin eðlilega aðalumræðuefnið enda hætturnar margar á þeim vegi. Það er í raun sérkennilegt að árið 2017 að við séum ekki komin lengra með þennan fjölfarna og hættulega veg. Ríkisstjórn og þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykktu að leggja fram fjárlagafrumvarp þar sem ekki var gert ráð fyrir neinum fjármunum til brýnna framkvæmda við Reykjanesbraut. Mikilvægt er að framkvæmdir við gatnamót Lækjargötu og Reykjanesbrautar hefjist  sem fyrst því sú “rúlletta” sem íbúar og aðrir ökumenn þurfa að upplifa þarna er óásættanleg enda eru líf í hættu...

Read More

Kjarkur til jafnréttis

Viðreisn er frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður flokkur sem hefur jafnrétti sem leiðarstef í öllum sínum verkum. Það gildir jafnt um innra starf sem stefnu og pólitískar ákvarðanir. Jafnlaunavottun hefur verið lögfest fyrir tilstilli Viðreisnar. Það er öflugt tæki til að útrýma kynbundnum launamun innan vinnustaða. Viðreisn ætlar að halda á fram á þessari braut og taka næsta skref sem er þjóðarátak um leiðréttingu launa þeirra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Kynferðisofbeldi af öllu tagi er samfélagslegt mein. Breyta verður skilgreiningu nauðgunar til nútímahorfs og hverfa frá úreltum viðhorfum. Viðreisn hefur þegar lagt fram frumvarp þessa efnis sem hefur...

Read More

Til hvers eru stjórnmál?

Við sendum fólk inn á löggjafarsamkomuna til að setja sig inn í alls konar mál fyrir okkar hönd, finna lausnir sem séu í anda þeirra lífsviðhorfa sem við aðhyllumst, hvort sem það er gróðahyggja og markaðstrú eða félagshyggja og almannahagur. Þetta er fagurt fyrirkomulag og það má aldrei varpa því fyrir róða. En við eigum líka að veita þessum kjörnu fulltrúum stöðugt aðhald, fylgjast vel með störfum þeirra. Íslendingar eru jafnaðarmenn upp til hópa, vilja til dæmis að hér sé öflug opinber þjónusta, gott velferðarkerfi sem virkar – skólakerfi, samgöngukerfi, veitukerfi, heilbrigðiskerfi: þetta sem stundum er kennt við innviði,...

Read More

Kjóstu betra geðheilbrigðiskerfi

Öll þekkjum við geðrænan vanda á eigin skinni eða í okkar nánasta umhverfi. Ómeðhöndlaður geðrænn vandi hefur mikil áhrif á þann sem þjáist, fjölskyldu viðkomandi og samfélagið allt. Lífsgæði skerðast, vinnuframleiðni minnkar, aukin þörf skapast fyrir þjónustu félags- og heilbrigðiskerfis, tekjur tapast vegna glataðra skatta og útgjöld aukast vegna bóta úr almannatryggingarkerfinu. Rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur fólks þjáist af þessum vanda á hverju ári og helmingur einhvern tímann á lífsleiðinni. Rannsókn sem ég vann 2011 var í takt við aðrar rannsóknir og sýndi að þriðjungur þeirra sem koma á heilsugæslu koma vegna geðræns vanda. Því er spáð að...

Read More