Flokkur: Aðsent

Óháðir bæjarfulltrúar um málefni íþróttafélaga

Í tilefni af umræðu um samskipti bæjarfulltrúa og íþróttafélaga er undirrituðum ljúft og skylt að fara yfir breytingar sem við höfum undirrituð unnið að á þeim vettvangi á kjörtímabilinu. Fyrst er að nefna óháða úttekt á fjárhagslegum samskiptum íþróttafélaganna við bæinn. Sú skýrsla varð grunnur að gagngerri endurskoðun á bæði rekstrar- og þjónustusamningum við öll hlutaðeigandi íþróttafélög í Hafnarfirði. Nýju samningarnir byggja á rauntölum úr rekstri og þjónustusamningar á haldbærum gögnum. Samstarf við ÍBH hefur verið eflt, um leið og beint aðgengi einstakra félaga framhjá þeim vettvangi að bæjarstjóra og kjörnum fulltrúum hefur verið takmarkað til muna. ÍBH samþykkti...

Read More

Hvers virði er einbeiting í námi?

Einbeiting – Hæfileikinn til að veita atriðum sem skipta máli óskipta athygli og þeim sem ekki skipta máli enga athygli. Með öðrum orðum að veita einhverju fullkomna athygli. Nám í víðu samhengi – Að öðlast þekkingu, kunnáttu og hæfni. Hvers virði er það að ná fram einbeitingu barns þegar nám fer fram eða… ætti að fara fram? Í Barnaskóla Hjallastefnunnar leggja kennarar mikið uppúr því að börn hafi tækifæri til að koma sér fyrir eins og þeim líður best. Þannig stuðla þeir að því að einbeiting sé til staðar hverju sinni. Stundum er gott að hafa stól og borð...

Read More

Börnin okkar og skólinn

Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Um leið og við þurfum að hvetja þau til dáða og skapa þeim tækifæri til að efla sig í gegnum áhugasvið sín og styrkleika þurfum við líka að gæta þeirra vel og vernda þau. Skólinn er þeirra vinnustaður. Þangað fara þau til að búa sig undir framtíðina. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo fikra þau sig áfram þar til þau útskrifast úr grunnskóla. Þegar þau ná þeim tímamótum viljum við að þau séu undirbúin til þess að velja sér frekari farveg til framhaldsmenntunar og þátttöku í atvinnulífi. Til þess að ná...

Read More

Nýtt framboð með áhugafólki um betri bæ

Áhugafólk um betri bæ vinnur nú að undirbúningi nýs framboðs í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hópurinn kemur úr ýmsum áttum, með fjölbreytta reynslu og þekkingu, sum úr bæjarmálunum og önnur annars staðar frá. Stærsti samnefnarinn er brennandi áhugi á öflugu samfélagi og að gera góðan bæ enn betri. Framboðið er ótengt hefðbundnum stjórnmálaflokkum og verður vettvangur fyrir fólk sem vill hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið sitt. Hluti hópsins hefur starfað í meirihluta bæjarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili og lagt sitt af mörkum í endurreisn fjárhags bæjarins og fjölbreyttum úrbótum í þjónustu og bæjarlífi. Þar má nefna aukinn stuðning við frístundir barna,...

Read More

Málþing um samstarf skóla og félagsþjónustu

Hafnarfjarðarbær blæs til sameinaðs málþings í næstu viku undir yfirskriftinni „Þjónusta við börn og ungmenni í Hafnarfirði“ en það fer fram í Hraunvallaskóla. Það eru tvö umfangsmestu svið sveitarfélagsins, fræðslu- og frístundaþjónusta og fjölskylduþjónustan sem standa sameiginlega að málþinginu en síðustu misseri hafa sviðin markvisst unnið að enn meira samstarfi í ýmsu málaflokkum sem snúa að börnum og unglingum og fjölskyldum þeirra með það í huga að geta veitt þeim betri þjónustu og fyrr en áður hefur þekkst. Þó það sé ákveðinn rauður þráður í málþinginu er þó engu að síður um að ræða heildstæða og öfluga yfirlitsmynd af starfseminni og...

Read More