Flokkur: Aðsent

Heilsubærinn Hafnarfjörður

Íslendingar lifa lengur nú en áður, þrátt fyrir aukinn aldur þá hefur heilbrigðum æviárum þó ekki fjölgað að sama skapi.  Samsetning þjóðarinnar er að breytast, eldra fólki er að fjölga meðan því yngra er að fækka. Í ljósi þess að lífárum fólks fjölgar ört er brýnt að heilbrigðum árum fjölgi að sama skapi. Með þessa þróun í huga er mikilvægt að reyna að skilja og greina þá þætti sem efla heilbrigði í stað þess að einblína eingöngu á mein og sjúkdóma. Rannsóknir sýna fram á mikla aukningu langvinnra lífsstílssjúkdóma á Íslandi síðastliðin tuttugu ár.  Þessir sjúkdómar eru fyrst og...

Read More

Stjórnmálaóþol

Ég þekki fullt af fólki með allskonar óþol. Ég þekki fólk með mjólkuróþol, glútenóþol, eggjaóþol, ananasóþol og allskonar. Það óþol sem er held ég útbreiddast á Íslandi er samt stjórnmálaóþol. Það er ótrúlega algengt. Fólk fæðist samt yfirleitt ekki með óþol. Ekki heldur stjórnmálaóþol. Það er eitthvað sem vex innra með fólki með árunum. Það sem hefur áhrif á vöxt stjórmálaóþols er m.a. svik, prettir, bakstungur, innantóm loforð, yfirborðsmennska og deilur. Allskonar hlutir sem virðast fylgja stjórnmálum og gera það að verkum að líkaminn byggir upp sitt eigið varnakerfi til að hafna þeim. Það er samt ótrúlega óhollt fyrir...

Read More

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang opnar í haust

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi standa nú sem hæst og stefnd er að því að fyrstu heimilismenn flytji þar inn í nóvember.  Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili sem gert er ráð fyrir að tilbúið verði til notkunar um mitt ár 2018. Hugmyndir eru uppi um áframhaldandi nýtingu á núverandi húsnæði Sólvangs í þágu eldri borgara í sveitarfélaginu auk þess að reka þar hjúkrunarheimili. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lagt ríka áherslu á að Sólvangur verði miðstöð fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara og í verkefnastjórninni hefur ríkt þverpólitísk samstaða. Verkefnastjórn hjúkrunarheimilisins ásamt bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskylduþjónustu og...

Read More

Tökum íbúðafélaginu Bjargi opnum örmum

Í maí 2017 fór ég á opinn fund hjá Íbúðalánasjóði þar sem kynnt voru leiguheimili íbúðafélagsins Bjargs.  Hugmyndin sem var kynnt er mjög heillandi en Bjarg íbúðafélag er rekið af ASÍ og BSRB án hagnaðarmarkmiða í þeim tilgangi að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að góðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Ég var sérstaklega spennt yfir því að Íbúðalánasjóður var búinn samþykkja að veita stofnframlög vegna íbúða í Hraunskarði í Hafnarfirði. Ekki var vanþörf á því mikill  skortur er á húsnæði fyrir tekjulága sem og félagslegu húsnæði en í samningnum var gert ráð fyrir að Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar fengi ráðstöfunarrétt á  25% íbúðanna....

Read More

Öflugt íþrótta- og frístundastarf fyrir fjölskyldur

Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi samfélag og hefur til margra ára verið þekktur sem íþróttabærinn. Íþróttalíf blómstrar í bænum og iðkendur eru 15.000 hjá félögum sem eru aðili að ÍBH sem gerir þau að stærstu samtökum Hafnarfjarðar. Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna og ungmenna hækkuðu um 25% í janúar síðastliðnum og ná nú líka t.d. til tónlistarnáms. Þessi styrkur er mikilvægur til að gera sem flestum ungmennum kleift að stunda íþróttir og tómstundir. Frístundabíllinn hóf göngu sína að nýju síðasta haust og hafa 300 börn á aldrinum 6-7 ára nýtt sér þá þjónustu. Í haust verður sú þjónusta einnig í boði...

Read More