Flokkur: Aðsent

Minna skutl – fleiri gæðastundir

Hafnarfjörður er heilsubær og ánægjulegt hve mörg börn stunda íþróttir og aðrar tómstundir af kappi. Fyrir flesta foreldra hefur það oft reynst þrautin þyngri að samræma vinnu og heimilislíf við tómstunda- og íþróttaiðkun barnanna. Ég tel það mikið hagsmunamál fyrir fjölskyldurnar í bænum að bæjarfélagið taki þátt í að brúa bilið milli skóladags og tómstundaiðkunar barna og styðja við styttri vinnudag barna. Við lok skóladags fara flest börn í neðri bekkjum grunnskóla í frístund. Að því loknu hefst hið eilífa skutl til og frá tónlistarskólum og íþróttasvæðum með tilheyrandi streitu fyrir börn og foreldra. Æfingar eru oft síðla dags...

Read More

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim.  Á fundi fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Hafnarfirði var samþykkt að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum undir merkjum Framsóknar og óháðra. Markmið framboðsins er að lækka álögur á fjölskyldufólk, auka þjónustu, stuðla að meiri sátt og vinna að auknu samstarfi milli kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista. Uppstillinganefnd hefur verið skipuð og hefur þegar hafið störf. Óskað er eftir framboðum á lista Framsóknar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og skal framboðum skilað inn á netfangið xbohadir@gmail.com fyrir kl. 12...

Read More

Kristinn gefur áfram kost á sér í 2. sæti

Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi og verkfræðingur, býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði til að skipa áfram 2. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, en prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristni.  Kristinn hefur setið í bæjarráði, umhverfis- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði á þessu kjörtímabili. Hann leggur áherslu á að styrkja áfram rekstur og fjármál Hafnarfjarðarbæjar, bætta þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki og dregið verði enn frekar úr álögum og gjöldum með hagræðingum og umbótum í rekstri. Þá leggur hann áherslu á menningu og mannlíf í Hafnarfirði, áframhaldandi eflingu í fræðslumálum og mikilvægi...

Read More

Guðbjörg gefur kost á sér í 3. – 4. sæti

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram þann 10. mars nk. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðbjargar til fjölmiðla.  Guðbjörg hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ og Sjálfstæðisflokkinn. Hún er varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Hún  hefur tekið þátt í starfshópi um málefni dagforeldra og er nú í starfshópi um bættar starfsaðstæður á leikskólum bæjarins. Guðbjörg telur að hægt sé að gera enn betur í dagvistunarmálum barna og huga betur að þörfum fjölskyldna og starfsmanna. Guðbjörg vill leggja áherslu á meiri samfellu í skóla-, íþrótta og tómstundastarfi hjá hafnfirskum...

Read More

Plast má fara í gráar tunnur 1. mars

Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.  Gæta skal þess að halda plastinu frá öðru sorpi í lokuðum pokum þannig að tæki Sorpu geti flokkað plastið frá skilvirknislega. Ekki mun þurfa neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka. Þannig geta íbúar notað innkaupapoka og aðra plastpoka sem falla til á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og...

Read More