Flokkur: Aðsent

Óska eftir stöðu útboðs vegna Reykjanesbrautar

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem fram fór í gær var samþykkt samhljóða ályktun varðandi framkvæmdir við Reykjanesbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að framkvæmdir við Reykjanesbraut séu ekki hafnar og að ekki sé gert ráð fyrir þeim í nýjustu útboðsverkefnum Vegagerðarinnar. Bæjarstjórn tekur undir fyrirspurnir bæjarstjóra Hafnarfjarðar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem krafist er skýringa á því. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áhyggjur af þeirri miklu bílaumferð sem í dag fer um einfalda kafla brautarinnar og tvenn gatnamót á henni, við Lækjargötu og Kapklakrika. Sá vegkafli sem enn á eftir að...

Read More

Minnihluti kærir samþykkt bæjarstjórnar í dag

Fulltrúar minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar draga stórlega í efa að ákvörðun sem keyrð var í gegn með meirihlutavaldi, fyrst í bæjarráði og svo bæjarstjórn, um að bærinn falli frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupi þess í stað aðrar eignir á svæðinu, standist sveitarstjórnarlög, sérstaklega hvað varðar 65. grein þeirra, um ábyrga meðferð fjármuna af hálfu kjörinna fulltrúa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum.  Á aukafundi sem haldinn var að kröfu minnihlutans fyrr í dag lagði minnihlutinn fram fjölda spurninga sem varða meðal annars meint ólögmæti ákvörðunarinnar og ekki hafa fengist svör við. Minnihlutinn...

Read More

VG ályktar um kaup á íþróttamannvirkjum

VG í Hafnarfirði fordæma vinnubrögð meirihluta Bæjarráðs vegna ákvörðunar sem tekin var á aukafundi ráðsins þann 8. ágúst sl. um kaup á íþróttahúsum í Kaplakrika að upphæð 790 miljónir í þeim tilgangi að FH geti byggt knattspyrnuhús. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VG í Hafnarfirði.  „Jafnframt tökum við undir bókanir fulltrúa minnihlutans á fundinum um að ekki liggi fyrir verðmat á eignunum, ekki sé gert ráð fyrir upphæðinni í fjárhagsáætlun og að ekki hafi farið fram opin umræða meðal kjörinna fulltrúa né almennings um málið, og að horfið sé frá fyrri ákvörun um 100% eignarhald bæjarins á íþróttamannvirkjum....

Read More

Fréttatilkynning frá fulltrúum minnihluta í bæjarstjórn

Undirritaðir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafa farið fram á að boðað verði til fundar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem haldinn verði eigi síðar en miðvikudaginn 15. ágúst nk.  Beiðnin kemur í framhaldi af ákvarðanatöku um breytt áform varðandi knatthús sem keyrð var í gegn með meirihlutavaldi á lokuðum fundi í miðju sumarleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs, þar sem einungis 3 af 11 bæjarfulltrúum samþykktu stefnubreytingu í málefnum er varða uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Fulltrúar fengu afar skamman fyrirvara á tillögunni og skorti verulega á gögn og upplýsingar varðandi forsendur hennar. Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar draga lögmæti ákvörðunarinnar...

Read More

Trjágróður í byggð

Hver er stefna Hafnarfjarðarbæjar í trjárækt?  Aspir og greni eru víða, tré sem voru lítil og sæt þegar þeim var plantað en eru nú víða 8-10 metra há. Auðvitað er það svo að trjágróður í fullum skrúða er okkur öllum til yndisauka, en er það svo alls staðar? Byggingarreglugerð frá árinu 2012 tekur á hvernig trjágróðri er komið fyrir á lóðarmörkum, fjallað er um skuggavarp og að hávöxnum trjátegundum skuli ekki plantað nær lóðarmörkum en 4,0 metrum.  Samkvæmt byggingareglugerðinni  er lóðarhafa skylt að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka. Mjög víða vaxa tré og runnar langt út yfir...

Read More