Flokkur: Aðsent

Tvöföldum Reykjanesbraut!

Píratar á Suðurnesjum og Píratar í Hafnarfirði sendu tilkynningu til fjölmiðla þar sem þeir skora á stjórnvöld að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og stórauka viðhald brautarinnar til að tryggja öryggi tugþúsunda skattgreiðanda og ferðamanna sem aka þarna daglega. „Á sama tíma höfnum við gjaldtöku og tollahliðum á Reykjanesbraut, sem er tvísköttun sem skerðir áunnin borgararéttindi og sjálfsákvörðunarrétt íbúa. Ríkinu ber skylda til að finna varanlega fjármögnunarleið sem tryggir fé til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar og tryggja árlegt viðhald. Þarna er um líf og dauða að tefla, við teljum að ekki megi tefja þetta verk lengur. Stjórn Pírata á Suðurnesjum Stjórn...

Read More

Hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju fyrsta vetrardag. Á efnisskránni eru verk Leonards Bernstein áberandi, en um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Básúnu- og klarinettudeildirnar munu fá að sýna hvað í þeim býr í Sweet trombone rag eftir Al Sweet og Pie in the face polka eftir Henri Mancini. Einnig verður flutt Svíta fyrir lúðrasveit eftir Gustav Holst, vel valdir marsar og fleira. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson. Almennt miðaverð á tónleikana er 1500 krónur. Miða má nálgast í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum og við innganginn fyrir tónleikana, en þeir verða laugardaginn 27. október kl....

Read More

50 börn spila í Hásölum

Þessa dagana er dönsk lúðrasveit í heimsókn hjá Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hljómsveitin kemur frá Egedal í Danmörku, sem er norð-vestan við Kaupmannahöfn, og hefur dvalið hér á landi, ferðast um auk þess að æfa stíft ásamt lúðrasveit tónlistarskólans fyrir sameiginlega tónleika þeirra á morgun föstudag. 50 börn taka þátt í verkefninu og árangurinn má sjá á morgun, föstudag, kl 16:00 í Hásölum. Efnisskráin verður hress og skemmtileg og eru stjórnendur hljómsveitanna Ib Lolke og Helga Björg Arnardóttir.  Tónleikarnir eru öllum opnir og enginn aðgangseyrir....

Read More

Eru konur rusl?

Framþróun femínisma er eitthvað sem ég hef stutt heilshugar undanfarin ár og mun gera svo lengi er ég lifi. Ég tel það óásættanlegt með öllu að konur búi við þá mismunun sem viðgengst. Þrátt fyrir jákvæða þróun, þá erum við enn á steinaldarstigi hvað varðar jafnrétti kynjanna, það er óviðunandi með öllu. En fréttin í DV í gær “Auðvitað eru allir karlar samsekir” finnst mér lákúruleg framsetning og særandi. Hvað varðar umrætt tattú, þá er það réttur viðkomandi einstaklings að skreyta sig með þessum hætti og gera innihaldið að skilaboðum sem viðkomandi finnst viðeigandi. Ég sé ekkert athugavert við...

Read More

Foreldraráð tekur undir álit umboðsmanns barna

Foreldraráð Hafnarfjarðar tekur undir álit umboðsmanns barna um aðstöðumun barna sem ekki eru í mataráskrift í Áslandsskóla og telur brýnt að brugðist verði við þeim ábendingum hið fyrsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Foreldraráði Hafnarfjarðar sem barst Fjarðarpóstinum. Eins og fram hefur komið hafa nemendur í Áslandsskóla, sem ekki eru í mataráskrift, ekki fengið að sitja við hlið samnemenda sinna sem eru í mataráskrift í matsal skólans. Kvörtun þess efnis barst Umboðsmanni barna í mars síðastliðnum og var erindi sent á bæjarstjórn Hafnarfjarðar, skóla og frístundasvið bæjarins auk skólastjórnenda í júní sem var ítrekað í ágúst. Umboðsmaður barna skoraði í...

Read More