Flokkur: Aðsent

Hafnfirskur söngur í Sagrada Familia

Kammerkór Hafnarfjarðar hefur fengið boð um að syngja í hinni frægu kirkju Sagrada Familia, á morgun sunnudaginn 10. júní. Tónlistarstjóri kirkjunnar var á ferð hér á Íslandi í september síðastliðnum og heyrði um fyrirhugaða ferð Kammerkórsins til Barcelona.  Þar mun sem sagt íslensk kórtónlist hljóma og þykir mikill heiður að fá að syngja í þessari ótrúlegu byggingu eftir Gaudi. Þriðjudagskvöldið 12. júní kl. 20.00 verða svo aðrir tónleikar í Basilica Santa María del Pi, sem er gömul og falleg kirkja í gotneska hverfinu í Barcelona. Stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Myndir aðsendar....

Read More

Hafnfirðingar á Íslandsmóti í töfrateningum

Vitað er um hóp Hafnfirðinga sem tekur þátt í Íslandsmóti í töfrateningum um helgina (9. og 10. júní) í Háskólanum í Reykjavík. 50 keppendur frá 11 löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verður í 12 flokkum en mótið er alþjóðlega viðurkennt og undir verndarvæng alþjóðlega töfrateningssambandsins (World Cube Association). Síðasta mót af þessu tagi var haldið í Reykjavík árið 2014. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á...

Read More

Kveðja frá fráfarandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar

Um helgina rennur út samningur minn við Hafnarfjarðarkaupstað um starf bæjarstjóra. Það hefur verið mikill heiður að fá að sinna þessu fjölbreytta og gefandi starfi í þessi fjögur ár og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Ég held að það hafi gengið nokkuð vel hjá okkur á þessu kjörtímabili og geng ég glaður og sáttur frá borði. Ég hef fengið tækifæri til þess að koma mörgum verkefnum áfram sem munu vonandi bæta samfélagið til framtíðar. Þó eru tvö mál sem ég hefði viljað að væru komin lengra. Annars vegar þær umbætur sem við höfum farið af...

Read More

Haukar Íslandsmeistarar í 5. flokki eldri

5. flokkur kvenna eldri hjá Haukum varð í síðasta mánuði Íslandsmeistari í handknattleik 2018.  Á myndinni eru, standandi frá vinstri: Nadía, Thelma, Viktoría, Agnes, Mikaela. Neðri röð: Birgitta, Hekla, Sonja, Elín Klara, Emilía. Þálfarar eru Herbert Ingi Sigfússon og Þorkell Magnússon.   Mynd:...

Read More

Landsleikur á Thorsplani 16. júní

Fyrsti leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur á risaskjá á Thorsplani Í Hafnarfirði þann 16. júní næst komandi. Dagskrá hefst kl. 12:00 en leikurinn sjálfur hefst kl 13:00 en hann fer fram eins og marg oft hefur komið fram í Moskvu í Rússlandi. Ísland mætir Argentínu og geta Hafnfirðingar nær og fjær sameinast á torginu og fylgst með þessum mögnuðu tímamótum og æsispennandi fótboltaleik. Það verður fjölskyldustemning á torginu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Leikurinn hefst kl. 13.00 en skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta snemma þar sem upphitun hefst fyrr. Þá eru Hafnfirðingar einni hvattir...

Read More