Flokkur: Aðsent

Jónsi gefur knús og margt fleira

Laugardaginn 17. febrúar mun Dýrahjálp Íslands standa fyrir kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 (húsið ská á móti Dýraspítalanum í Garðabæ). Starf Dýrahjálpar verður kynnt, sérstaklega verður tekið fyrir fósturheimilastarfið sem og umsjónaraðilastarfið og hægt verður að ræða við núverandi sjálfboðaliða sem hafa starfað á þessum sviðum. Fólk er hvatt til að kynna sér þessi gefandi og bráðskemmtilegu störf innan Dýrahjálpar og jafnframt skráð sig sem sjálfboðaliða ef það vill taka þátt í gleðinni. Einnig verður á staðnum basar þar sem hægt verður að gera góð kaup á ýmsum varningi sem félagið hefur fengið að gjöf frá einstaklingum og fyrirtækjum og...

Read More

Læsi og jafnrétti

Umfjöllun um læsi og slakar niðurstöður skimana í lestri á landsvísu sem og annars staðar í heiminum er ekki ný til komin og því síður umfjöllun um slakan árangur drengja. Fjöldinn allur af fagfólki hefur fjallað um kosti og galla mismunandi nálgana í lestrarkennslu, greint frá því sem það telur mikilvægt og enn aðrir látið áhyggjur sínar í ljós. Eins hafa foreldrar, kennarar sem og annað fagfólk lagt sitt á vogarskálarnar svo vel megi vera. Hvort sem það er hvatning foreldra í heimalestri, fagvitund kennara í kennlustofunni eða ígrundun fagfólks í þeirri áætlunargerð sem fram hefur farið á vegum...

Read More

Sterkur fjárhagur Hafnarfjarðar

Fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum misserum, svo eftir hefur verið tekið. Um árabil var bæjarfélagið í gæslu hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem í reynd skerti sjálfræði bæjarins. Á síðasta ári náðist loks að koma skuldaviðmiði bæjarins undir 150% og þar með fékk bæjarfélagið aftur full yfirráð yfir fjármálum sínum. Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar varð það lægsta sem verið hafði í aldarfjórðung, eða frá árinu 1992. Betri þjónusta með bættum rekstri Rétt er að rifja upp að á fyrri hluta þess kjörtímabils sem nú er að renna sitt skeið á enda var ákveðið að gera umfangsmikla rekstrarúttekt á starfsemi...

Read More

Bilun í Hraunavík meiri en virtist

Bilunin sem kom upp fyrir helgi í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík er alvarlegri en virtist við fyrstu skoðun. Þurft hefur að panta hluta búnaðar hennar sem reyndist bilaður frá erlendum birgja þannig að viðgerð mun standa yfir lengur sýndist við fyrstu skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Leiðrétting:  Í dælu og hreinsistöðinni í Hraunavík eru alla jafnan tvær hreinsunardælur í notkun og ein til vara. Hreinsunardæla 1 er í dag á fullum afkostum og hreinsar skólp sem fyrr. Hreinsunardæla tvö er sú sem bilaði fyrir helgi og verið er bíða eftir varahlut...

Read More

Erum við að leita að þér?

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ þakkar kærlega þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfi deildarinnar á liðnu ári og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Verkefni deildarinnar eru margvísleg. Deildin býður upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur í 1-10 bekk í samstarfi við bókasafnið. Heimsóknavinir heimsækja fólk í um klukkustund á viku. Meginmarkmið heimsóknar er að veita nærveru og hlýju en misjafnt er hvað heimsóknavinir og gestgjafar gera saman. Sumir hittast og spjalla yfir kaffibolla, aðrir spila eða fara til dæmis í bíltúr. Föt sem framlag prjónahópur hittist vikulega og prjónar, heklar og saumar ungbarnaföt og útbýr ungbarnapakka sem eru sendir...

Read More