Flokkur: Aðsent

Hressleikar til góðs í tíunda sinn

Uppselt er á Hressleikana sem haldnir verða haldnir í 10. sinn næstkomandi laugardag 4. nóvember. Hressleikarnir eru einstaklega gleðilegur viðburður þar sem kærleikur, vinátta og gleði fara saman. Iðulega hefur verið safnað verulegum fjárhæðum sem hafa svo runnið til fjölskyldna sem þurfa á stuðningi að halda. Allt starfsfólk hress gefur vinnuna sína þennan dag og 250 manns taka þátt.    Það er einstök fjölskylda úr Áslandinu sem Hress ætlar að styrkja í ár. Steinvör V. Þorleifsdóttir og Kristjón Jónsson voru mikið útivistarfólk í gegnum tíðina, stunduðu fjallamennsku og ferðuðust um landið enda miklir náttúruunnendur. Þau kynntust í Hjálparsveit Skáta...

Read More

Tónleikar, Facebook síða og vinningur

„Allir sem koma að þessu gefa vinnu sína. Þeir sem fá peningagjöf er yfirleitt fólk sem hefur verið að glíma við lífsógnandi sjúkdóma en við í samtökunum höfum verið að vinna með góðu fólki sem hjálpar okkur, segir Rútur Snorrason sem situr í stórn samtakanna Samferða sem stofnuð voru árið 2016. Samtökin standa fyrir tónleikum í Bæjarbíói 26. nóvember nk.  Samtökin hafa m.a. unnið með Ragnheiði Davíðsdóttur hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu, auk séra Vigfúss Bjarna Albertssonar hjá Barnaspítala Hringsins en hann er verndari samtakanna. „Við höfum verið að fá ábendingar frá þessu fólki og eins frá íslensku þjóðinni,“ segir Rútur,...

Read More

Reykjanesbraut og ráðagerðir

Þarsíðasta þriðjudag var íbúafundur um Reykjanesbraut í Bæjarbíó. Þar var fólk beðið að rétta upp hendi sem hefðu keyrt Reykjanesbrautina yfir daginn, 95% af salnum rétti upp hönd. Þá spyr ég, réttið upp hendi sem hafa lent í bílslysi á Reykjanesbraut á kaflanum frá Álverinu að Kaplakrika eða þekkja einhvern sem hafa lent í bílslysi þar. Svarið er ALLTOF margir! Þessi áhættusama akstursleið er mér of kunn, systir mín lenti í mjög alvarlegu bílslysi við gatnamótin við Rauðhellu og maðurinn minn lenti í mjög alvarlegu bílslysi við hringtorgið hjá N1. Að heyra sögur íbúa í Setberginu voru ekki nýjar fréttir, ég hef oft velt því...

Read More

Það er best að búa í Hafnafirði

Við hjónin höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að hafa fengið að búa á bæði Spáni og Þýskalandi. Á báðum stöðum er gott að búa en samt leitaði hugurinn alltaf heim í Hafnarfjörð á meðan á útiverunni stóð. Ástæðurnar eru auðvitað fjölmargar en Hafnarfjörður hefur öll einkenni góðs samfélags. Fallegan miðbæ sem iðar af mannlífi, fjölbreytt atvinnulíf og búsetukosti, frábæra skóla og og framúrskarandi útivistarsvæði. Auðvitað er margt sem þarfnast uppfærslu, einkum og sér í lagi umferðarmálin, en heilt yfir eru lífsgæðin í Hafnafirði á heimsmælikvarða. Þetta á auðvitað við um marga aðra staði á Íslandi en betur má ef...

Read More

Við þurfum að komast heim

Fyrir nokkrum dögum sat ég fund um samgöngumál í Bæjarbíói. Þar var Reykjanesbrautin eðlilega aðalumræðuefnið enda hætturnar margar á þeim vegi. Það er í raun sérkennilegt að árið 2017 að við séum ekki komin lengra með þennan fjölfarna og hættulega veg. Ríkisstjórn og þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar samþykktu að leggja fram fjárlagafrumvarp þar sem ekki var gert ráð fyrir neinum fjármunum til brýnna framkvæmda við Reykjanesbraut. Mikilvægt er að framkvæmdir við gatnamót Lækjargötu og Reykjanesbrautar hefjist  sem fyrst því sú “rúlletta” sem íbúar og aðrir ökumenn þurfa að upplifa þarna er óásættanleg enda eru líf í hættu...

Read More