Flokkur: Aðsent

Erum við að leita að þér?

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ þakkar kærlega þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfi deildarinnar á liðnu ári og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Verkefni deildarinnar eru margvísleg. Deildin býður upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur í 1-10 bekk í samstarfi við bókasafnið. Heimsóknavinir heimsækja fólk í um klukkustund á viku. Meginmarkmið heimsóknar er að veita nærveru og hlýju en misjafnt er hvað heimsóknavinir og gestgjafar gera saman. Sumir hittast og spjalla yfir kaffibolla, aðrir spila eða fara til dæmis í bíltúr. Föt sem framlag prjónahópur hittist vikulega og prjónar, heklar og saumar ungbarnaföt og útbýr ungbarnapakka sem eru sendir...

Read More

Ískalt vatn úr Kaldá? „já takk“

Hreint vatn eru lífsgæði sem við tökum sem gefnum.  Kalda vatnið úr Kaldá er sjálfrennandi ómeðhöndlað vatn sem kemur í kranann til okkar án þess að við séum svo mikið að leiða hugann að því, svo sjálfsagt er það enda hefur uppsprettan þjónað okkur í næstum 100 ár.   Vatnsbólin í Kaldárbotnum sækja vatn í Kaldárstraum sem síðan tengist Vatnsendakrikum sem er sameign sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 15.000 tonn af gæðavatni á sólarhring til hafnfirðinga! Mælingar á gæðum neysluvatns eru framkvæmdar af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis í samræmi við ákvæði reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001. Árlega eru gerðar ýtarlegar efnamælingar og...

Read More

Kynning á fjölþættri heilsurækt

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Janus Guðlaugsson undirrituðu fyrr í janúar samstarfssamning sveitarfélagsins við Janus Heilsueflingu slf, til eins og hálfs árs, í tengslum við heilsueflingu allt að 160 íbúa Hafnarfjarðarbæjar á aldrinum 65 og eldri. Um er að ræða þolþjálfun sem fer fram einu sinni í viku í ýmsum stöðum í bænum en í dag verður haldin kynningarfundur í Hraunseli við Flatahraun n.k. kl. 14.00. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku. Upphafið að þessu verkefni er doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar, PhD-íþrótta- og heilsufræðings; Multimodal Training Intervention – An approach to Successful Agingsem má þýða sem Fjölþætt heilsurækt...

Read More

Einróma bókun bæjarstjórnar til þingmanna

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fjallaði um það alvarlega ástand sem ríkir í umferðaröryggi bæjarbúa og þeirra sem og sveitarfélagið fara á síðasta bæjarstjórnar fundi sínum í vikunni. Það þykir orðið mjög brýnt að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar verði lokið. Enda ekkert annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem býr við það að þjóðvegur liggi í gegnum bæjarfélagið með aðeins eina akrein í sitt hvora áttina. Eftirfarandi bókun var samþykkt einróma á fundinum: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Jafnframt er skorað á þingmenn að sjá til þess...

Read More

Má bjóða þér Bjarta framtíð?

Það er alltaf svolítið skemmtilegt að nota þessa spurningu til að brjóta ísinn í samtölum við fólk, því hver vill ekki bjarta framtíð? Hverjar svo sem stjórnmálaskoðanir fólks eru, opna þessi orð oft leið að áhugaverðum samtölum. Orð eru jú til alls fyrst. Nú eru að verða fjögur ár frá því sundurleitur hópur fólks, með sameiginlega sýn á framtíð bæjarins síns og ástríðu til að sjá hana rætast, safnaðist fyrst saman undir merkjum Bjartrar framtíðar og bauð fram lista í bæjarstjórn. Frábærar móttökur skiluðu okkur ábyrgðarhlutverki í meirihluta, sem við höfum nálgast með gildi Bjartrar framtíðar að leiðarljósi. Þessi...

Read More