Flokkur: Aðsent

Blakdeild Hauka býður nýliða velkomna

2018 verður mikið blakár í Hafnarfirði. Fjölgun iðkenda í blaki hefur verið mikil og iðkendur aldrei verið fleiri en nú í byrjun árs. Óskað hefur verið eftir því við aðalstjórn Hauka að blakdeildin verði viðurkennd sem formleg deild innan félagsins, en er nú skráð sem almenningsdeild. Breytingin myndi styrkja stöðu blakdeildinarinnar en ekki síður byggja upp nýjan og áður óséðan aldurshóp meðal iðkenda Hauka og hafa þar með mikil áhrif á innviði félagsins. Blakdeildin býður nú nýliðum (+18 ára) til að skrá sig á vorönn og geta bæði konur og karlar gert það í tölvupósti blakhauka@gmail.com. Nú eru fjögur...

Read More

Stigataflan á nýju ári

Um áramót er gott að líta yfir farinn veg, staldra aðeins við og fara yfir stigatöfluna. Sumir slagir hafa unnist með sætum sigrum, en aðrir tapast. Þannig er lífið og eru slíkir öldudalir og toppar samofnir í líf sérhvers manns á ári hverju. Þetta er alla jafna tíminn til þess að kveðja hið liðna, nýta reynsluna og undirbúa sig betur fyrir komandi ár, næstu verkefni og óvissuferðina árið 2018. Flestir geta verið sammála um að á Íslandi sé gott að búa. Þrátt fyrir smæð okkar, erum við öflugt samfélag. Tækifærin eru víða og samfélagið okkar tekur örum breytingum enda...

Read More

Bær fyrir börn

Í ný samþykktri fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar eru mörg góð íþrótta- og tómstundamál sem ber að fagna. Fyrst og fremst má nefna að Í allri fjárhagsáætluninni er rauði þráðurinn áhersla á  líðan og velferð barna og unglinga. Fyrst ber að nefna að það skiptir máli að ungmenni bæjarins hafi áhuga á því að starfa í vinnuskólanum, það er ekki aðeins ávinningur fyrir ásýnd bæjarins, heldur læra ungmennin að passa upp á bæinn sinn. Upplifa frá eigin hendi hve mikil vinna fer í það að fegra bæinn og virða þá umhverfið sitt og eigin handverk meira. Grunnskólanemendur frá 8. til 10. bekkjar...

Read More

Sóley og Marteinn Sindri í Fríkirkjunni í kvöld

Í kvöld, 1. desember, blása Sóley Stefánsdóttir og Marteinn Sindri til tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangur ókeypis. Sóley Stefánsdóttir er þrítug tónlistarkona úr Hafnarfirði. Hún útskrifaðist af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands árið 2010. Árið 2011 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu We Sink sem fékk afar góðar viðtökur. Síðan þá hefur hún gefið út tvær breiðskífur nú síðast á þessu ári þegar platan Endless Summer leit dagsins ljós. Sóley hefur verið iðin við tónleikahald síðastliðin 10 ár og ferðast víða um heim með tónlist sína. Að auki hefur hún gefið út þrjár smáskífur...

Read More

Umtalsverð lækkun fasteignagjalda

Í upphafi núverandi kjörtímabils var það eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar að fá óháða aðila til að taka út rekstur sveitarfélagsins og koma með tillögur til hagræðingar og aukinnar skilvirkni og þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Sú vinna hefur leitt til verulegs viðsnúnings í fjármálum bæjarins og í kjölfarið bættrar þjónustu og hægt hefur verið að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði. Útsvar og fasteignagjöld Útsvarsprósentan var lækkuð í fyrra og varð í fyrsta sinn ekki í því hámarki sem leyfilegt er og er nú 14.48%. Við samanburð á fasteignagjöldum þarf að taka tillit til allra...

Read More