Flokkur: Aðsent

Húsnæði fyrir alla

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og þeir kynna sig og stefnu síns flokks í næsta tölublaði og í síðustu viku.   Það er margt sem gerir líf fátæks fólks hér á höfuðborgarsvæðinu erfitt. Líklega er óhætt að segja að af þeim málum sé húsnæðisverðið það stærsta, af því að húsnæðiskostnaður er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá fátæku fólki. Eitt höfuðatriðið sem Alþýðufylkingin setur fram í þessum kosningum er: Húsnæði fyrir alla, án vaxtaklyfja. Hvað þýðir það? Eins og allir vita er meira en helmingurinn...

Read More

Um ójöfnuð og aðstöðumun

Hér á landi ríkir töluverður ójöfnuður og virðist mér hann fara vaxandi. Vandinn liggur ekki í launaumslaginu en óvíða er jafn lítill launamunur og hér, munurinn sést hins vegar vel þegar eignaójöfnuðurinn er skoðaður. Launahæstu 10% landsmanna fengu 34% launa en 10% eignamesta fólkið á 64% eigna hér á landi. Ríkasta 5% landsmanna átti 44% alls eigin fjár í upphafi árs 2016 og fer þetta hlutfall vaxandi. Þessi eignastaða stafar ekki eingöngu af því að hér á landi séum við með svo snjalla viðskiptamenn sem sjá tækifærin á undan öllum hinum þó vissulega séu þeir til. Því miður stafar...

Read More

Af hverju Samfylking?

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og þeir kynna sig og stefnu síns flokks í næsta tölublaði og í síðustu viku.   Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna. Það þýðir að við berjumst fyrir jöfnum tækifærum fyrir alla. Samfylkingin vill ekki skilja neinn útundan. Hún var stofnuð til að jafna leikinn þannig að við getum öll blómstrað. Jafnari skipting gæða Þrátt fyrir bættan efnahag hefur misskipting aukist á undanförnum árum og velferðarkerfið beðið hnekki. Við sættum okkur ekki við að ríkustu 5-10% þjóðarinnar eigi jafnmikið...

Read More

Framtíðin er í þínum höndum

Okkar fólk í framboði til Alþingis Fjarðarpósturinn hafði samband við þá Hafnfirðinga sem skipa efstu sæti á framboðslista hvers stjórnmálaafls fyrir sig og munu þeir kynna sig og stefnu síns flokks í þessu tölublaði og í næstu viku.   Enn á ný göngum við til kosninga.  Nú reynir sem fyrr á þol kjósenda að kynna sér málefni flokkanna í  glundroða kenndri umræðu sem einkennst hefur af upphrópunum, gylli boðum og innanflokks deilum.  Á Íslandi þarf að komast á stöðugleiki og ró í stjórnmálum svo hægt sé að endurheimta það traust sem nauðsynlegt er að ríki milli almennings og stjórnsýslunnar....

Read More

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Í kosningum undanfarinna missera hefur mikið verið rætt um stöðugleika.  Þá er oftast vísað til efnahagslegs stöðugleika og hann er sannarlega mikilvægur og til þess fallinn m.a. að verja aukinn kaupmátt.  Þá er efnahagslegur stöðugleiki mikilvægur atvinnulífinu við áætlanagerð og jafnframt grundvöllur þess að heimili og atvinnulíf hafi mátt og þor til að hreyfa sig, vera skapandi og stuðla þannig að nýsköpun, rannsóknum og þróun til framtíðarhagvaxtar. Stöðugt stjórnarfar Í komandi kosningum verður kosið um stöðugra stjórnarfar og þar hlýtur traust að skipta öllu máli hverjum treystum við fyrir þeim brýnu verkefnum sem liggja fyrir, að styrkja heilbrigðis, samgöngu,...

Read More