Flokkur: Aðsent

Samtal um knatthús

Þeir félagar Valdimar Svavarsson og Hlynur Sigurðsson rituðu grein í Fjarðarpóstinn fyrir skemmstu og deildu með okkur skoðunum sínum á nokkrum þáttum er varða byggingu knatthúss í Kaplakrika. Mér finnst því sjálfsagt að ég blandi mér í það samtal og komi viðhorfi Viðreisnar í málinu til skila. Þó svo að fjórir bæjarfulltrúar séu samferða í málinu þýðir það ekki að forsendur flokkanna séu þær sömu. Ég birti hér punkta þeirra félaga og blanda mér í umræðuna við hvern og einn punkt. Ítrekað hefur verið gefið í skyn að fjárhagsstaða FH sé slæm, illa sé farið með fé og félagið...

Read More

Minntust Sveinbjarnar Egilssonar

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla minntist Sveinbjarnar Egilssonar á hátíðardagskrá með yfirskriftinni „Fljúga hvítu fiðrildin“ í Bessastaðakirkju, laugardaginn 6. október s.l. Flytjendur á dagskránni var m.a. Guðmundur Andri Thorsson sem flutti erindi um Sveinbjörn Egilsson, þýðingar hans og las úr verkum hans. Einnig fluttu fagra tónlist söngkonan Ragnheiður Gröndal, gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari.  Myndir...

Read More

Guðni þjálfar meistaraflokk FH

Guðni Eiríksson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH. Guðni er þrautreyndur þjálfari og hefur starfað lengi fyrir félagið. Hann var aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna árin 2015 og 2016. Sumarið 2015 vann liðið sér síðast rétt til þess að spila í úrvalsdeildinni og spilaði svo í Pepsí deildinni 2016. Árið 2015 var hann einnig þjálfari 2. flokks kvenna og gerði liðið að Íslandsmeisturum. Þetta fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild FH. Guðni er spenntur fyrir verkefninu sem er framundan. „Ég þekki vel til meistaraflokks kvenna hjá FH eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar í tvö ár og veit...

Read More

Hópasöfnun unglinga í miðbænum

Í haust hefur borið á því að hópur ungs fólks hafi verið að safnast saman niður í miðbæ til að hanga í og við Fjörð. Þetta hefur verið að gerast eftir að skóla lýkur, um helgar og fram á kvöld.  Þessi hópasöfnun getur haft slæmar afleiðingar. Fjörður er verslunarmiðstöð  í hjarta Hafnarfjarðar, miðstöð samgangna og hin besta verslunarmiðstöð. Þar er hægt að kíkja á kaffihús og spjalla og nota ýmiskonar þjónustu. Neikvæðar hliðar af svona miðlægum stað í miðbæ okkar geta komið upp þegar unglingar hópast þar saman til að hanga. Við Fjörð hefur verið viðvarandi hópasöfnun unglinga, mest...

Read More

Fóru fyrstu míluna af mörgum

Nemendur og kennarar í Skarðshlíðarskóla fóru á dögunum fyrstu „míluna“ af mörgum frá skólanum. Um er að ræða verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og er skólinn fyrsti íslenski skólinn sem tekur þátt. Skarðshlíðarskóli tók til starfa haustið 2017 í bráðabirgðahúsnæði en flutti nýverið í glæsilega nýbyggingu í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Um 5000 skólar víðsvegar um heiminn eru þátttakendur í verkefninu sem snýr að því að daglega fara allir nemendur skólans út og ganga, skokka eða hlaupa í 15 mínútur. Til að marka upphaf verkefnis í Skarðshlíðarskóla var farið um 800 metra að veglegum steini þar...

Read More