Flokkur: Aðsent

Trjágróður í byggð

Hver er stefna Hafnarfjarðarbæjar í trjárækt?  Aspir og greni eru víða, tré sem voru lítil og sæt þegar þeim var plantað en eru nú víða 8-10 metra há. Auðvitað er það svo að trjágróður í fullum skrúða er okkur öllum til yndisauka, en er það svo alls staðar? Byggingarreglugerð frá árinu 2012 tekur á hvernig trjágróðri er komið fyrir á lóðarmörkum, fjallað er um skuggavarp og að hávöxnum trjátegundum skuli ekki plantað nær lóðarmörkum en 4,0 metrum.  Samkvæmt byggingareglugerðinni  er lóðarhafa skylt að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka. Mjög víða vaxa tré og runnar langt út yfir...

Read More

Hafnarfjarðarbær ræður persónuverndarfulltrúa

Hafnarfjarðarbær hefur ráðið persónuverndarfulltrúa í fullt starf en staðan var auglýst í byrjun sumars. Í starfið var ráðinn Jón Ingi Þorvaldsson og var hann valinn úr hópi 24 umsækjenda að loknu ítarlegu valferli. Jón Ingi lauk B.A. og M.A. gráðu í lögfræði árið 2011 frá HÍ. Í námi voru álitaefni og reglur um persónuvernd sérstakt áhugaefni og því tók Jón Ingi fyrir kúrsana Persónurétt I og II, auk heldur sem meistararitgerð hans snéri að réttarsviði Persónuverndar. Ári síðar hlaut Jón Ingi réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi. Eftir nám starfaði Jón Ingi hjá Slitastjórn VBS fjárfestingabanka en frá 2012 starfaði...

Read More

Síðustu menningar- og heilsugöngurnar

Í ágústmánuði verða síðustu menningar- og heilsugöngurnar gengnar en þær hafa verið í boði öll fimmtudagskvöld kl. 20:00. Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafnsins og heilsubærinn Hafnarfjörður. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20:00 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 2. ágúst – Höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni Ágústa Kristófersdóttir leiðir göngu um höggmyndagarðinn. Gengið frá Víðistaðakirkju 9. ágúst (kl. 18:00) – Selvogsganga 2-3 klst. Einar Skúlason höfundur Wappsins leiðir göngu um hluta af gömlu Selvogsleiðinni sem lá á milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Safnast verður saman í rútu við Kaldársel sem flytur þátttakendur á...

Read More

Tilnefningar óskast í Snyrtileikann 2018

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignina, fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Fegrunarnefnd hefur m.a. það hlutverk að tilnefna eignir, garða og götur til viðurkenninga fyrir snyrtileika og ásýnd og þykja þannig skapa ákveðna fyrirmynd í þessum efnum, jafnt á íbúðarsvæðum sem atvinnusvæðum. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því...

Read More

Kaupa gæðaritföng fyrir grunnskólanemendur

Hafnarfjarðarbær hefur ritað undir samning við Pennann/Eymundsson um kaup á ritföngum fyrir nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fyrir skólaárið 2018-2019. Samningsundirritunin er lok á löngu ferli sem staðið hefur frá byrjun árs 2018 við að skilgreina vörur og undirbúa útboð á ritföngum. Penninn/Eymundsson reyndist hlutskarpastur í útboðinu af þremur aðilum sem buðu í ritföngin. Alls reyndust útboðspöntunin hljóða upp á um 176 þúsund vörur (137 vörutegundir sem hægt var að velja úr sem lutu ákveðnum gæðaviðmiðum) sem deilast á þá 4000 nemendur sem eru í grunnskólunum og samningsupphæð er um 30 milljónir króna. Hluti af ritfangaútboðinu var að ákveðnar vörur...

Read More