Flokkur: Aðsent

Útilistaverk á sinn stað eftir andlitslyftingu

Eins og glöggir vegfarendur um miðbæ Hafnarfjarðar hafa vafalaust tekið eftir hafa tvö útilistaverk bæjarins fengið andlitslyftingu í haust. Um er að ræða tvö járnverk, The Golden Gate eftir Elizu Thoenen Steinle sem stendur á Víðistaðatúni og verk Sverris Ólafssonar sem stendur við Strandgötu. Bæði verkin voru tekin af stalli sínum og flutt í Vélsmiðju Orms og Víglunds hér í Hafnarfirði. Þar voru þau sandblásin og ryðvarin. Þau hafa síðan verið máluð og tók Skúli Magnússon umsjónarmaður fasteigna í Hafnarborg að sér að mála verk Sverris, enda krefst það nákvæmni að gera verkið upp svo vel sé. Verkin eru...

Read More

Góð viðbrögð fyrirtækja í Hafnarfirði

Vinnumálastofnun stendur fyrir Fyrirmyndardeginum sem verður haldinn í fjórða sinn á morgun 24. nóvember.  Vinnumálastofnun hefur af reynslu fyrri fyrirmyndardaga merkt að dagurinn  er mikilvægur liður í því að auka möguleika fatlaðs fólks á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að  fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn fyrirtækisins í einn dag.  Með heimsókn sinni til fyrirtækjanna fá  gestastarfsmenn innsýn í fjölbreytt störf og starfsmenn fyrirtækja kynnast styrkleikum atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Jafnframt eiga viðkomandi samtal um möguleika vinnustaðarins til að móta verklag sitt svo starfsmenn með sérþarfir geti stundað þar vinnu. Áhersla Fyrirmyndardagsins í ár...

Read More

Íslandsmeistarar 6. árið í röð

FH-ingar urðu á dögunum Íslandsmeistarar sjötta árið í röð í 30+ flokki karla. Aftari röð frá vinstri: Helgi Þórðarson, Þórður Elfarsson, Edilon Hreinsson, Sigmundur Pjetur Ástþórsson, Hrannar Már Ásgeirsson, Andri Haraldsson. Fremri röð frá vinstri: Óskar Arnórsson, Davíð Ellertsson, Magnús Ingi Einarsson, Hilmar Rafn Emilsson, Már Valþórsson....

Read More

Hressleikar til góðs í tíunda sinn

Uppselt er á Hressleikana sem haldnir verða haldnir í 10. sinn næstkomandi laugardag 4. nóvember. Hressleikarnir eru einstaklega gleðilegur viðburður þar sem kærleikur, vinátta og gleði fara saman. Iðulega hefur verið safnað verulegum fjárhæðum sem hafa svo runnið til fjölskyldna sem þurfa á stuðningi að halda. Allt starfsfólk hress gefur vinnuna sína þennan dag og 250 manns taka þátt.    Það er einstök fjölskylda úr Áslandinu sem Hress ætlar að styrkja í ár. Steinvör V. Þorleifsdóttir og Kristjón Jónsson voru mikið útivistarfólk í gegnum tíðina, stunduðu fjallamennsku og ferðuðust um landið enda miklir náttúruunnendur. Þau kynntust í Hjálparsveit Skáta...

Read More

Tónleikar, Facebook síða og vinningur

„Allir sem koma að þessu gefa vinnu sína. Þeir sem fá peningagjöf er yfirleitt fólk sem hefur verið að glíma við lífsógnandi sjúkdóma en við í samtökunum höfum verið að vinna með góðu fólki sem hjálpar okkur, segir Rútur Snorrason sem situr í stórn samtakanna Samferða sem stofnuð voru árið 2016. Samtökin standa fyrir tónleikum í Bæjarbíói 26. nóvember nk.  Samtökin hafa m.a. unnið með Ragnheiði Davíðsdóttur hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu, auk séra Vigfúss Bjarna Albertssonar hjá Barnaspítala Hringsins en hann er verndari samtakanna. „Við höfum verið að fá ábendingar frá þessu fólki og eins frá íslensku þjóðinni,“ segir Rútur,...

Read More