Flokkur: Aðsent

Skipulagsslys í uppsiglingu við Flensborgarhöfn?

Það er mikið fagnaðarefni að Hafrannsóknarstofnun sé á leið til Hafnarfjarðar. Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði styðja komu stofnunarinnar heilshugar. Þó koma ýmis atriði í veg fyrir að minnihlutinn geti samþykkt þá tillögu sem nú er til umfjöllunar vegna nýbyggingar við Fornubúðir 5. Svo virðist sem meirihlutanum liggi á að afgreiða þessa tillögu að telja mætti að málið hljóti sérmeðferð í samanburði við önnur sambærileg mál. Byggingin verður fordæmisgefandi fyrir hafnarsvæðið og þess vegna þarf að sýna fyllstu varkárni við ákvörðun um hvernig byggingu eigi að reisa á lóðinni, sér í lagi ef haft er í huga að enn á...

Read More

Hækkum laun leikskólastarfsfólks

Í síðustu viku lét ég af störfum á leikskólanum Hvammi, hvar ég hafði starfað með hléum í fjögur ár. Ég kveð þennan vinnustað með söknuði og trega. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu yndislega starfi og fengið að vinna með litlu krílunum. Það eru algjör forréttindi. Ég mæli með þessu starfi fyrir alla, sérstaklega karlmenn. Það er svo mikilvægt fyrir samfélagið okkar og jafnréttisbaráttuna að börn fái fyrirmyndir af öllum kynjum. Starfsfólk leikskóla er að mínu mati mikilvægasta fólkið í íslensku samfélagi. Það er sömuleiðis það vanmetnasta. Þetta endurspeglast í launum þeirra, en samkvæmt kjarasamningi Félags...

Read More

Hvað vilt þú sjá í St. Jósefsspítala?

Undanfarin ár hefur Hafnarfjarðarbær átt í samningaviðræðum við ríkið um kaup bæjarins á 85% hlut þess í St. Jósefsspítala við Suðurgötu 41. Mikilvægum áfanga var því náð  í sumar þegar Hafnarfjarðarbær eignaðist húsnæðið að fullu. Í kaupsamningi um húsið skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til þess að reka almannaþjónustu í húsinu í 15 ár og hefja starfsemi innan þriggja ára. Með almannaþjónustu er átt við starfsemi í félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- og fræðslustarfsemi eða annarri sambærilegri þjónustu sem almenningur sækir. Tillögur um framtíðarnot þurfa að rúmast innan þess ramma sem þarna er settur en stærð hússins, sem er tæplega 3000 fm, opnar...

Read More

Stytting vinnuviku barna í Hafnarfirði

Fræðsluráð samþykkti í sumar að hefja að nýju í áföngum gjaldfrjálsan frístundaakstur fyrir sex og sjö ára börn í Hafnarfirði. Tillögurnar að þessu verkefni koma frá starfshópi um frístundaakstur þar sem sátu fulltrúar frá Bjartri framtíð, Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Í vinnu starfshópsins voru ýmsar útfærslur skoðaðar og var samrómur um að byrja með frístundaaksturinn í smáum skrefum og bæta hægt og rólega við. Reynslan hér í Hafnarfirði hefur sýnt okkur að það er ekki endilega betra að byrja flókið og stórt, það gekk ekki upp síðast. Til þess að gæta sem mests jafnræðis var ákveðið að bjóða stærstu fjölgreinafélögunum...

Read More

Jafnlaunavottun Hafnarfjarðarbæjar er gott skref

Hafnarfjörður er fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að fá jafnlaunavottun frá Velferðarráðuneytinu samkvæmt kröfum ÍST 85:2012.  Markmiðið með vottuninni er að sjálfsögðu að útrýma kynbundnum launamun sem því miður er enn til staðar í okkar samfélagi.  Með innleiðingu á jafnlaunastaðli undirgengst sveitarfélagið að leggja fram launagreiningar og  fylgja eftir gerð launaviðmiða m.a. viðmiða fyrir umbun en það er þekkt staðreynd að ýmsar aukagreiðslur sem koma til viðbótar föstum mánaðarlaunum eru oftar en ekki orsök kynbundins launamunar.  Aukið gegnsæi og fagmennska við ákvarðanir launa og umbunar er sjálfsögð krafa í nútímaþjóðfélagi.  Líta ber á innleiðingu jafnlaunavottunar á sama hátt og...

Read More