Flokkur: Aðsent

Kristinn gefur áfram kost á sér í 2. sæti

Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi og verkfræðingur, býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði til að skipa áfram 2. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, en prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristni.  Kristinn hefur setið í bæjarráði, umhverfis- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði á þessu kjörtímabili. Hann leggur áherslu á að styrkja áfram rekstur og fjármál Hafnarfjarðarbæjar, bætta þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki og dregið verði enn frekar úr álögum og gjöldum með hagræðingum og umbótum í rekstri. Þá leggur hann áherslu á menningu og mannlíf í Hafnarfirði, áframhaldandi eflingu í fræðslumálum og mikilvægi...

Read More

Guðbjörg gefur kost á sér í 3. – 4. sæti

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram þann 10. mars nk. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðbjargar til fjölmiðla.  Guðbjörg hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ og Sjálfstæðisflokkinn. Hún er varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar. Hún  hefur tekið þátt í starfshópi um málefni dagforeldra og er nú í starfshópi um bættar starfsaðstæður á leikskólum bæjarins. Guðbjörg telur að hægt sé að gera enn betur í dagvistunarmálum barna og huga betur að þörfum fjölskyldna og starfsmanna. Guðbjörg vill leggja áherslu á meiri samfellu í skóla-, íþrótta og tómstundastarfi hjá hafnfirskum...

Read More

Plast má fara í gráar tunnur 1. mars

Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.  Gæta skal þess að halda plastinu frá öðru sorpi í lokuðum pokum þannig að tæki Sorpu geti flokkað plastið frá skilvirknislega. Ekki mun þurfa neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka. Þannig geta íbúar notað innkaupapoka og aðra plastpoka sem falla til á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og...

Read More

Jónsi gefur knús og margt fleira

Laugardaginn 17. febrúar mun Dýrahjálp Íslands standa fyrir kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 (húsið ská á móti Dýraspítalanum í Garðabæ). Starf Dýrahjálpar verður kynnt, sérstaklega verður tekið fyrir fósturheimilastarfið sem og umsjónaraðilastarfið og hægt verður að ræða við núverandi sjálfboðaliða sem hafa starfað á þessum sviðum. Fólk er hvatt til að kynna sér þessi gefandi og bráðskemmtilegu störf innan Dýrahjálpar og jafnframt skráð sig sem sjálfboðaliða ef það vill taka þátt í gleðinni. Einnig verður á staðnum basar þar sem hægt verður að gera góð kaup á ýmsum varningi sem félagið hefur fengið að gjöf frá einstaklingum og fyrirtækjum og...

Read More

Læsi og jafnrétti

Umfjöllun um læsi og slakar niðurstöður skimana í lestri á landsvísu sem og annars staðar í heiminum er ekki ný til komin og því síður umfjöllun um slakan árangur drengja. Fjöldinn allur af fagfólki hefur fjallað um kosti og galla mismunandi nálgana í lestrarkennslu, greint frá því sem það telur mikilvægt og enn aðrir látið áhyggjur sínar í ljós. Eins hafa foreldrar, kennarar sem og annað fagfólk lagt sitt á vogarskálarnar svo vel megi vera. Hvort sem það er hvatning foreldra í heimalestri, fagvitund kennara í kennlustofunni eða ígrundun fagfólks í þeirri áætlunargerð sem fram hefur farið á vegum...

Read More