Flokkur: Aðsent

Íbúafundur um Reykjanesbraut í Bæjarbíói

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til íbúafundar um samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut, þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20 í Bæjarbíói. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. Gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu eru með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafa orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum...

Read More

Góð staða efnahagsmála – bætt lífsgæði almennings

Flest getum við verið sammála um að á Íslandi eru lífskjör almennt mjög góð.  Atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og skuldastaða ríkisins og heimilanna í landinu hefur lækkað hratt.  Lægri vaxtakostnað ríkisins eykur svigrúm til þess að auka fé til velferðarmála, heilbrigðismála og samgöngumála.  Sérfræðingar eru sammála um að staða efnahagsmála hafi líklega aldrei verið betri í Íslandssögunni.  En gerðist þetta af sjálfu sér? Er þetta fyrst og fremst ytri aðstæðum að þakka? Svarið er NEI – réttar aðgerðir og viðbrögð hafa skapað þessa stöðu, unnið hefur verið vel úr hagfeldum ytri aðstæðum. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins   Í grunninn stendur...

Read More

Nýr vinnustaður og virkniúrræði fyrir fatlaða í Hafnarfirði

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á síðasta bæjarsstjórnarfundi að leita eftir kaupum á Suðurgötu 14 sem hýsti til skamms tíma Skattstofu Reykjanesumdæmis.  Starfsmenn á Fjölskyldusviði hafa á undanförnum mánuðum unnð að að  undirbúningi að  nýjum vinnustað og virkniúrræði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða í Hafnarfirði.  Ennfremur verði litið til þeirrar starfssemi sem nú þegar sinnir hæfingu og  starfsendurhæfingu í Hafnarfirði og skoðað hvort möguleiki er á samþættingu eða samvinnu verkefna.  Mikilvægt er að tryggja samfellu í þjónustu við þennan hóp og skoða jafnframt möguleika á því að auka fjölbreytni í atvinnuúrræðum fyrir aðra íbúa Hafnarfjarðar sem þurfa stuðning við að sinna störfum...

Read More

Ráðstefna um ferðaþjónustuna í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa Hafnarfjarðar standa fyrir ráðstefnu um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni í Hafnarfirði laugardaginn 14. október næstkomandi í Hafnarborg. Ráðstefnan hefur fengið yfirskriftina „Stefna og staða Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu“. Ráðstefnan verður nýtt sem upphaf á vinnu í mótun stefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 og stendur til 12:30. Meðal þeirra sem munu flytja framsögur á ráðstefnunni eru Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Þuríður Halldóra Aradóttir framkvæmdastjóri Visit Reykjaness og Haraldur Daði Ragnarsson meðeigandi Manhattan Marketing og aðjúnkt í Háskólanum á Bifröst mun kynna vinnu og niðurstöður „Markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótunar fyrir áfangastaðinn Suðurland“ sem Manhattan...

Read More

Sjálfboðaliðagróðursetning á laugardag

Hin árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn kemur þann 7. október. Gróðursett verður á Beitarhúsahálsi skammt frá gömlu kartöflugörðunum. Svæðið er skammt frá gatnamótum Kaldárselsvegar og Hvaleyrarvatnsvegar norðvestur af Þöll. Við byrjum kl. 10.00. Reiknað er með að gróðursetningin taki um tvær klukkustundir. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Boðið verður upp á hressingu Í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir. Komið og takið þátt í uppbyggjandi starfi í góðum félagsskap. Nánari upplýsigar á heimasíðu Skógræktarfélagsins skoghf.is, fésbókarsíðu eða í síma: 555-6455.   Mynd: Frá gróðursælu svæðinu við Hvaleyrarvatn. Mynd: Olga...

Read More