Flokkur: Aðsent

Sjálfboðaliðagróðursetning á laugardag

Hin árlegi sjálfboðaliðadagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður laugardaginn kemur þann 7. október. Gróðursett verður á Beitarhúsahálsi skammt frá gömlu kartöflugörðunum. Svæðið er skammt frá gatnamótum Kaldárselsvegar og Hvaleyrarvatnsvegar norðvestur af Þöll. Við byrjum kl. 10.00. Reiknað er með að gróðursetningin taki um tvær klukkustundir. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Boðið verður upp á hressingu Í Þöll að gróðursetningu lokinni. Allir velkomnir. Komið og takið þátt í uppbyggjandi starfi í góðum félagsskap. Nánari upplýsigar á heimasíðu Skógræktarfélagsins skoghf.is, fésbókarsíðu eða í síma: 555-6455.   Mynd: Frá gróðursælu svæðinu við Hvaleyrarvatn. Mynd: Olga...

Read More

Félag Viðreisnar stofnað í Hafnarfirði

Jón Ingi Hákonarsson kjörinn formaður á stofnfundi Félags Viðreisnar í Hafnarfirði sem var haldinn á veitingahúsinu A. Hansen sl. miðvikudag. Þetta er fyrsta svæðisfélag Viðreisnar sem stofnað er en undirbúningur að stofnun félagsins hefur staðið frá því í byrjun árs. Í fréttatilkynningu segir að sérlega ánægjulegt sé að Hafnarfjörður skuli ríða á vaðið. „Fylgi Viðreisnar í SVkjördæmi er sterkt og mun stofnun svæðisfélags vonandi skjóta enn styrkari stoðum undir starfið í Hafnarfirði og um leið SV-kjördæmi. Góður hópur mætti til stofnfundarins. Þeirra á meðal voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarrráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra en bæði...

Read More

Fræðslufundur í Bessastaðakirkju

„Maður á aldrei að halda sér til annars en þess sem er ágætt“  Fræðslufundur um Benedikt Gröndal í Bessastaðakirkju, laugardaginn 7. október n.k. kl. 14 – 15.30. Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla, Lista og menningarfélagið Dægradvöl og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness standa að viðburðinum. Á dagskrá verður tónlist í höndum Ragnheiðar Gröndal og Teits Magnússonar, Guðmundur Andri Thorsson flytur erindið „Af náttúru var ég fúll og einrænn“ og Pétur Gunnarsson „Allt sem ég gerði, það gerði ég út í bláinn“. Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, kynnir Gröndalshús, fyrrum heimili Benedikts Gröndals, sem var opnað sem menningarhús í júní síðastliðnum. Eftir dagskrána býðst gestum...

Read More

Umhverfið í forgang

Umhverfið er okkur öllum hugleikið. Flest viljum við hafa hreint og snyrtilegt í námunda við okkar nánasta umhverfi og á þeim stöðum sem við förum til að njóta útivistar og snertingu við náttúruna. Það er ekkert sjálfgefið að finna hreint og tært umhverfi eins og t.d. í upplandi Hafnarfjarðar þar sem margir hafa lagt hönd á plóg með bættu aðgengi að náttúrperlum upplandsins ásamt því að auka vitund almennings að bættri umgengni um náttúruna. Iðnaðarsvæðin Frá því að undirritaður og Rósa Guðbjartsdóttir lögðum fram  tillögu í ágúst árið 2010 í skipulags- og byggingarráði um „Átak í hreinsun iðnaðarsvæða á...

Read More

MIH og FIT afhentu Tækniskólanum nýja vinnusloppa

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) og Félag iðn- og tæknigreina (FIT) afhentu í gær útibúi Tækniskólans, gamla Iðnskólans í Hafnarfirði, vinnusloppa fyrir nemendur skólans. Fyrir nokkrum árum gáfu þessi félög sambærilega sloppa en þeir voru orðnir mikið notaðir og farnir að láta á sjá. MIH og FIT finnst mikilvægt að aðstoða skólann, og ekki síður nemendurna, við það að allt sé sem snyrtilegast, þ.m.t. vinnufatnaður nemanda. Bjarni Þorvaldsson, kennari við skólann í Hafnarfirði, tók á móti þessari höfðinglegu gjöf úr hendi Ágústs Péturssonar, formanns MIH og Hilmars Harðarsonar, formanns FIT. Á meðfylgjandi myndum má sjá flotta nemendur í þessum...

Read More