Flokkur: Aðsent

Erlendir skátar sprengja samgöngukerfið?

Undirbúningur World Scout Moot í fullum gangi Nokkur þúsund erlendir skátar munu væntanlega sprengja almenningssamgöngukerfi Reykjavíkurborgar í lok júlí nema komi til sérstakra aðgerða. Skátarnir koma til landsins til þess að taka þátt í alþjóðlegu skátamóti World Scout Moot. Þeir  gista í nokkra daga í ellefu skólum á höfuðborgarsvæðinu. Mótssvæðið er í Laugardalshöll og eiga margir þeirra því langa leið fyrir höndum frá næturstað til mótsstaðar ef þeir geta ekki nýtt sér strætivagna borgarinnar. Skátarnir hafa fengið 11 skóla víðsvegar um höfuðborgarsvæðið til að hýsa erlendu gestina fyrir og eftir mót þó flestir séu staðsettir í Reykjavík. Kynnisferðir hafa...

Read More

Er komið nóg í íþróttirnar?

Það kemur eflaust mörgum Hafnfirðingum á óvart að Hafnarfjarðarbær hefur um langt árabil veitt einna lægstu fjárframlög til íþróttamála af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Vitaskuld státar Hafnarfjörður almennt af góðri aðstöðu og stuðningi við íþrótta- og æskulýðsstarf en aðrir gera betur. Þessar staðreyndir koma fram í upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Auk niðurgreiðslna til frístundastarfs ungmenna og fjárframlags til reksturs íþróttafélaganna er í samningi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) og bæjarins kveðið á um þátttöku bæjarins við uppbyggingu íþróttamannvirkja.  Á síðasta þingi ÍBH var samþykkt tillaga sem gerir ráð fyrir að framlag bæjarins til nýrra framkvæmda verði um 500-600 milljónir króna á...

Read More

Flugeldasýning Sjálfstæðisflokksins

Á síðasta bæjarstjórnarfundi lagði bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir fram tillögu í nafni Sjálfstæðisflokksins þess efnis að varið yrði 300-400 milljónum á ári næstu fjögur árin í uppbyggingu tveggja knattspyrnuhúsa. Innistæðulaus tékki í gleðibanka Sjálfstæðisflokksins Dagana fyrir bæjarstjórnarfundinn kom bæjarfulltrúinn fram í útvarpi og blöðum og talaði með þeim hætti að tillagan yrði að öllum líkindum samþykkt. Augljóst er að um sjónarspil var að ræða þar sem engin innistæða virðist hafa verið fyrir þeim fullyrðingum sem farið var fram með. Fjárhagsstaða bæjarins gefur ekki tilefni til slíkra yfirlýsinga og ljóst var að tillagan hlyti ekki stuðning í bæjarstjórn, hvorki hjá samstarfsflokknum...

Read More