Flokkur: Aðventa

Borðtennisfélag Hafnarfjarðar deildarmeistari

Í gær fór fram síðasta umferð í Raflandsdeild karla og -kvenna í borðtennis þar sem nýir deildarmeistarar voru krýndir í báðum deildum. Í Raflandsdeild karla varð BH deildarmeistari með fullt hús stiga. BH rauf þar með 43 ára samfellda sigurgöngu KR og Víkings í efstu deild karla og kom sér í hóp fjögurra félaga sem hafa sigrað í efstu deild, ásamt KR, Víkingi og Erninum.   Kvenna megin réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu leikjum dagsins og enduðu leikar þannig að Víkingur og KR voru efst jöfn að stigum. Víkingur var með betra leikjahlutfall og hlutu þannig deildarmeistaratitilinn. Sérstaka...

Read More

Best skreyttu húsin í Hafnarfirði

Á Þorláksmessu voru verðlaun veitt fyrir best skreyttu húsin, best skreyttu götuna og best skreytta fjölbýlishúsið í Hafnarfirði. Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir voru í upphafi desembermánaðar hvattir til að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. Íbúar á Hnoðravöllum 7 hlutu fyrstu verðlaun og þar með gjafabréf frá HS veitum fyrir best skreytta húsið. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir 2. og 3. sæti og voru það Hellisgata 34 og Þrastarás 11 sem hlutu þau heiðurssæti. Furuvellir 13-25 var valin best skreytta gatan og hefur skilti þegar...

Read More

Hafnfirðingur ársins: Þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Sjö aðilar fengu tilnefningar að þessu sinni og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga. HÆGT VERÐUR AÐ KJÓSA FRAM AÐ MIÐNÆTTI Á GAMLÁRSKVÖLD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á ÞENNAN HLEKK   Björgunarsveit Hafnarfjarðar:  „Þarna fer fram einstök starfsemi sem felst í undirbúningi fyrir að bjarga eignum og mannslífum. Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir mikilvægi björgunarsveitarinnar, allt árið um kring.“     Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður: „Hann stóð sig svo vel á HM í fótbolta, þar sem hann var valinn...

Read More

Eplailmur og heimatilbúin jólatré

Á fyrri hluta síðustu aldar var hápunktur jólanna ilmurinn af rauðum, nýpússuðum eplum. Algengt var að þá fengju börn bara árlega nýjan fatnað fyrir eða um jól, svo að þau færu ekki í jólaköttinn. Systkini fengu jafnvel saman eina bók í jólagjöf og lím var búið til úr mauksoðnum hafragraut. Fjarðarpósturinn kíkti við hjá fjórum íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði og spurði þau um jólin í gamla daga.  Skúlína Sigurveig Stefánsdóttir,  f. 1931. „Fyrsta minning af jólum var þegar ég var þriggja ára og datt niður stiga. Ég grét svo sárt þótt ég hafi ekki slasast neitt. Ég var elst...

Read More

„Þetta er svo frelsandi“

Fimm manna fjölskylda í Hafnarfirði ákvað einn góðan veðurdag að selja hús sitt við Bröttukinn og nánast alla búslóðina. Ástæðan? Þau vildu komast burt frá íslenskri streituvaldandi þenslu og leita á vit nýrra ævintýra á framandi slóðum. Við kíktum til þeirra daginn sem búslóðin var til sölu á opnu húsi. Þar mættu einnig nágrannar sem reyndu að mótmæla brottfluttningnum. „Hugmyndin kom upp fyrir ári síðan vegna gífurlegrar þenslu sem er í gangi hér á landi. Ég lenti í vinnuslysi sem reyndist sem betur fer ekki eins alvarlegt og það leit út fyrir að vera. Það hefði allt farið á...

Read More