Flokkur: Aðventa

Golfsett í jólagjöf ef friður á jörð er uppseldur

Benedikt Grétarsson er fluttur aftur í Fjörðinn fagra eftir nokkurra ára fjarveru og býr þar ásamt konu sinni og tveimur börnum. Benedikt er mikill íþróttaáhugamaður enda starfar hann sem íþróttafréttamaður. Nú þegar líður að aðventunni þótti okkur tilvalið að heyra í Benedikt og forvitnast um hvernig jólaundirbúningnum er háttað hjá honum og fjölskyldu hans. Nafn: Benedikt Grétarsson Búseta: Hrauntunga 26, Hafnarfirði Fjölskylduhagir: Ein prýðileg kona og tvö indæl börn Ertu jólabarn? Hefðir þú spurt mig fyrir 25-30 árum, hefði ég gefið sjálfum mér 9,5 í jólabarna-einkunn. Núna er ég í 7,5. Ég vonast samt til að komast aftur í...

Read More

Jólaþorpið opnar á föstudagskvöld

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda...

Read More

Bjóðum heim á aðventunni

Árdís Ármannsdóttir er samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar og meðal þeirra fjölmörgu sem koma að skipulagningu og framkvæmd Jólaþorpsins. Hún er sveitastelpa sem ætlar sér að verða Hafnfirðingur og hvetur Hafnfirðinga til að bjóða heim í hátíðarkaffi og nýta Jólaþorpið sem vettvang til skemmtilegra menningarferða á aðventunni. Árdís er fædd og uppalin á Myrkárbakka í Hörgárdal í faðmi djáknans á Myrká og undir Hraundranga Hörgárdalsmegin. „Ég var í Þelamerkurskóla öll mín grunnskólaár, útskrifaðist 1997 frá Menntaskólanum á Akureyri og eftir það lá leið mín bæði til Austurríkis þar sem ég vann og brettaði í tæpt ár í góðra vina hópi og til...

Read More

Með jólaþorp í gluggakistunni

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og móðir hennar Sigríður Kolbrún Oddsdóttir hafa safnað jólahúsum um árabil og hafa bætt við húsi á hverju ári síðan 1998 með nokkrum undantekningum þó. Margrét á 13 hús og Sigríður 20 hús. Það örlar á samkeppni á milli þeirra þó að þær viðurkenni það nú ekki mæðgurnar. „Mamma er flugfreyja þannig að hún átti alltaf auðveldara með að ná sér í hús. Svo er hún búin að svindla tvisvar þess vegna á hún tuttugu hús á þessum átján árum“, segir Margrét greinilega full öfundar. Þær hafa keypt húsin frá Department 56 en þar hægt...

Read More