Flokkur: Athyglisvert

Vígði sveppinn í Suðurbæjarlaug

Þórey Gunnarsdóttir er 36 ára, fædd árið 1981. Hún á tvö börn, strák sem er fæddur 2008 og stelpu fædda 2013. Þórey er förðunar-, nagla- og snyrtifræðingur og vinnur í Blue Lagoon Spa í Reykjavík. Þorey er Snappari vikunnar. Ég hef búið í Hafnarfirði frá tveggja ára aldri og var fyrstu tvö grunnskólaárin í Víðisstaðaskóla en fór svo í Setbergsskóla og var þar fyrsta árið sem sá skóli starfaði. Það er nú gaman að segja frá því að minn bekkur vígði sveppinn í Suðurbæjarlaug. Ég og kærastinn minn erum núna á fullu í framkvæmdum á heimilinu og erum gjörsamlega...

Read More

Gott og traust tengslanet

Fyrirtækið Rekstrarumsjón var stofnað í maí og er það er nátengt öðru hafnfirsku fyrirtæki, GS múverk, sem hefur verið í byggingarbransanum síðan árið 1991. Þetta er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í nær öllum Kraganum. Rekstrarumsjón hélt opnunarteiti í liðinni viku að Dalshrauni 11 (við hliðina á Slippfélaginu) og þar spjölluðum við við eigandann, Helgu Soffíu Guðjónsdóttur. „Foreldrar mínir, Guðjón Snæbjörnsson og Soffía Björnsdóttir, eiga fyrirtækið GS múrverk og við vildum búa til aðeins meira fjölskyldufyritæki og víkka það út í húsfélagaþjónustu. Við erum að sinna húsfélögum og einnig ýmsu tengdu útleigu fasteigna til einstaklinga og lögaðila. Við höfum reynslu...

Read More

Gunnari veitt viðurkenning á Degi íslenskrar tungu

Hin árlegu Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af degi íslenskrar tungu voru afhent Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í dag. Auk þess var veitt ein viðurkenning fyrir störf í þágu íslenskrar tungu og hlaut hafnfirskri rithöfundurinn Gunnar Helgason viðurkenninguna í ár. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Vigdísi verðlaunin og í greinargerð ráðgjafanefndar segir: „Vaknaðu Þyrnirós heitir ein af smásögunum í Tíu myndir úr lífi þínu, fyrstu bók Vigdísar Grímsdóttur (f. 1953) frá árinu 1983, sem þá þegar hafði vakið athygli fyrir ljóð í ýmsum tímaritum. Vaknaðu Þyrnirós er smásaga sem hefst á ljóði með hvatningarorðum...

Read More

Hafnfirskir barnabókahöfundar á Hringbraut

Í þættinum MAN á Hringbraut í gærkvöldi var m.a. rætt við hafnfirsku rithöfundana Gunnar Helgason og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur um mikilvægi lesturs hjá börnum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu en hér er þátturinn í heild sinni. MAN v.46 Margrét Erla Maack leiðir áhorfendur í allan sannleikann um burlesque, rithöfundarnir Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir ræða mikilvægi lesturs og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar kíkir í spjall.MAN alla miðvikudaga kl. 21:00 Posted by Hringbraut on 15. nóvember...

Read More

Síðustu dagar sýningar Karels á Hrafnistu

Nú fer að styttast í lok myndasýningar Karels Ingvars Karelssonar í menningarsal Hrafnistu hér í bæ, en henni lýkur 21. þessa mánaðar. Þar er um að ræða myndir af öllum sem heiðraðir hafa verið á sjómannadaginn í Hafnafirði frá upphafi, ásamt nöfnum þeirra.  Sýningin hefur hefur vakið heilmikla eftirtekt og ánægju enda eru margir tengdir því ágæta fólki sem prýðir myndirnar. Fjarðarpósturinn heyrði í Karel, sem verið hefur í undirbúningsnefnd sjómannadagshátíðarinnar áratugum saman. Hann vildi láta vita að sýningunni lýkur fljótlega, ef einhverjir skyldu vilja njóta hennar áður. Á forsíðumynd eru þeir aðilar sem heiðraðir voru í ár. Halldór...

Read More