Flokkur: Athyglisvert

Elfa Dögg leiðir framboðslista VG

Þriðji listi VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí, Hafnarfjarðarlistinn, var samþykktur í gærkvöldi. Núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, er oddviti Hafnarfjarðarlistans, sem sjá má hér í heild sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG.  Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018. Samþykktur á félagsfundi þann 19. mars 2018. 1. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi 2. Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður 3. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur í framhaldsskólamálum 4. Júlíus Andri Þórðarson, laganemi 5. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, hjúkrunarnemi 6. Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins 7. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi 8. Daníel E. Arnarsson,...

Read More

„Það töff að týna rusl“

„Þessi hugmynd vaknaði fyrsta dag sólar í þarsíðustu viku og fannst okkur tilvalið að blása til göngu sem hefði það m.a. að markmiði að týna rusl í nærumhverfi okkar; tölta um fallega Fjörðinn okkar með tilgangi,“ segir Árdís Ármannsdóttir, sem ásamt hópi vinkvenna sem eru í barnsburðarleyfi tóku sig til og tíndu rusl á leið sinni um bæinn. Þær hittast einu sinni í viku. Árdís segir að hópurinn stefni að því að vera á fleygiferð með vagninn um Fjörðinn þegar sólin fer að sýna sig oftar og lengur. „Hér eftir verður ekki farið út að ganga nema með ruslapoka...

Read More

Fálkarnir bjóða í vítaspyrnukeppni við bókasafnið

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði var sett í morgun þriðja skiptið. Hátíðin í ár er helguð Guðrúnu Helgadóttur, rithöfundi og Hafnfirðingi.  Guðrúnu þarf vart að kynna fyrir nokkrum núlifandi íslendingi en titlar hennar telja á þriðja tug verka auk fjögra leikrita eða leikverka. Þannig öðlaðist hún sinn sess í  sem einn ástsælasti rithöfundur okkar tíma. VÍTI Í VESTMANNAEYJUM OG JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Í BÍÓ Um helgina heldur veislan áfram en sérstök áhersla er á þá höfunda sem nú búa í Hafnarfirði eins og Gunnar Helgason leikara og rithöfund sem býr í Hafnarfirði. Það vill svo skemmtilega...

Read More

„Gott að eldast í Hafnarfirði“

Það var 26. mars 1968 sem 20 framsýnir borgarar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara í bænum. Í dag heitir það Félag eldri borgara í Hafnafirði, fjöldi félaga er kominn yfir 1500 og starfsemin er á þremur stöðum í bænum. Við ræddum við Valgerði Sigurðardóttur, 9. formann félagsins, en hún hefur sinnt því hlutverki undanfarin tvö ár. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Uppleggið hjá félögum þess var að byggja upp íbúðir fyrir aldraða, setja á stofn dvalarheimili og...

Read More

Iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri byggð

Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld og var viðburðurinn einnig í beinni útsendingu á vefnum. Stöð 2 fór vel ofan í saumana á málinu í kvöldfréttum.  Fullur salur var á kynningunni í Bæjarbíói og því mikill áhugi bæjarbúa á að kynna sér þessar fyrirhuguðu breytingar. Hér er fundurinn í heild sinni: Posted by Hafnarfjarðarbær on 14. mars...

Read More