Flokkur: Athyglisvert

Jóhanna Guðrún og Max sigruðu

Hinn afar fjölhæfi Hafnfirðingur, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov, sem kennir dans hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, stóðu uppi sem sigurvegarar í Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld. Vísir greinir frá.  Í þætti kvöldsins dönsuðu Jóhanna og Max Paso Doble og Sömbu og fengu tíu frá öllum þremur dómurum þáttarins fyrir báða dansana. Einkunnir dómara giltu þó ekki í úrslitaþættinum heldur voru það atkvæði áhorfenda í símakosningu sem skáru úr um sigurvegarana. Áhorfendur kunnu þó einnig best að meta Jóhönnu Guðrúnu og Max og því sigruðu þau í keppninni. Eins og margir vita á...

Read More

Glæsilegur árangur hjá DÍH

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar fékk 3 bikarmeistaratitla af 4 mögulegum ásamt fjölda Íslandsmeistaratitla og sigra í danskeppni sem haldin var um síðustu helgi í Íþróttamiðstöð Álftaness. Eingöngu kennarar frá DÍH verða í lokaþætti Allir geta dansað. Dansíþróttasamband Íslands sem hélt Íslandsmótið og sjö erlendir dómarar dæmdu. „Mikil ásókn hefur verið og uppsveifla í dansi að undanförnu og þökkum við það m.a. dansþáttunum á Stöð 2, Allir geta dansað,“ segir Auður Haraldsdóttir danskennari hjá DÍH. „Við áttum upphaflega 9 af 10 dönsurunum sem byrjuðu í þáttunum, en nú eru 4 danspör eftir sem keppa til úrslita næstkomandi sunnudag og erum við svo...

Read More

Endurgjöfin er eldsneyti mitt

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður og Hafnfirðingur hlaut viðurkenninguna Hvunndagshetjan þegar Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt fyrir skömmu. Guðmundur hefur í starfi sínu leitað að týndum börnum undanfarin fjögur ár og það hefur verið meira en nóg að gera hjá honum. Við hittum Guðmund og ræddum við hann um starfið hans og hugsjónirnar, en honum er m.a. afar annt um fugla og eldri borgara. „Ég viðurkenni að það er dálítið sérstök tilfinning að fá viðurkenningu fyrir að vinna vinnuna mína, jafnvel þótt ég sé að gera meira en ég á að gera. Það er bara í eðli mínu. En það er alltaf...

Read More

Sendi þingmönnum bréf í kjölfar umferðarslyss

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar sendi eftirfarandi tölvupóst á þingmenn Suðvesturkjördæmis og Samgönguráðherra í gær í kjölfar enn eins alvarlegs umferðaslyssins á Reykjanesbrautinni á dögunum. Það var á hinum þekkta slysakafla innan Hafnarfjarðar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Bæjarstjórinn hefur sent sama hóp ítrekað pósta um alvarlegt ástand þessa vegkafla.   Samgönguráðherra og þingmenn Suðvesturkjördæmis, Vísað er í fyrri bréf og pósta til ykkar varðandi þetta brýna hagsmunamál okkar Hafnfirðinga. Enn eitt alvarlegt umferðarslys varð í síðustu viku á Reykjanesbrautinni innan Hafnarfjarðar á vegkaflanum frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg.  Um er að ræða hluta af Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar...

Read More

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang opnar í haust

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi standa nú sem hæst og stefnd er að því að fyrstu heimilismenn flytji þar inn í nóvember.  Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili sem gert er ráð fyrir að tilbúið verði til notkunar um mitt ár 2018. Hugmyndir eru uppi um áframhaldandi nýtingu á núverandi húsnæði Sólvangs í þágu eldri borgara í sveitarfélaginu auk þess að reka þar hjúkrunarheimili. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lagt ríka áherslu á að Sólvangur verði miðstöð fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara og í verkefnastjórninni hefur ríkt þverpólitísk samstaða. Verkefnastjórn hjúkrunarheimilisins ásamt bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskylduþjónustu og...

Read More