Flokkur: Athyglisvert

Mikilvægt að hlusta og miðla

Haraldur L. Haraldsson tók við stöðu bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í ágúst 2014 eftir að hafa um árabil sérhæft sig í greiningu og rekstri fyrirtækja og sveitarfélaga og komið að mörgum slíkum verkefnum. Hann var ráðinn í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga og var það forgangsverkefni hans fyrstu tvö árin að fylgja eftir stefnu núverandi meirihluta um að  endurskipuleggja rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Þremur árum eftir að Haraldur tók við er sveitarfélagið farið að skila rekstrarafgangi og náði að fara undir skuldaviðmið íslenskra sveitarfélaga. Þar með losnaði sveitarfélagið einnig undan viðjum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Hjá Hafnarfjarðarbæ starfar gott fólk í umhverfi stöðugra...

Read More

Hátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefst í kvöld

„Ég vil nýta bílastæðin fyrir aftan Tilveruna og Bæjarbíó. Það er torgið sem við eigum að nota. Það er svo skjólsælt. Þarna ætla ég að halda hátðína Hjarta Hafnarfjarðar næstu árin og fá hingað 10.000 manns,“ segir Páll Eyjólfsson (Palli Papi, m.a.) sem fékk hugmyndina að hátíðinni og er aðalskipuleggjandi hennar. Páll er ánægður með að Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar og bærinn sýndu þessu áhuga og að rífa bæjarlífið upp. „Þau hafa gert það af metnaði og myndarskap.“ Uppselt er í kvöld en enn er hægt að nálgast dagpassa á föstudags- og laugardagskvöld á...

Read More

Vafraði í símanum og velti bíl

Bíll valt á mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar í morgun. Engin slys urðu á fólki en nokkrar tafir urðu á umferð. Samkvæmt upplýsingum lögreglu segist maðurinn hafa vafra á netinu við akstur sem hafði þessar afleiðingar. RÚV greinir frá. Þar segir einnig að lögregla brýni fyrir ökumönnum að hafa athyglina við aksturinn og láti símann í friði rétt á meðan ekið er. Mynd: Nálægt gatnamótunum þar sem veltan átti sér...

Read More

Miklar breytingar í þjónustu á Sólvangi

Minni þjónustutími hefur vakið athygli skjólstæðinga heilsugæslunnar Sólvangi í sumar og Fjarðarpósturinn leitaði svara hjá Heiðu Davíðsdóttur, svæðisstjóra og fagstjóra hjúkrunar, sem upplýsti um ástæður og fyrirkomulag þjónustunnar.  „Heilsugæslan Sólvangi býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar og ein af þeim er síðdegismóttaka heilsugæslunnar sem nú er opin alla virka daga frá kl. 16-18. Á þessu ári hefur þjónusta stöðvarinnar tekið töluverðum breytingum eins og með auknum fjölda samdægurstíma hjá heimilislæknum, lyfjaendurnýjun og afgreiðslu skólavottorða daglega frá kl. 9-11:30 auk fjölbreyttum móttökum hjúkrunarfræðinga,“ segir Heiða og ennfremur að til langs tíma hafi kvöldmóttaka verið opin á heilsugæslunni Sólvangi...

Read More