Flokkur: Athyglisvert

Minnir samborgara á viðkvæman jarðveg

„Nú er gras í súpu og sárum eftir flóð síðustu daga og jarðvegur viðkvæmur. Mikið væri indælt ef bílstjórar myndu ekki leggja á grasi,sem margir gera. Þetta er ljótt að sjá,“ segir Agnes Reynisdóttir, íbúi við Bjarkavelli, á íbúasíðu hverfisins. Við heyrðum í Agnesi vegna þessarar mikilvægu áminningar hennar til samborgara sinna.  „Þetta vandamál, að bílum sé lagt á grasi við bílastæði, er ekki bundið við þessa götu eingöngu. Það eru fleiri blettir í nágrenninu illa farnir en þetta er skelfilegt,“ segir Agnes og bætir við að á meðan frost var í jörðu hafi daglega verið lagt á þessum stað....

Read More

Margrét Vala sækist eftir 3.- 5. sæti

Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Reykjadals, þar sem Styrkarfélag lamaðra og fatlaðara rekur sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni, sækist eftir 3.-5. sæti á lista Framsóknar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum.  Margrét Vala er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Margrét Vala telur mikilvægt fyrir sveitarfélög að bæta og auka þjónustu sína við einstaklinga með fötlun.  Einnig sé brýnt að lækka kostnað barnafólks í Hafnarfirði en nýleg samantekt sýndi að Hafnarfjörður er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu. ,,Ég hef lengi haft áhuga á því að fara í framboð og hafa...

Read More

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði

Framsókn og óháðir bjóða fram í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim.  Á fundi fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Hafnarfirði var samþykkt að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum undir merkjum Framsóknar og óháðra. Markmið framboðsins er að lækka álögur á fjölskyldufólk, auka þjónustu, stuðla að meiri sátt og vinna að auknu samstarfi milli kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista. Uppstillinganefnd hefur verið skipuð og hefur þegar hafið störf. Óskað er eftir framboðum á lista Framsóknar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og skal framboðum skilað inn á netfangið xbohadir@gmail.com fyrir kl. 12...

Read More

Logi og Ingvar á árlegu bjórkvöldi Lions

Föstudaginn 2. mars, heldur Lionsklúbburinn Ásbjörn sitt árlega bjórkvöld. Þessi viðburður er ein aðalfjáröflun klúbbsins og hefðin hófst fyrir 29 árum, eða þegar bjórinn var leyfður. „Við leggjum áherslu á að halda þetta kvöld á þeim degi sem er næstur 1. mars ár hvert, eða fyrsta föstdag marsmánaðar hvert ár,“ segir Gissur Guðmunsson, einn stjórnenda klúbbsins.  Myndirnar þrjár eftir Tolla sem boðnar verða upp.  Á bjórkvöldið koma að meðaltali um 200 gestir og segir Gissur að boðið verði upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Madda kokks og fyrsta flokks veisluhöld. Þrjú verk eftir myndlistarmanninn Tolla verði boðin upp og...

Read More

Íbúafundur í Setbergi vegna innbrotafaraldurs

Innbrotafaraldur hefur herjað á Setbergshverfið í vetur eins og önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu og eru margir íbúar þar uggandi og finna fyrir óöryggi. Eftir samskipti á íbúasíðu hverfisins á Facebook var blásið til íbúafundar sem verður haldinn 1. mars. Við spurðum Kristínu Thoroddson, íbúa í Setbergi og eina af þeim standa að fundinum, út í hann. „Íbúar Setbergsins eru með íbúasíðu og á henni hafa að undanförnu skapast umræður um innbrotin og stendur íbúum ógn af þeim. Við viljum vita hvernig og með hvaða hætti við getum varið okkur, hvaða mildunaraðgerðir eru mögulegar og með hvaða hætti við getum...

Read More