Flokkur: Athyglisvert

Fallegir litir og handverk fyrir heimili

Á jarðhæð gömlu Kaupfélagsblokkarinnar við Miðvang fer fram metnaðarfull handverksvinna þriggja kvenna, þeirra Brynju R. Guðmundsdóttur, Herborgar Sigtryggsdóttur og Friðbjargar Kristmundsdóttur. Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn til Mýró. Áður fyrr var rekin margs kyns þjónusta á þessum stað, s.s bakarí, apótek og sjoppa og var þá töluverður umgangur. Þá var Kaupfélagið eða Samkaup í húsnæðinu við hliða, þar sem Nettó er núna. „Í þessu 167 fm húsnæði fer fram heilmikil framleiðsla. Við erum þrjár með aðstöðu og ein okkar, Herborg, er með herbergi inn af stóra rýminu. Hún rekur sitt eigið fyrirtæki, Handíðir.is og er með opið 1 laugardag í...

Read More

„Oft mestu djásn heimilisins“

Eftir að Margrét Sævarsdóttir lauk fæðingarorlofi sl. haust gafst hún upp á að tilkynna sig sem heima með veikt barn á nýjum vinnustað og ákvað að bjóða upp á leirnámskeið fyrir krakka. Margrét er grunnskólakennari að mennt og reynsla hennar sem myndlistarkennari sýnir að leir er langvinsælastur meðal krakka.   „Ég er vel rúmlega búin í fæðingarorlofi og þá er til siðs að fara að vinna aftur. Litla stelpan mín er gjörn á að næla sér í allar umgangspestir og í stað þess að mæta stopult ákvað ég að bjóða upp á þetta leirnámskeið. Ég hef verið svo heppin...

Read More

Bók sem varð til á 60 árum

Sigurður Hallur Stefánsson lögfræðingur starfaði sem dómari frá tuttugu og fimm ára aldri til sjötugs, m.a. í Hafnarfirði og síðustu rúm sextán árin sem héraðsdómari í Reykjavík. Fljótlega kemur út kvæðabókin Lífsblóm eftir Sigurð, en efni bókarinnar varð til á sextíu ára tímabili, allt frá því hann var sautján ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta er fyrsta bók Sigurðar.  „Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hef alið hér allan minn aldur. Foreldrar mínir voru þau Stefán Jónsson og Ragnheiður Hulda Þórðardóttir. Eiginkona mín er Inga María Eyjólfsdóttir og eignuðumst við tvo syni, Eyjólf Rúnar, sem andaðist...

Read More

Heilsueflandi spilastokkar inn á öll heimili

Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur nú í samstarfi við hagsmunaaðila mótað heilsustefnu. Liður í aukinni heilsueflingu er að benda íbúum og öðrum áhugasömum á þá möguleika sem eru til staðar í Hafnarfirðinum fagra. Hafnfirðingar búa í náttúruparadís og eru tækifæri í kringum bæinn til útivistar, heilsueflingar og afþreyingar fjölmörg. Þessi spilastokkur sem sendur er til allra hafnfirskra heimila og fyrirtækja inniheldur 52 hugmyndir af heilsueflandi afþreyingu allt árið um kring. Listinn er langt frá því að vera tæmandi heldur einfaldlega nokkrar góðar og heilsueflandi hugmyndir fyrir fjölskyldur og vini....

Read More

Ókeypis erindi um stjúptengslamál

Félag stjúpfjölskyldna í samstarfi við Fræðsluráð Hafnarfjarðar býður upp á erindið „Sterkari stjúpfjölskyldur – helstu áskoranir“ þann 16. nóvember frá kl. 17 til 19.00 í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skráning er hafin á stjuptengsl@stjuptengsl.is Stjúpfjölskyldur, þar sem annar eða báðir aðilar sem til hennar stofna eiga barn/börn úr öðrum samböndum, eru algengar hér á landi. Rannsóknir benda til að þær eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir margbreytileika þeirra. Farið verður yfir helstu áskoranir stjúpfjölskyldna og hvernig megi takast á við þær. Erindið er öllum opið og hentar foreldrum, stjúpforeldrum, stjúp/ömmum og öfum, frænkum, frændum, vinum, ungmennum...

Read More