Flokkur: Athyglisvert

Biðlistar í gítar- og trommunám

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur víða um land fyrir skömmu og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru fjölmargir tónleikar í boði og þétt dagskrá. Þá fengu gestir að prófa ýmis hljóðfæri hjá kennurum skólans og mátti sjá efnilegt tónlistafólk sýna bæði áhuga og óvænt tilþrif. Þegar Fjarðarpósturinn ræddi við starfsfólk skólans fengust þær upplýsingar að biðlisti er í bæði gítar- og trommunám, en það eru afar vinsæl hljóðfæri um þessar mundir og hafa verið undanfarin ár.  Myndir: OBÞ                                ...

Read More

Jákvæð teikn á lofti með Sólvang

Framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Sólvangi ganga vel að sögn Helgu Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa og formanns Umhverfis- og framkvæmdaráðs og formanns starfshóps um byggingu nýs hjúkrunarheimilis, þó verkið sé nokkuð á eftir áætlun. Það helgist aðallega af því að að verktaki hóf verkið seinna en reiknað var með og þurft hafi að brjóta meiri klöpp en útreikningar gerðu ráð fyrir. Verkefnastjórn um bygginguna hafi lagt fast að verktakanum, Munk Ísland, að vinna upp þessa seinkun á næstu vikum og vonir standi til að það verði gert. Upphaflegur samningur við ríkið gerði ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær myndi byggja og reka...

Read More

Starfsfólk bæjarins og verktakar berjast við vatnselgi

Vatnselgur hefur verið víða um höfuðborgarsvæðið í dag í kjölfar lægðar og leysinga og er Hafnarfjörður þar engin undantekning. Lokað hefur þurft nokkrum leiðum um hringtorg og víðar vegna djúpra polla sem þar hafa myndast.   Fjarðarpósturinn hafði samband við Einar Bárðarson, samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, og spurði hvað bæjaryfirvöld eru að gera í þessum málum: „Við erum bæði með okkar starfsfólk og verktaka á okkar vegum á fullu að losa um þetta. En þetta eru algjörar öfgaaðstæður á stóru svæði sem koma upp sjaldan á ári því illviðráðanlegt. Fólk var varað við veðrinu og að þetta myndi gerast. Almenningi var...

Read More

Styrkja samskiptahæfni nemenda

Hafnarfjarðarbær skrifaði nýverið undir samning við þjálfunarfyrirtækið KVAN sem miðar að því að efla samskiptahæfni nemenda. Í þeim tilgangi fá grunnskólakennarar í 5. eða 6. bekk fræðslu á námskeiði sem gengur undir heitinu Verkfærakistan, en það hófst í byrjun mánaðarins. KVAN stendur fyrir kærleik, vinátta, alúð og nám og hefur fyrirtækið unnið í mörg ár að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að þjálfun, fræðslu og menntun ungs fólks, fagaðila, stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja. Markmið bæjaryfirvalda með því að bjóða upp á þessa fræðslu fyrir alla grunnskóla er að fjölga þeim verkfærum sem kennurum og skólum standa til boða til að vinna með samskipti...

Read More

Plast má fara í gráar tunnur 1. mars

Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars nk. sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.  Gæta skal þess að halda plastinu frá öðru sorpi í lokuðum pokum þannig að tæki Sorpu geti flokkað plastið frá skilvirknislega. Ekki mun þurfa neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka. Þannig geta íbúar notað innkaupapoka og aðra plastpoka sem falla til á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og...

Read More