Flokkur: Athyglisvert

Styrkir fóru til til sönghátíðar og orgelplötu

Úthlutun á styrkjum úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur fór fram í Friðriksstofu í Bókasafni Hafnarfjarðar 2. febrúar síðastliðinn. Tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; Sönghátíð í Hafnarfirði og Leikið á orgel í Hafnarfjarðarkirkju. Fjarðarpósturinn var á staðnum og fangaði augnablikin.  Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri afhendir Guðmundi Sigurðssyni styrkinn.  Bæði verkefnin hlutu styrk að fjárhæð kr. 360.000. Fyrir hönd Guðrúnar Ólafsdóttur söngkonu, sem heldur utan um Sönghátíðina, tók móðir hennar Signý Pálsdóttir við styrknum. Signý sagði að Guðrún kæmi til landsins í maí og yrði hér í kringum hátíðina. Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, tók við styrknum fyrir...

Read More

Glittir í flutning rafmagnslína frá Völlunum

Um helgina birtist auglýsing í fjölmiðlum frá Landsneti um útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði, ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Það eru fyrstu merki um þær framkvæmdir frá því að uppbygging hófst á Völlunum í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  „Þetta er mikill áfangi fyrir Hafnarfjörð. Við höfum barist fyrir þessu frá því að byrjað var að byggja á Völlunum. Lítið hefur hreyfst og málið er orðið virkilega aðkallandi og áríðandi fyrir bæjarfélagið og íbúa þess að sjá aðgerðir og fyrir endann á færslu línanna úr byggð og nánast úr húsagörðum hjá fólki“,...

Read More

Jónsi gefur knús og margt fleira

Laugardaginn 17. febrúar mun Dýrahjálp Íslands standa fyrir kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 (húsið ská á móti Dýraspítalanum í Garðabæ). Starf Dýrahjálpar verður kynnt, sérstaklega verður tekið fyrir fósturheimilastarfið sem og umsjónaraðilastarfið og hægt verður að ræða við núverandi sjálfboðaliða sem hafa starfað á þessum sviðum. Fólk er hvatt til að kynna sér þessi gefandi og bráðskemmtilegu störf innan Dýrahjálpar og jafnframt skráð sig sem sjálfboðaliða ef það vill taka þátt í gleðinni. Einnig verður á staðnum basar þar sem hægt verður að gera góð kaup á ýmsum varningi sem félagið hefur fengið að gjöf frá einstaklingum og fyrirtækjum og...

Read More

Læsi og jafnrétti

Umfjöllun um læsi og slakar niðurstöður skimana í lestri á landsvísu sem og annars staðar í heiminum er ekki ný til komin og því síður umfjöllun um slakan árangur drengja. Fjöldinn allur af fagfólki hefur fjallað um kosti og galla mismunandi nálgana í lestrarkennslu, greint frá því sem það telur mikilvægt og enn aðrir látið áhyggjur sínar í ljós. Eins hafa foreldrar, kennarar sem og annað fagfólk lagt sitt á vogarskálarnar svo vel megi vera. Hvort sem það er hvatning foreldra í heimalestri, fagvitund kennara í kennlustofunni eða ígrundun fagfólks í þeirri áætlunargerð sem fram hefur farið á vegum...

Read More

Hellisbúinn sýndur í 53 löndum

Systkinin Sigyn, Signý og Óskar Eiríksbörn, ásamt föður sínum Eiríki Óskarssyni og Jóni Tryggvasyni og lögðu saman í púkk og veðjuðu sannarlega á réttan hest árið 2000 þegar þau stofnuðu fjölskyldufyrirtækið Leikhúsmógulinn (Theatre Mogul). Sama ár hóf fyrirtækið fyrstu framleiðslu sína, leikritið Hellisbúann, í Þýskalandi. Það hefur heldur betur undið upp á sig því í dag er Hellisbúinn sýndur á 4000 stöðum á heimsvísu og hefur hlotið fjölda verðlauna og er nú búin að flytja höfuðstöðvar sínar í gamla sjálfstæðishúsið við Strandgötu. Við spjölluðum aðeins við Óskar um ævintýrin.   Hellisbúasettið í Johannesarborg í Suður Afriku, þar hefur Hellisbúinn gengið...

Read More