Flokkur: Athyglisvert

Bike Cave hefur opnað í Hafnarfirði

Á dögunum opnaði nýr veitingastaður, Bike Cave, í Hafnarborg þar sem áður var Íslenska kaffistofan og Gló. „Síðan opnað var hefur allt gengið framar vonum enda ekki við öðru að búast af Hafnfirðingum,“ segir Stefán Bachmann Karlsson eigandi staðarins. „Ég er sonarsonur Svenna í Brautarholti, barnabarnabarn Vilborgar í Reykholti og er Hafnfirðingur í þrjá ættliði í það minnsta. Það er því óhætt að segja að ég sé í grunninn lækjarsullari eins og forfeðurnir. Ég bjó fyrsta árið á efri hæðinni að Lækjargötu 9 og fluttist síðan í Lækjarkinn 2. Eitthvað bjó ég uppi á Hrauni og eins nokkur ár...

Read More

Með jólaþorp í gluggakistunni

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og móðir hennar Sigríður Kolbrún Oddsdóttir hafa safnað jólahúsum um árabil og hafa bætt við húsi á hverju ári síðan 1998 með nokkrum undantekningum þó. Margrét á 13 hús og Sigríður 20 hús. Það örlar á samkeppni á milli þeirra þó að þær viðurkenni það nú ekki mæðgurnar. „Mamma er flugfreyja þannig að hún átti alltaf auðveldara með að ná sér í hús. Svo er hún búin að svindla tvisvar þess vegna á hún tuttugu hús á þessum átján árum“, segir Margrét greinilega full öfundar. Þær hafa keypt húsin frá Department 56 en þar hægt...

Read More

Óperusöngkona sér um fræðslustarfið í Hafnarfjarðarkirkju

Erla Björg Káradóttir er uppalin í Garðabæ. Hún er grunnskólakennari að mennt en lærði síðan óperusöng bæði hér heima og í Austurríki. Einnig er hún söngkennari og markþjálfi. Samhliða þessu hefur hún starfað mikið í barna-og æskulýðasstarfi hjá Þjóðkirkjunni og KFUM og K. Erla Björg tók við sem fræðslu- og æskulýðsfulltrúi hjá Hafnarfjarðarkirkju nú í haust. „Ég sé mest um barna- og unglingastarfið en kem einnig að fræðslukvöldum og öðrum viðburðum. Ég sé til að mynda um foreldramorgnana, þar sem foreldrum ungra barna gefst tækifæri til að hittast, spjalla saman og deila reynslu sinni. Einu sinni í mánuði fáum...

Read More