Flokkur: Athyglisvert

Lundur í Hellisgerði tileinkaður Stefáni Karli

Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, kom leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni á óvart í frumsýningarveislu Með fulla vasa af grjóti, sem fram fór í gærkvöldi. Lundur í Hellisgerði verður tileinkaður Stefáni Karli sem mun gróðursetja þar tré á næstunni.  Ari dró fram myndaramma með mynd úr Hellisgerði í Hafnarfirði og tilkynnti Stefáni Karli að hann hefði haft samband við bæjarstjórann í Hafnarfirði, Harald L. Haraldsson, og að viðeigandi aðilar innan bæjarins hafi samþykkt að lítill lundur í Hellisgerði verði tileinkaður Stefáni Karli. „Á þessum fallegasta stað Hafnarfjarðar þar sem bæði ég lék mér svo oft sem barn og líka pabbi minn, Stefán...

Read More

Bæjarstjórnin styður aukna þjónustu Strætó bs.

Stjórn Stræó BS samþykkti í síðustu viku til­lögu sem fel­ur í stóraukna þjónustu við farþega Strætó bs. Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka leiðum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar bókaði í gær einróma og afgerandi stuðning við tillögur stjórnar Strætó bs. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi um ára­mót­in en end­an­leg ákvörðun er í hönd­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH). Fái til­lag­an samþykki SSH verður ekið á næt­urn­ar um helg­ar á leiðum 1 til 6. Ennþá á eftir að klára út­færslu­atriði eins og hvort vagn­arn­ir keyri leiðirnar á...

Read More

Spjall og „selfís“ á Ljósanótt

Hafnfirska listamanninn og stórsöngvarann Björgvin Halldórsson þarf varla að kynna fyrir bæjarbúum. Sýningin Þó líði ár og öld opnaði í byrjun árs í Hljómahöll í Reykjanesbæ, þar sem finna má fjölda gripa úr eigu Björgvins, auk þess sem saga hans er sögð á ýmsan hátt. Björgvin mun skella sér í hlutverk safnvarðar á eigin sýningu á Ljósanótt og gefa gestum kost á spjalli og „selfís“. Hér er saga Björgvins rakin í máli og myndum. Gestir setja á sig heyrnartól og ferðast aftur í tímann. „Hugmyndin varð til vegna þess að það verður alltaf góð traffík í Hljómahöll á Ljósanótt....

Read More

Opið hús í St. Jósefsspítala á laugardag

Laugardaginn 2. september næstkomandi verður boðið upp á opið hús í St. Jósefsspítala á milli kl. 13 og 15. Boðið verður upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíð húsnæðisins. Hafnarfjarðarbær hefur eignast allt húsnæðið sem er 3.000 fermetrar og skuldbundið sig til að reka almannaþjónustu í húsinu a.m.k. næstu 15 árin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala leggur mikla áherslu á að fá hugmyndir frá bæjarbúum og hefur verið opnuð netgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum á framfæri við hópinn....

Read More