Flokkur: Athyglisvert

Hestur í fóstur hjá Íshestum

Fyrirtækið Íshestar er staðsett við Sörlaskeið rétt utan við Kaldárselsveg hér í bæ. Íshestar voru stofnaðir árið 1982 og er því eitt elsta starfandi félag í þessari grein hérlendis, er þekkt vörumerki og hefur verið leiðandi á markaðnum. Íshestar bjóða upp á sívinsæl námskeið sem heita Hestur í fóstur. Við kíktum í heimsókn og skoðuðum aðstæður. Margrét Gunnarsdóttir, sem sér um rekstur hesthúss, og dóttir hennar Embla Eir Stefánsdóttir. Glæsileg Hestamiðstöð Íshesta var opnuð árið 2000. Námskeiðin Hestur í fóstur eru upplögð fyrir börn sem hafa áhuga á hestum en hafa ekki hest né aðstöðu til að fara á...

Read More

Fataklefinn varð geimur

Nemendur og starfsfólk á leikskólanum Arnarbergi gerðu sér lítið fyrir og breyttu fataklefa í geim með öllu tilheyrandi á Degi leikskólans í síðustu viku. Fjarðarpósturinn leit við og ræddi stuttlega við Aðalheiði Elínu Ingólfsdóttur sem er starfsmaður leikskólans og hugmyndasmiður þemans í ár. Einnig var sjávarþema í annarri deild og búið var að skreyta utandyra líka.  Hversu miklu máli skiptir leikskóladagurinn? „Mér finnst hann skipta miklu máli og gaman að börnin geti föndrað, skapað og valið sér þema. Það væri samt gaman ef allir leikskólar kæmu sér saman um þema. Við tókum okkur saman tvær deildir, Reitur og Krókur,...

Read More

Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss

Reykjanesbraut, á milli Suðurnesja og Hafnarfjarðar, hefur verið lokað vegna umferðarslyss á vegarkaflanum þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta bíla árekst­ur varð á Reykja­nes­braut um þrjú­leytið í dag og búið er að loka veg­in­um á milli Suður­nesja og Hafn­ar­fjarðar í báðar átt­ir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Árekst­ur­inn átti sér stað við af­leggj­ar­ann að Vog­um á Vatns­leysu­strönd. Lít­il slys urðu á fólki. Af­taka­veður er á Reykja­nes­braut­inni, fljúg­andi hálka, ekk­ert skyggni og hávaðarok. Lögreglan hefur ítrekað hvatt fólk til að halda sig heima við á meðan óveðrið gengur yfir. Töluvert er að gera hjá henni...

Read More

Gói Sportrönd laumaði sér í Eurovision

Hafnfirðingurinn Ingólfur Grétarsson, sem þekktastur er sem snapparinn Gói Sportrönd, geri sér lítið fyrir og laumaði sér inn í Söngvakeppni sjónvarpsins. Eða þannig lítur glænýtt myndband a.m.k. út á YouTube. Myndbandið hefur fengið mikla dreifingu á innan við sólarhring og vakið kátínu margra.  Í myndbandinu „syngur“ Gói lagið Ave Maria sem tónskáldið Franz Schubert samdi snemma á 19. öld. Eins og reglur söngvakeppninnar kveðja á um má lag sem tekur þátt ekki hafa heyrst áður og er þetta framlag Góa því miður ekki gjaldgengt. Gói fær þó vænt ‘high-five’ fyrir uppátækið og verður áhugavert að fylgjast með hvort myndbandið...

Read More

Fleiri grunnskólanemar vilja hádegismat

Þátttaka nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar í hádegismat hefur aukist í vetur. Þannig eru að jafnaði 75,5% nemenda í grunnskólunum sem eru að kaupa hádegismat, um 73% í fastri áskrift og nálægt 3% í lausasölu (dagval). Alls eru framreiddar rúmlega um 2.600 máltíðir á dag fyrir grunnskólanemendur í þeim sjö grunnskólum sem kaupa mat frá Skólamat ehf og rúmlega 3.500 nemendur sækja. Einn skóli, Áslandsskóli, er utan þessarra talna þar sem hann framreiðir sjálfur mat til nemenda og er þátttaka nemenda í hádegismat þar einnig góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Þetta er aukning á þátttöku frá því...

Read More