Flokkur: Athyglisvert

Þökkuðu fyrir sig með peningagjöf

Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar, Kórs Flensborgarskóla og Flensborgarkórsins fóru fram í troðfullum útkallssal Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fyrir skömmu og yfir 500 gestir mættu og hlýddu á tónlist úr þekktum kvikmyndum og tölvuleikjum. Þegar langt var liðið á tónleikana kölluðu stjórnendurnir, Hrafnhildur Blomsterberg og Rúnar Óskarsson, fulltrúa björgunarsveitarinnar „upp á svið“ og færðu sveitinni 100 þúsund króna styrk með þökkum fyrir lánið á húsnæðinu og óeigingjarna samvinnu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af meðfylgjandi myndum. Myndir: Olga Björt. Forsíðumynd: Fv. Brynjar Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, fulltrúi björgunarsveitarinnar, Rúnar Óskarsson, stjórnandi lúðrasveitarinnar, Hrafnhildur Blomsterberg, stjórnandi kóranna og tveir fulltrúar kóranna...

Read More

Róbert Ísak heimsmeistari

Róbert Ísak Jónsson, Firði, varð í nótt heimsmeistari í 200 metra fjórsundi á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Mexíkó.   Róbert Ísak háði harða baráttu við Cho Wonsang frá Suður-Kóreu en þeir keppa í flokki S14. Wonsang var með forystu eftir flug,- bak- og bringusundskaflan en Róbert náði honum á síðasta snúningi og stakk af í skriðsundinu og vann að lokum glæstan sigur.  Róbert Ísak kom í mark á 2:19,24 mínútum en þetta eru önnur verðlaun hans á mótinu því hann nældi einnig í silfurverðlaun á fyrsta keppnisdegi HM í Mexíkó. Mynd:...

Read More

Málstofa um snemmtæka íhlutun í Hafnarfjarðarkirkju

Í dag, mánudaginn 4. desember, fer fram vinnustofuna í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju milli kl. 9-15. Helstu fyrirlesarar dagsins eru tveir danskir sérfræðingar þær Stinne Højer Mathiasen, stjórnmálafræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune og Trine Nanfeldt, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune. Á vinnustofunni kynna þær nýja nálgun og breytta hugmyndafræði í þjónustu við börn og fjölskyldur sem reynst hefur vel í Danmörku, hið svokallaða Herning Módel. Herning módelið er í raun nýtt verklag og snemmtæk íhlutun felur í sér áherslu á stuðning og þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Starfsmenn sem ráðnir verða samkvæmt þessari nýju...

Read More

Hafnfirsk fyrirtæki tóku vel í Fyrirmyndardaginn

Vinnumálastofnun stóð fyrir árlegum Fyrirmyndardegi sl. föstudag og er dagurinn mikilvægur liður í því að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu í fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Áhersla Fyrirmyndardagsins í ár voru fyrirtæki í sjávarútvegi og störf honum tengd. Í Hafnarfirði fengu m.a. fyrirtækin Ópal Sjávarfang ehf. og Von mathús lærlinga og Fjarðarpósturinn kíkti við. Linda Hannesdóttir og Birgir Sævar Jóhannsson, eigendur Ópal Sjávarfangs.  Mikilvægt að prófa eitthvað nýtt Linda Rós Hilma Pedersen fór í starfskynningu hjá Lindu Hannesdóttur og Birgi Sævari Jóhannssyni í Ópal Sjávarfangi ehf. þar sem hún raðaði ilmandi nýreyktri bleikju í lög á spjald með plasti á milli...

Read More

Gleði og hátíðleiki við opnun Jólaþorpsins

Opnunarhátíð Jólaþorpsins fór fram í kvöld og ekki laust við að bæjarbúar væru komnir í feikna aðventuskap. Súld og dálítið hvassviðri var langt fram eftir degi en svo var það eins og við manninn mælt; rigningin lét sig hverfa á slaginu sex.  Opnunin hófst með því að félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar fluttu nokkur jólalög. Á hæla þeim kom Karlakórinn Þrestir og bættu við ljúfum jólatónum auk þess sem þeir kölluðu unga áhorfendur á svið til að syngja með sér „Í skóginum stóð kofi einn“. Þá tendraði Hafnfirðingurinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, ljósin á jólatrénu á miðju Thorsplani og söng svo...

Read More