Flokkur: Athyglisvert
SH eru Aldursflokkameistarar Íslands

Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) krækti í enn einn titilinn á árinu um helgina þegar félagið tók þátt í Aldursflokkamóti Íslands (AMÍ). SH sigraði ÍRB með aðeins 6 stiga mun og rauf þar með 6 ára sigurgöngu ÍRB á mótinu. Spennan var gífurleg og strax varð ljóst að baráttan um titilinn yrði á milli þessara liða. Veigar Hrafn Sigþórsson SH varð stigahæsti sveinninn á mótinu, SH vann aðal-boðsundskeppnina í 10x50m skriðsundi. SH kom sterkt til leiks með 47 þátttakendur sem voru enn í sigurvímu frá Akranesleikunum. Tvö met voru slegin í keppninni og voru það sveinasveit SH sem sló 14 ára...

Read More

Ágóði rennur til eigenda veggjatítluhúss

Íbúar við Austurgötu létu ágóða af sölu á Austurgötuhátíðinni 17. júní renna til fjölskyldunnar sem misstu hús sitt vegna ágangs veggjatítlna. Eigendur hússins, hjónin Ingvar Ari Arason og Anna Gyða Pétursdóttir, keyptu það fyrir fimm árum og höfðu verið að gera það upp að innan þegar þeir urðu varir við veggjatítlurnar. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykki í maí að styrkja eigendurna um 3,7 milljónir til að rífa húsið. Lúðvík Kristinsson er einn þeirra sem standa að hátíðinni. Mynd frá Austurgötuhátíðinni í ár.  „Austurgötuhátíðin, sem árlega er haldin 17. júní, var fyrst haldin árið 2011. Hvatinn að þessu var að okkur íbúum...

Read More

Heitir í höfuðið á þremur sem fórust á sjó

Salómon Kristjánsson (Monni) er fæddur 14. ágúst 1943 í heimahúsi við Öldugötu 10 í Hafnarfirði og alinn þar upp. Gaflarinn Monni heitir fullu nafni Salómon Gunnlaugur Gústaf í höfuðið á þremur sem fórust með skipinu Þormóði, m.a. ömmu sinni og móðurbróður. Hann fæddist með mislinga og heimilislæknirinn efaðist um að hann myndi lifa. Það virðist sem nöfnin hafi veitt Monna vernd því hann komst nokkrum sinnum í hann krappan um ævina. Hann var til í að deila nokkrum sögum með lesendum Fjarðarpóstins og segist afar heppinn maður. Hann er giftur Ingibjörgu Kjartansdóttur og eru afkomendurnir orðnir 17. „Við strákarnir...

Read More

Litríkur sautjándi júní

Boðið var upp á margt áhugavert og skemmtilegt víða í Hafnarfirði 17. júní og hér má sjá brot af því í myndum. Bæði íbúar og bærinn sjálfur voru afar litrík og gaman að sjá hve margir skörtuðu fallegum...

Read More

Jónsmessusýning á Pallett

Sýning verður á nokkrum völdum ljósmyndum Svölu Ragnarsdóttur ljósmyndara af álfasteinum og álagablettum. Sérstök áhersla er lögð á álfasteina í Hafnarfirði en einnig verða sýndir myndir annars staðar frá. Boðið verður upp á álfabrauð og lifandi tónlist, en Marteinn Sindri leikur eigin lög. Aðgangur ókeypis og allir velkmomnir.   Forsíðumynd: Af álfasteini við...

Read More