Flokkur: Athyglisvert

FH-ingar töpuðu fyrir ÍBV í Laugardalnum

ÍBV vann 1-0 sigur á FH í úrslitum Borgunarbikarsins í Laugardalnum í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ÍBV yfir af stuttu færi eftir sendingu frá Kaj Leo í Bartalsstovu. Eftir slakan fyrri hálfleik mættu FH-ingar kraftmiklir til leiks í þeim seinni en það dugði ekki lengi og misstu þeir tökin meira og minna eftir að 65 mínútur voru liðnar af leiknum. Því fór sem fór og þeir gera bara sitt besta næst í Evrópuleiknum gegn Braga á fimmtudaginn. Forsíðumynd af Instagram FH-inga. Byrjunarlið FH í dag: Gunnar, Beggi,...

Read More

Vinalegir og vígalegir víkingar á Víðistaðatúni

Víkingafélagið Rimmugýgur fagnar 20 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var blásið til víkingahátíðar á Víðistaðatúni um helgina. Fjölbreytt dagskrá er og var í boði, m.a. handverksmarkaður, bardagasýningar, víkingaskóli barnanna, bogfimi, tónlist og ýmsar óvæntar uppákomur. Auk þess er hægt að fræðast um lifnaðarhætti víkinga og fylgjast með þeim í leik og starfi. Fjarðarpósturinn fangaði stemninguna í gærkvöldi, en hátíðin heldur áfram á morgun. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.    ...

Read More

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar orðið 15 ára

Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar heldur upp á 15 ára afmæli sitt næsta laugardag, en félagið var stofnað árið 2002. Hátíðin fer fram á akstursíþróttasvæði félagsins við Krýsuvíkurveg og opnar svæðið klukkan 15:00. Dagskrá hefst klukkan 15:30 á go kart sýningu en félagar í go kart deild félagsins aka nokkra hringi á brautinni og leika listir sínar. Bílar þeirra verða svo til sýnis á pittsvæðinu og verður hægt að kynna sér starfsemi deildarinnar og ræða við ökumenn og skoða útbúnaðinn. Aðal númer kvöldisins er drift sýning en þar kemur fram enginn annar en Chris Forsberg, margfaldur Formula Drift meistari og núverandi Ameríku-...

Read More

Haukastrákar í landsliðinu á HM í handbolta

Þrír Haukastrákar lögðu af stað í fyrradag með U-19 ára landsliði Íslands í handbolta á heimsmeistaramót sem haldið er í Tbilisi í Georgiu. Þeir heita Andri Scheving, Darri Aronsson og Orri Freyr Þorkelsson. Strákarnir hafa æft vel í sumar með liðinu og fóru m.a. í viku æfinga-  og keppnisferð til Þýskalands í júní. Þeir hefja leik í dag, þriðjudag, á móti liði Japans. Haukastrákarnir eru allir 18 ára, fæddir ’99. Þeir spila með 3. flokki Hauka og eru núverandi Íslandsmeistarar. Tveir þeirra eru í Flensborg og einn í Versló, en þeir voru allir í Áslandsskóla og eru miklir félagar....

Read More

Haukar taplausir á Íslandsmótinu

Liðium Hauka í 2 flokki karla hefur gengið vel á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Þeir eru þegar taplausir í 20 fyrstu leikjunum, í liði A og B. Bæði liðin eru efst í sínum riðli eftir sigurleiki gegn Víkingi R. um helgina. B liðið er að tryggja sér sæti í úrslitakeppni KSÍ um Íslandsmeistaratitil B-liða. Þá eiga Haukar góða mögueika á að leika í A-deild næsta ár. Myndir:...

Read More