Flokkur: Athyglisvert

Með jólaþorp í gluggakistunni

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og móðir hennar Sigríður Kolbrún Oddsdóttir hafa safnað jólahúsum um árabil og hafa bætt við húsi á hverju ári síðan 1998 með nokkrum undantekningum þó. Margrét á 13 hús og Sigríður 20 hús. Það örlar á samkeppni á milli þeirra þó að þær viðurkenni það nú ekki mæðgurnar. „Mamma er flugfreyja þannig að hún átti alltaf auðveldara með að ná sér í hús. Svo er hún búin að svindla tvisvar þess vegna á hún tuttugu hús á þessum átján árum“, segir Margrét greinilega full öfundar. Þær hafa keypt húsin frá Department 56 en þar hægt...

Read More

Óperusöngkona sér um fræðslustarfið í Hafnarfjarðarkirkju

Erla Björg Káradóttir er uppalin í Garðabæ. Hún er grunnskólakennari að mennt en lærði síðan óperusöng bæði hér heima og í Austurríki. Einnig er hún söngkennari og markþjálfi. Samhliða þessu hefur hún starfað mikið í barna-og æskulýðasstarfi hjá Þjóðkirkjunni og KFUM og K. Erla Björg tók við sem fræðslu- og æskulýðsfulltrúi hjá Hafnarfjarðarkirkju nú í haust. „Ég sé mest um barna- og unglingastarfið en kem einnig að fræðslukvöldum og öðrum viðburðum. Ég sé til að mynda um foreldramorgnana, þar sem foreldrum ungra barna gefst tækifæri til að hittast, spjalla saman og deila reynslu sinni. Einu sinni í mánuði fáum...

Read More

Tónlistarstjóri með gítardellu

Örn Arnarson er Hafnfirðingur, Holtari og Haukari en býr núna í Kinnunum og skutlar dætrum sínum á fótboltaæfingar í Kaplakrika tvisvar í viku þar sem Margrét Brandsdóttir gerir þær að ástríðufullum FH-ingum.  Hann er giftur Kirstínu Ernu Blöndal söngkonu og eiga þau tvær dætur, þriggja- og fimm ára, þær Kristjönu Margréti og Sigríði Ellen. Örn er klassískt menntaður söngvari með ólæknandi gítardellu og starfar sem tónlistarmaður og tónlistarstjóri hjá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hann byrjaði kórferilinn í Öldutúnsskóla og fékk kórbakteríuna í Flensborgarkórnum. Þar var grunnurinn lagður að framtíðarstarfinu. Núna syngur han í Schola Cantorum sem starfar við Hallgrímskirkju og...

Read More

Unga fólkið í Hafnarfirði lifir afar heilbrigðu lífi

Nýverið kom út ný skýrsla um lýðheilsu ungs fólks í 8. – 10. bekk í Hafnarfirði. Skýrslan var unnin af rannsóknarmiðstöinni Rannsóknum og greiningu sem síðan 1999 hafa haft umsjón með fjölmörgum rannsóknum er kannað hafa hagi og líðan barna og ungmenna. Í skýrslunni eru unglingar úr Hafnarfirði bornir saman við jafnaldra sína á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Allir nemendur, sem mættu í skólann þegar þessi rannsókn fór fram, tóku þátt eða um 85% unglinga í Hafnarfirði. Skýrslan tekur á fjölda þátta í lífi unglinga, svo sem líðan, frítíma, virkni og neyslu. Ítarlegir spurningalistar með spurningum sem mótaðar hafa...

Read More

Myndir frá Flensborgarhlaupinu 2016

Flensborgarhlaupið var haldið í sjötta sinn þriðjudaginn 27. september s.l. Haupið var til styrktar Krafti, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Veðurguðirnir ákváðu einnig að styrkja þetta góða málefni og gáfu blíðskaparveður fyrir...

Read More