Flokkur: Athyglisvert

Krambúðin opnar í Firði á morgun

Krambúðin mun opna í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 18. apríl, í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Verslunin verður staðsett á fyrstu hæð miðstöðvarinnar.  Krambúðin hefur verið að sækja verulega í sig veðrið um land allt og eru Krambúðirnar staðsettar á Skólavörðustíg í Reykjavík, Kópavogi, tvær á Akureyri, Húsavík og Reykjanesbæ. Auk þess sem stærsta verslun Krambúðanna til þessa var opnuð á Selfossi fyrr í mánuðinum.     „Við erum gríðarlega ánægð með að opna nú Krambúðina í Hafnarfirði. Þar er greinilega mikil gróska í verslunarlífinu og verður gaman að sjá hvernig þróunin verður á svæðinu á næstunni. Við hlökkum mikið til að fá að vera...

Read More

Vortónleikar á þriðja degi sumars

Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju á þriðja degi sumars; laugardaginn 21. apríl kl. 14:00. Á efnisskránni eru mestanpart verk samin fyrir lúðrasveit, sum gömul en önnur glæný. Meðal annars verður þar að finna marsa eftir John Philip Sousa og Johannes Hansen, og nýleg verk eftir Robert Buckley, Dana Wilson og James Curnow. Á tónleikunum munu tveir félagar úr lúðrasveitinni leika einleik; Helena Guðjónsdóttir á þverflautu og Kristinn Svavarsson á altsaxófón. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson. Miðaverð er 1500 krónur. Miða má kaupa í forsölu hjá lúðrasveitarfélögum fram að tónleikadegi eða við innganginn. — Frekari upplýsingar um...

Read More

„Hvað gerðir þú skemmtilegt á leikskólanum í dag?“

Þetta er spurning sem ég spyr dóttur mína á hverjum degi þegar ég sæki hana í leikskólann. Mér finnst gaman að heyra hvað hún hefur verið að bralla með vinum sínum og kennurum. Það er forsenda góðs leikskólastarfs að börnunum okkar líði vel þar og einnig starfsfólkinu sem hugsar um þau. Ég sit í starfshópi sem fræðsluráð Hafnarfjarðar setti á laggirnar síðastliðið haust sem einblínir á að bæta vinnuumhverfi í leikskólum bæjarins og minnka álag. Hugmyndir sem hafa meðal annars komið fram er að gera tilraun um styttri vinnuviku hjá starfsfólki og endurskoða áfram stærð leikrýma og æskilegan fjölda...

Read More

Tónlist fyrir börn á Björtum dögum

Á Björtum dögum býður Hljóma börnum á aldrinum 3 – 6  ára í tónlistarstundir við Austurgötu 38. Þar gefst þeim tækifæri til að kynnast barnahörpunni og komast í snertingu við einstakan hljómheim hennar, en hljóðfærið er sérhannað og tilvalið fyrir yngsta tónlistarfólkið. Barnahörpuna er nálgast á hreyfandi og skapandi máta einstök stund búin til saman í litlum hóp. Gestgjafi er Inga Björk Ingadóttir, músíkmeðferðarfræðingur og tónlistarkennari, og einnig eigandi Hljómu. Það verður heitt á könnunni, bakkelsi og drykkir í boði fyrir börnin og foreldra. Gæðastund fyrir fjölskylduna í hjarta...

Read More

Frístundaakstur líka fyrir börn í 3. og 4. bekk

Málefni barna eiga alltaf að vera í forgrunni. Sum verkefni eru einföld á meðan önnur eru flókin. Í haust var farið af stað með nýtt verkefni, að létta undir foreldra með skutli á æfingar barna. Í samtalinu voru foreldrar og ýmis tómstundafélög. Í fyrsta áfanga var farið að keyra börn í 1. og 2. bekk til þeirra tómstunda sem gátu tekið við þeim kl. 15.00 á daginn. Þetta brautryðjandi skref gafst vel og mörg börn hafa nýtt þessa þjónustu. Því ber að fagna að næsti áfangi verður settur á laggirnar í haust, þar sem við byrjum að bjóða börnum í 3. og 4. bekk þessa...

Read More