Flokkur: Athyglisvert

„Þetta verður veisla!“

Rokktríóið 200.000 naglbítar verður 25 ára á næsta ári.  Ný plata er í bígerð sem mun koma út í ársbyrjun og eitt lag af plötunni, Allt í heimi hér, fór beint inn á topp 10 á Vinsældarlista Rásar 2. Bandið mun stíga á svið í Bæjarbíói næstkomandi föstudag og Fjarðarpósturinn heyrði örstutt í söngvaranum Vilhelmi Antoni Jónssyni, Villa, en hann og Kári bróðir hans bjuggu í Hafnarfirði fyrstu æviárin.  „Ég var í Kató og við fjölskyldan bjuggum við Lækjarkinn. Það er gaman að segja frá því. Mamma og pabbi kenndu líka bæði í Öldutúnsskóla ,“ segir Villi sem hlakkar...

Read More

Íslandsmeistarar 6. árið í röð

FH-ingar urðu á dögunum Íslandsmeistarar sjötta árið í röð í 30+ flokki karla. Aftari röð frá vinstri: Helgi Þórðarson, Þórður Elfarsson, Edilon Hreinsson, Sigmundur Pjetur Ástþórsson, Hrannar Már Ásgeirsson, Andri Haraldsson. Fremri röð frá vinstri: Óskar Arnórsson, Davíð Ellertsson, Magnús Ingi Einarsson, Hilmar Rafn Emilsson, Már Valþórsson....

Read More

Fróðleiksmolinn: Alþýðuskólinn í Flensborg

Vissir þú að… Í því skyni að stofna skóla til minningar um son sinn, Böðvar, keyptu prófastshjónin á Görðum, Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir, jörðina Hvaleyri 1870 og lýstu yfir að þau væru tilbúin að gefa hana til fyrirhugaðs skólaseturs. Hugmyndir um fyrirhugaðan Hvaleyrarskóla voru þá meðal annars teknar upp á Þingvallafundi 1874 og á Alþingi 1875 og 1877. Þrátt fyrir að almennt væri borin mikil virðing fyrir gjöfinni voru menn ekki tilbúnir til að reisa skólahús sem var forsenda þess að hægt væri að nýta gjöfina. Varð það því úr að sumarið 1876 keyptu þau hjónin húseignina „Flensborg“...

Read More

Vinabangsinn Blær brá á leik

Vinabangsinn Blær heimsótti leikskólann Álfaberg í liðinni viku en hann er táknmynd vináttunnar og fá öll þriggja ára börn og eldri bangsa til að hafa í leikskólanum.  Leikskólar í Hafnarfirði hafa innleitt verkefnið Vinátta (Fri for mobberi á frummálinu) á vegum Barnaheilla. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðnum hugmyndum og gildum sem samofin eru öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Fjarðarpósturinn kíkti við þegar Blær kom og dansaði og spjallaði við börnin. Blær getur af hvaða kyni sem er, barnið fær sjálft að ráða því. Fjarðarpósturinn kom og smellti af nokkrum...

Read More

Vígði sveppinn í Suðurbæjarlaug

Þórey Gunnarsdóttir er 36 ára, fædd árið 1981. Hún á tvö börn, strák sem er fæddur 2008 og stelpu fædda 2013. Þórey er förðunar-, nagla- og snyrtifræðingur og vinnur í Blue Lagoon Spa í Reykjavík. Þorey er Snappari vikunnar. Ég hef búið í Hafnarfirði frá tveggja ára aldri og var fyrstu tvö grunnskólaárin í Víðisstaðaskóla en fór svo í Setbergsskóla og var þar fyrsta árið sem sá skóli starfaði. Það er nú gaman að segja frá því að minn bekkur vígði sveppinn í Suðurbæjarlaug. Ég og kærastinn minn erum núna á fullu í framkvæmdum á heimilinu og erum gjörsamlega...

Read More