Flokkur: Athyglisvert

Hjördís vann til tvennra verðlauna

Karatefólk úr Haukum var meðal keppenda á fyrsta Grand Prix móti tímabilsins sem haldið var um liðna helgi.  Grand Prix mót er bikarmótaröð unglinga 12-17 ára og Haukar áttu tvo keppendur á mótinu, þau Hjördísi Helgu Ægisdóttur og Mána Gunnlaugsson. Hjördís Helga endaði í öðru sæti í Kata og þriðja sæti í Kumite. Úrslitaviðureignin í Kata var æsispennandi en Hjördís þurfti að lokum að sætta sig við að tapa með minnsta mögulega mun. Þetta var fyrsta mótið af þremur og nóg af stigum eftir í pottinum fyrir Hjördísi til að sigra mótaröðina. Máni Gunnlaugsson var að keppa á sínu...

Read More

Frábær sigur tryggði FH í höllina

Karlalið FH mun halda uppi heiðri Hafnarfjarðar á bikarhelgi HSÍ, sem fram fer 8-9. mars nk. FH mætti Aftureldingu á útivelli í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarsins og hafði betur 26-29. Kvennalið Hauka var einnig í eldlínunni en mátti sætta sig við tap gegn Stjörnunni eftir framlengdan leik að Ásvöllum, 22-23. Sigur FH er ekki síst merkilegur í ljósi þess að fjölmarga sterka leikmenn vantaði í liðið en leikmenn sem ekki hafa verið í stórum hlutverkum stigu upp og kláruðu dæmið. FH komst í 7-1 í upphafi leiks og lagði strax grunninn að sanngjörnum sigri. Birgir Örn Birgisson og...

Read More

Byggja búsetukjarna fyrir fatlaða

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Heimilin íbúðafélag hses., og HBH Byggir ehf. skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Öldugötu 45. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax í sumar og að íbúðirnar afhendist í febrúar 2021.   HBH Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu íbúðakjarna við Öldugötu 45 í Hafnarfirði en á sama tíma fékk tillagan bestu umsögn matsnefndar. „Við höldum áfram að fjölga heimilum fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði eins og óskir okkar og áætlanir gera ráð fyrir. Í lok árs 2018 skrifuðum við undir samning við Framkvæmdafélagið Arnarhvol ehf. um uppbyggingu...

Read More

Samfélagshús í gömlu Skattstofunni

Nýtt ungmennahús hefur tekið til starfa í gömlu Skattstofunni að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Í ungmennahúsi stendur ungmennum á aldrinum 16-25 ára til boða fjölbreytt starf í vímulausu og öruggu umhverfi. Starf sem verður með tímanum mótað af hópnum sjálfum. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, afhenti á dögunum húsnæðið formlega til verkefnastjóra ungmennahúss sem stýrir starfsemi hússins og tekur þar vel á móti öllum ungmennum. John Friðrik Bond Grétarsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur, var ráðinn sem verkefnastjóri í lok árs 2018 og hefur síðan þá unnið að breytingum á húsnæði og framkvæmd þeirra stefnumótunar sem mörkuð var síðasta árið. John Bond...

Read More

Hafnfirðingar sigursælir í dansi

Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir (úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – DÍH) unnu bæði u21 ballroom og Rising Star ballroom og voru í 6. sæti í Amateur ballroom á Eastern United States Championships móti sem haldið var í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir (einnig úr DÍH) unnu einnig bæði Amateur latin og U21 latin. Þá urðu Tristan Guðmundsson og Svandís Ósk (DÍH) voru í 5. sæti í U19 og 6. sæti í U21 latin. Bragi Geir Bjarnason og Magdalena Eyjólfsdóttir (Dansíþróttafélag Kópavogs-DÍK) voru í 6. sæti í U19 latin og 8. sæti í u19...

Read More