Flokkur: Athyglisvert

Plastsöfnun við heimilin innan fárra mánaða

Í undirbúningi er samstarf Sorpu bs. og Hafnarfjarðarbæjar um að koma upp tækjabúnaði sem gerir bæjarbúum kleift að hefja plastsöfnun við heimilin sín. Rósa Guðbjarsdóttir, formaður bæjarráðs og fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Sorpu bs, segir í samtali við Fjarðarpóstinn að hún geri ráð fyrir að þetta geti orðið að veruleika innan fárra mánaða. „Áhugi á flokkun úrgangs hefur aukist mjög, sérstaklega pappírs og plasts, og íbúar hafa kallað eftir því að geta skilað plasti við heimili sín í stað þess að þurfa að fara með það í grenndargáma eða á endurvinnslustöðvar,“ segir Rósa, en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru í...

Read More

Eini konfektvagninn í heiminum kominn í Hafnarfjörð

Halldór Kristján Sigurðsson konfektgerðarmeistari hefur leiðbeint Íslendingum í konfektgerð undanfarin 20 ár eða síðan 1997 hann hélt fyrsta námskeiðið í eldhúsinu hjá móður sinni. Konfektvagninn er hugarfóstur Halldórs sem segir hann eina sinnar tegundar í heiminum.   Vagninn er staðsettur við Thorsplan. Eftir að Halldór hélt fyrsta námskeiðið vatt framtakið svo upp á sig og áhugi á konfektgerð meðal landsmanna jókst með árunum og þá sérstaklega fyrir jólin. „Mér datt svo í hug að kynna konfektgerðina fyrir erlendum gestum og þá kviknaði hugmyndin að láta smíða sérútbúinn vagn sem er í raun kennslustofa á hjólum. Þó að erlendir gestir komi er vagninn...

Read More

Lundur í Hellisgerði tileinkaður Stefáni Karli

Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, kom leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni á óvart í frumsýningarveislu Með fulla vasa af grjóti, sem fram fór í gærkvöldi. Lundur í Hellisgerði verður tileinkaður Stefáni Karli sem mun gróðursetja þar tré á næstunni.  Ari dró fram myndaramma með mynd úr Hellisgerði í Hafnarfirði og tilkynnti Stefáni Karli að hann hefði haft samband við bæjarstjórann í Hafnarfirði, Harald L. Haraldsson, og að viðeigandi aðilar innan bæjarins hafi samþykkt að lítill lundur í Hellisgerði verði tileinkaður Stefáni Karli. „Á þessum fallegasta stað Hafnarfjarðar þar sem bæði ég lék mér svo oft sem barn og líka pabbi minn, Stefán...

Read More

Bæjarstjórnin styður aukna þjónustu Strætó bs.

Stjórn Stræó BS samþykkti í síðustu viku til­lögu sem fel­ur í stóraukna þjónustu við farþega Strætó bs. Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka leiðum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar bókaði í gær einróma og afgerandi stuðning við tillögur stjórnar Strætó bs. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi um ára­mót­in en end­an­leg ákvörðun er í hönd­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH). Fái til­lag­an samþykki SSH verður ekið á næt­urn­ar um helg­ar á leiðum 1 til 6. Ennþá á eftir að klára út­færslu­atriði eins og hvort vagn­arn­ir keyri leiðirnar á...

Read More

Spjall og „selfís“ á Ljósanótt

Hafnfirska listamanninn og stórsöngvarann Björgvin Halldórsson þarf varla að kynna fyrir bæjarbúum. Sýningin Þó líði ár og öld opnaði í byrjun árs í Hljómahöll í Reykjanesbæ, þar sem finna má fjölda gripa úr eigu Björgvins, auk þess sem saga hans er sögð á ýmsan hátt. Björgvin mun skella sér í hlutverk safnvarðar á eigin sýningu á Ljósanótt og gefa gestum kost á spjalli og „selfís“. Hér er saga Björgvins rakin í máli og myndum. Gestir setja á sig heyrnartól og ferðast aftur í tímann. „Hugmyndin varð til vegna þess að það verður alltaf góð traffík í Hljómahöll á Ljósanótt....

Read More