Flokkur: Athyglisvert

Gleði og hátíðleiki við opnun Jólaþorpsins

Opnunarhátíð Jólaþorpsins fór fram í kvöld og ekki laust við að bæjarbúar væru komnir í feikna aðventuskap. Súld og dálítið hvassviðri var langt fram eftir degi en svo var það eins og við manninn mælt; rigningin lét sig hverfa á slaginu sex.  Opnunin hófst með því að félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar fluttu nokkur jólalög. Á hæla þeim kom Karlakórinn Þrestir og bættu við ljúfum jólatónum auk þess sem þeir kölluðu unga áhorfendur á svið til að syngja með sér „Í skóginum stóð kofi einn“. Þá tendraði Hafnfirðingurinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, ljósin á jólatrénu á miðju Thorsplani og söng svo...

Read More

Sóley og Marteinn Sindri í Fríkirkjunni í kvöld

Í kvöld, 1. desember, blása Sóley Stefánsdóttir og Marteinn Sindri til tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangur ókeypis. Sóley Stefánsdóttir er þrítug tónlistarkona úr Hafnarfirði. Hún útskrifaðist af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands árið 2010. Árið 2011 gaf hún út sína fyrstu breiðskífu We Sink sem fékk afar góðar viðtökur. Síðan þá hefur hún gefið út tvær breiðskífur nú síðast á þessu ári þegar platan Endless Summer leit dagsins ljós. Sóley hefur verið iðin við tónleikahald síðastliðin 10 ár og ferðast víða um heim með tónlist sína. Að auki hefur hún gefið út þrjár smáskífur...

Read More

Listakonur með pop-up vinnustofu

Borghildur Ingvarsdóttir, Helga Mogensen, Sunna Sigfríðardóttir, Emilía Halldórsdóttir og Kristín Garðarsdóttir verða með aðventu-vinnustofu-popup á laugardag 13-17 að Selhella 13 (við hliðina á Apóteki Hafnarfjarðar). Helga er skartgripahönnuður með skart unnið ma úr silfri, rekavið og öðrum spennandi efnum, Borghildur endurvinnur leðurjakka, tjöld ofl og vinnur úr því töskur, bækur, svuntur ofl, sem vinnur handunnapúða, kort og málverk. Emilía og Kristín vinna endurvinnslu „project“ saman, þ.e.a.s. saum húfur úr notuðum jökkum og kápum. Þær erum allar með vinnustofu í Hafnarfirði nema Helga, sem er á leiðinni í fjörðinn með sína vinnustofu líka. Á mynd: Borghildur, Sunna með Sunnu-Dag, Helga og...

Read More

Umtalsverð lækkun fasteignagjalda

Í upphafi núverandi kjörtímabils var það eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar að fá óháða aðila til að taka út rekstur sveitarfélagsins og koma með tillögur til hagræðingar og aukinnar skilvirkni og þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Sú vinna hefur leitt til verulegs viðsnúnings í fjármálum bæjarins og í kjölfarið bættrar þjónustu og hægt hefur verið að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði. Útsvar og fasteignagjöld Útsvarsprósentan var lækkuð í fyrra og varð í fyrsta sinn ekki í því hámarki sem leyfilegt er og er nú 14.48%. Við samanburð á fasteignagjöldum þarf að taka tillit til allra...

Read More

Hvíldi Facebook og skrifaði einn kafla á dag

Tónlistarmanninn og leikskólakennarann Harald F. Gíslason þekkja flestir sem Halla í Pollapönk og Botnleðju og kraftmikinn formann Félags leikskólakennara. Halli hefur nú bæst í hóp íslenskra barnabókahöfunda með sinni fyrstu bók, Bieber og Botnrassa. Ef það er einhver sem ætti að hafa reynslu af því hvað börn vilja lesa og hlusta á, þá er það Halli. Við náðum honum í örstutt spjall. „Um síðustu áramót ákvað ég að nýta frítíma minn betur á kvöldin eftir að börnin voru sofnuð. Konan mín er í meistaranámi og hennar tími fór að mestu leyti í að rýna í skólabækur. Í stað þess...

Read More