Flokkur: Athyglisvert

Leikur hollenskan skipstjóra

Þrjú ár eru liðin frá því leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fékk símtal um að það stæði til boða að fara til Marokkó að leika í sjónvarpsseríu fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina NBC og að hann hefði tvær vikur til að hnýta alla hnúta. Hann stökk á það tækifæri og það hefur aldeilis undið upp á sig. Fleiri sjónvarpsseríur og kvikmyndir fylgdu í kjölfarið. Fjarðarpósturinn heyrði í Jóhannesi Hauki áður en hann stökk af stað í tökur á nýjasta hlutverkinu, hollenskum skipstjóra í kvikmyndinni Where’d You Go Bernadette. „Þetta leggjst allt mjög vel í mig, þetta er algjört ævintýri! Ég verð hér...

Read More

„Ég hélt þú værir búinn að gleyma okkur!“

Flensborgarhlaupið ræst í sjöunda sinn. Þriðjudaginn 19. september kl. 17.30 verður Flensborgarhlaupið ræst í sjöunda sinn. Fyrsta hlaupið fór fram árið 2011. Tíðindamaður Fjarðarpóstsins ræddi við Magnús Þorkelsson, skólameistara, um hlaupið. Að sögn Magnúsar er hlaupið framlag skólans og nemenda hans til að efla íþróttir fyrir alla í Hafnarfirði. „Það sem gerði málið enn ánægjulegra er að Hafnarfjörður er orðið Heilsueflandi samfélag og það tengir okkur enn sterkar við bæinn okkar.“ Allir Flensborgarar sem koma að þessu starfa sem sjálfboðaliðar. Magnús sagði að strax eftir fyrsta hlaupið hefði verið ákveðið að gera það að áheitahlaupi og safna peningum til málefna sem...

Read More

„Hafnfirskir álfar í okkur báðum“

Heimurinn getur verið ansi lítill, a.m.k. í tilfelli Hafnfirðinganna Örnu Bjarkar Sveinsdóttur og Heiðars Loga Elíassonar, sem kynntust á ævintýralegan hátt. Hún var áður fyrr í óróakenndri leit að sjálfri sér og hann með ADHD greiningu og á rítalíni í 10 ár. Núna aðstoða þau fólk við að ná innri frið og líkamlegum styrk með fræðum Ashtanga jóga. Arna Björk er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta annars stigs kennsluréttindi í Ashtanga Yoga frá KPJAYI Mysore á Indlandi. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að fá slíka viðurkenningu. Hún segist hafa verið mjög leitandi unglingur, djammaði mikið og reykti....

Read More

Kalla eftir endurskoðun á forsendum húsnæðisstuðnings

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á miðvikudag var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin gagnrýnir nýja löggjöf um húsnæðisstuðning og skorar á Alþingi að endurskoða grunnfjárhæðir og önnur skilyrði þessa stuðnings.  Þriðjungs fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði og óskar bæjarstjórnin eftir því að ástæður þeirrar fækkunar séu rýndar og gengið úr skugga um að lög um húsnæðisstuðning nái tilgangi sínum. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir áhyggjur fjölskylduráðs af þróun sérstaks húsnæðisstuðnings í kjölfar breytinga á lögum þar að lútandi um síðustu áramót. Miðað við fyrirliggjandi gögn um fjölda þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði virðist...

Read More

Öflugt starf í 50 ár

Félag eldri borgara í Hafnarfirði fagnar 50 ára afmæli sínu  þann 26.mars n.k. og er því elsta félag á landinu sem tileinkað hefur starfsemi sína þeim sem eldri eru. Að því tilefni er kynnt nýtt félagsmerki með dagskránni í ár. Við stofnun fékk félagið nafnið Styrktarfélag aldraðra og var m.a. með að markmiði að efla velferð og tómstundir eldri borgara í bænum.  Þegar það síðan hélt aðalfund á sínu 24. aldursári  þann 12. mars árið 1992 höfðu félög með sömu áherslur verið stofnuð víðs vegar um land og landsamband um þau litið dagsins ljós. Fundurinn samþykkti að ganga til...

Read More