Flokkur: Athyglisvert

Líf eftir læknamistök

Líf Erlu Kolbrúnar Óskarsdóttur og fjölskyldu snarbreyttist á skelfilegan hátt eftir að hún fór í aðgerð vegna endaþarmssigs eftir barneignir. Aðferðum læknisins í aðgerðinni hafði almennt verið hætt fyrir um 30 árum en urðu til þess að Erla Kolbrún er öryrki með stöðuga sára verki. Líkamleg vanlíðan hafði að lokum þær andlegu afleiðingar að Erla Kolbrún undirbjó að taka eigið líf en bíður nú þess að komast að á endurhæfingargeðdeild á Kleppi. Hún leggur áherslu á mikilvægi opinnar tjáningar sjúklinga og aðstandenda og segir að Snapchat hafi bjargað henni á myrkum dögum. Erla, eiginmaður hennar Andrés Helgason og dæturnar...

Read More

„Ástin er hreyfiafl“

Þar sem seldist upp á Bubba Morthens-Gott að elska á Valentínusardaginn í Bæjarbíói þá var ákveðið að bæta við aukatónleikum fimmtudaginn 15. febrúar. Á þessum tónleikum flytur Bubbi eingöngu lög tengd ástinni. Við spjölluðum við Bubba og að sjálfsögðu um ástina. Tvær af yngstu dætrum Bubba, Dögun París og Aþena Lind, voru lasnar heima þegar við heyrðum í honum og það var nóg að gera hjá honum við að baka pönnukökur, hella mjólk í glös og sinna þeim. Bubbi er á 62. aldursári og hann og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiga samtals sex börn. Hvernig er að vera aftur faðir...

Read More

Allir unglingar í grunnskólum fá spjaldtölvur

Á þessu skólaári fá allir nemendur í 8.-10. bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði iPad  til persónulegrar notkunar í skólastarfinu og til notkunar heima fyrir. Spjöldin hafa verið að fara í dreifingu til nemenda frá því fyrir jól og eru að komast til allra nemenda þessa dagana. Enda um mikinn fjölda spjalda að ræða eða nálægt 1000 spjöld sem talsverður undirbúningur hefur farið í að gera spjöldin aðlögðuð að skipulagi og námskerfum skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Með tilkomu spjaldanna gefast nemendum, og kennurum sömuleiðis, ný tækifæri og möguleika að nýta sér betur tækninnar og internetsins í námi...

Read More

Grunnskólar sérstaklega velkomnir í skugga Sveins

Í skugga Sveins er nýr fjölskyldusöngleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson byggt á Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson, einu af elstu, ástsælustu og vinsælustu leikverkum á íslensku. Fjarðarpósturinn kíkti á æfingu í Gaflaraleikhúsinu, þar sem söngleikurinn verður frumsýndur 4. febrúar nk., og hitti þar fyrir stærstan hluta hópsins sem stendur að sýningunni. Þrír einstaklingar leika fimmtán hlutverk og syngja ellefu lög, þau Karl Ágúst Úlfsson, Kristjana Skúladóttir og Eyvindur Karlsson. Karl er höfundur handrits og söngtexta, Eyvindur semur tónlistina og leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Kristjana Skúladóttir og Karl Ágúst Úlfsson í tveimur af sínum fjölmörgu hlutverkum. Mynd: aðsend.  „Þetta er fjölskyldusöngleikur úr...

Read More

Yngst og eina konan í víkingaauglýsingu

Ung hafnfirsk kona, Aníta Ösp Ingólfsdóttir, er langsyngst og eina konan sem var með hlutverk í auglýsingu Dodge Ram sem sýnd var þegar einn stærsti íþróttaviðburður ársins, Ofurskálin (Super Bowl), var sýndur í beinni útsendingu víða um heim. DV greindi frá auglýsingunni og nefndi nöfn nokkurra af karlkyns leikurum sem voru með hlutverk. Við ákváðum að gera betur og kynna okkar konu til leiks.  New England Patriots og Philadelphia Eagles öttu kappi í Super Bowl eða Ofurskálinni. Aníta Ösp var meðal fjölda íslenskra víkinga í auglýsingunni þar sem þeir m.a. aka um íslenska náttúru og syngja um leið Queen smellinn...

Read More