Flokkur: Athyglisvert

Síðustu menningar- og heilsugöngurnar

Í ágústmánuði verða síðustu menningar- og heilsugöngurnar gengnar en þær hafa verið í boði öll fimmtudagskvöld kl. 20:00. Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafnsins og heilsubærinn Hafnarfjörður. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20:00 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 2. ágúst – Höggmyndagarðurinn á Víðistaðatúni Ágústa Kristófersdóttir leiðir göngu um höggmyndagarðinn. Gengið frá Víðistaðakirkju 9. ágúst (kl. 18:00) – Selvogsganga 2-3 klst. Einar Skúlason höfundur Wappsins leiðir göngu um hluta af gömlu Selvogsleiðinni sem lá á milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Safnast verður saman í rútu við Kaldársel sem flytur þátttakendur á...

Read More

Tilnefningar óskast í Snyrtileikann 2018

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu eignina, fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Fegrunarnefnd hefur m.a. það hlutverk að tilnefna eignir, garða og götur til viðurkenninga fyrir snyrtileika og ásýnd og þykja þannig skapa ákveðna fyrirmynd í þessum efnum, jafnt á íbúðarsvæðum sem atvinnusvæðum. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því...

Read More

Bernskudraumur sem rættist

Rúnbrá er nýtt vörumerki sem systurnar Lísa Rún og Silja Brá Guðlaugsdætur þróuðu saman í algerri sjálfsbjargarviðleitni eftir erfitt tímabil í lífinu. Þær búa til heimagerðar vörur fyrir fjölskyldur og heimili. Systurnar eru uppaldar á höfuðborgarsvæðinu, eru mæður með stóra drauma og hafa trú hvor á annarri. Báðar urðu þær fyrir einelti í æsku sem hefur mótað þær fyrir lífstíð, en þær geisla þó af jákvæðni, bjartsýni og góðmennsku. Við hittum systurnar á heimili Silju Brár, þar sem netverslunin þeirra verður opin á mánudögum á milli 16 og 18. Lísa Rún fór ein með son sinn, Davíð Þór, að...

Read More

„Reyni alltaf að verða betri manneskja“

Hafnfirska samfélagsmiðlastjarnan Heiðar Logi Elíasson hefur undanfarið ár einbeitt sér mikið að því að styrkja sig enn meira líkamlega til að takast á við öldur í brimbrettaíþróttinni, en hún er erfiðari fólk getur almennt ímyndað sér. Hann hefur þó einnig litið inn á við, því hann á slæma daga eins og allir aðrir og ætlar brátt að opna sig meira með það á Instagram og Snapchat. Hann gerir sér vel grein fyrir mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd. Og svo er hann kominn með kærustu. „Þetta síðasta ár er búið að vera frábært. Ég fór mikið á brimbrettið og...

Read More

Gerir vefþætti um Hafnarfjörð

Leikarinn og nýi Hafnfirðingurinn Björgvin Franz Gíslason stendur þessar vikurnar í framleiðslu á vefþáttaseríu um Hafnfirðinga og Hafnarfjörð, í samstarfi við Óla Björn Finnsson, sem slíkum málum er vel kunnur. Þeir félagar líta á þættina sem samfélagslegt verkefni og vilja með þeim vekja meiri athygli á því sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða. „Þessi bær er alveg svakalega fallegur og hér blómstrar svo margt. Mér fannst vanta enn fleiri gesti hingað svona dags daglega og þetta er mitt innlegg í það að vekja athygli á Hafnfirðingum og einhverju af því sem hér á sér stað og hvað bærinn...

Read More