Flokkur: Athyglisvert

Óháðir bæjarfulltrúar um málefni íþróttafélaga

Í tilefni af umræðu um samskipti bæjarfulltrúa og íþróttafélaga er undirrituðum ljúft og skylt að fara yfir breytingar sem við höfum undirrituð unnið að á þeim vettvangi á kjörtímabilinu. Fyrst er að nefna óháða úttekt á fjárhagslegum samskiptum íþróttafélaganna við bæinn. Sú skýrsla varð grunnur að gagngerri endurskoðun á bæði rekstrar- og þjónustusamningum við öll hlutaðeigandi íþróttafélög í Hafnarfirði. Nýju samningarnir byggja á rauntölum úr rekstri og þjónustusamningar á haldbærum gögnum. Samstarf við ÍBH hefur verið eflt, um leið og beint aðgengi einstakra félaga framhjá þeim vettvangi að bæjarstjóra og kjörnum fulltrúum hefur verið takmarkað til muna. ÍBH samþykkti...

Read More

Króli er ræðumaður Íslands

Hafnfirðingurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli úr rapp tvíeykinu Jói Pé og Króli, var valinn ræðumaður Íslands í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, Morfís. Kristinn Óli er nemandi við Flensborgarskólann, sem att kappi við Verzlunarskóla Íslands í úrslitaviðureigninni í Háskólabíói í kvöld. Umræðuefnið var raunveruleikinn, þar sem Flensborgarskólinn mælti með honum en Verzlunarskólinn á móti. Svo fór að lokum að Verzlunarskólinn fór með sigur af hólmi. RÚV greinir...

Read More

Hvers virði er einbeiting í námi?

Einbeiting – Hæfileikinn til að veita atriðum sem skipta máli óskipta athygli og þeim sem ekki skipta máli enga athygli. Með öðrum orðum að veita einhverju fullkomna athygli. Nám í víðu samhengi – Að öðlast þekkingu, kunnáttu og hæfni. Hvers virði er það að ná fram einbeitingu barns þegar nám fer fram eða… ætti að fara fram? Í Barnaskóla Hjallastefnunnar leggja kennarar mikið uppúr því að börn hafi tækifæri til að koma sér fyrir eins og þeim líður best. Þannig stuðla þeir að því að einbeiting sé til staðar hverju sinni. Stundum er gott að hafa stól og borð...

Read More

Börnin okkar og skólinn

Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Um leið og við þurfum að hvetja þau til dáða og skapa þeim tækifæri til að efla sig í gegnum áhugasvið sín og styrkleika þurfum við líka að gæta þeirra vel og vernda þau. Skólinn er þeirra vinnustaður. Þangað fara þau til að búa sig undir framtíðina. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo fikra þau sig áfram þar til þau útskrifast úr grunnskóla. Þegar þau ná þeim tímamótum viljum við að þau séu undirbúin til þess að velja sér frekari farveg til framhaldsmenntunar og þátttöku í atvinnulífi. Til þess að ná...

Read More

Tók til og fann tilgang sinn

Æ algengara er að fólk brenni út eða ónæmiskerfið laskist í kjölfar álags og streitutímabils. Svava Björg Mörk er ein þeirra sem hefur ætíð haft þann stimpil á sér að vera dugleg, í einu og öllu. Einn daginn sagði Svava upp stöðu sinni sem leikskólastjóri í Bjarkalundi þegar hún kynntist naumyggju og áttaði sig á því að hún var fangi eigin efnishyggju. Á sama tíma var líkaminn við það að gefa undan. Eftir mikla tiltekt í lífinu fann hún köllun sína og langar að miðla henni, öðrum til góðs.  Svava fór á námskeið með syni sínum þar sem mínimalistinn...

Read More