Flokkur: Athyglisvert

Fékk styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar

Við brautskráningu í Flensborg í gær veitti stjórn Fræðslusjóðs Jóns Þórarinssonar Bryndísi Skarphéðinsdóttur styrk sem var kr. 400.000,-. Bryndís lauk stúdentsprófi frá Flensborg 2010 og hefur síðan m.a. stundað nám í Alþjóðlegum Heilsufræðum, sem snýr að heilsueflingu og fyrirbyggingu sjúkdóma á alþjóðlegum vettfangi, verið í starfi hjá UN-Women, stefnir á nám í Þróunarfræðum þar sem lögð er áhersla á þróunarmál og hvernig sé hægt að vinna með fyrirtækjum til að stuðla að stefnumótun fyrir sjálfbæra þróun. Hún var því miður ekki viðstödd athöfnina enda stödd í Suður Ameríku vegna starfa sinna. Á myndinni sést móðir Bryndísar taka við styrknum....

Read More

„Sumir segja bara Sandri!“

Tvíburabræðurnir Sindri Snær og Andri Fannar Ingólfssynir eru fæddir 21. janúar 1999 og æfa knattspyrnu með Haukum. Þeir stunda báðir nám við Flensborgarskóla á náttúrufræðibraut og hafa átt sömu áhugamál alla tíð. Sindri Snær og Andri Fannar voru mjög líkir nýfæddir og foreldrarnir brugðu á það ráð að klæða þá í ólíka liti til að greina þá í sundur fram að tveggja ára aldri. Þegar horft er aftan á bræðurna þá eru þeir alveg eins og það er þá helst sem fólk ruglar þeim saman. „Fyrir skömmu var ég í skólanum og einn kennarinn sem Sindri er hjá hélt...

Read More

Merktu þær á iljunum

Ragnheiður Thorarensen og Unnur Thorarensen Skúladætur eru nemendur í Víðistaðaskóla og búa ásamt móður sinni, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, föðurnum Skúla Thorarensen Theódórssyni og tveimur bræðrum við Kirkjuveg. Systurnar eru eineggja tvíbuar, fæddar 15. desember 2009, og eru því alveg að verða 8 ára. Þær voru svo líkar nýfæddar að foreldrarnir tússuðu A og B undir iljarnar til að greina þær að. „Hún er með síðara hár en ég! Og kannski öðruvísi augu. Amma þekkir alltaf muninn á augunum og eyrunum,“ segir Ragnheiður þegar systurnar eru spurðar um hver helsti munurinn á þeim sé. „Þegar það er verið að tala...

Read More

„Reykjanesbrautin þolir enga bið“

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sendi í gær þingmönnum Suðvesturkjördæmis, fjárlaganefnd og Samgönguráðherra bréf þar sem hann minnir alla þessa aðila á ályktun sem samþykkt var á fjölmennum íbúafundi þann 17. október síðastliðinn þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka vöru mættir. Fundurinn samþykkti þá eftirfarandi ályktun: „Íbúafundur um samgöngumál í Hafnarfirði skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi úrbætur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Tryggt verði að framkvæmdir við gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu hefjist á næsta ári og að jafnframt verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldársselsvegi að mislægum gatnamótum á Krísuvíkurvegi.“ Bæjarstjórinn bendir einnig á að fátt skorti...

Read More

Bær fyrir börn

Í ný samþykktri fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar eru mörg góð íþrótta- og tómstundamál sem ber að fagna. Fyrst og fremst má nefna að Í allri fjárhagsáætluninni er rauði þráðurinn áhersla á  líðan og velferð barna og unglinga. Fyrst ber að nefna að það skiptir máli að ungmenni bæjarins hafi áhuga á því að starfa í vinnuskólanum, það er ekki aðeins ávinningur fyrir ásýnd bæjarins, heldur læra ungmennin að passa upp á bæinn sinn. Upplifa frá eigin hendi hve mikil vinna fer í það að fegra bæinn og virða þá umhverfið sitt og eigin handverk meira. Grunnskólanemendur frá 8. til 10. bekkjar...

Read More