Flokkur: Athyglisvert

„Upplifunin var þorp í stórum bæ“

Myndband sem dreift var á Facebook síðu Fjarðarpóstsins, vegna 35 ára afmælis bæjarblaðsins í ár, hefur vakið mikla athygli og áhorf er komið hátt í 8000. Myndbandsgerðarmennirnir Beit, þeir Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Roy Jóhannson, fengu nokkuð frjálsar hendur með gerð þess, en undirbúningurinn fólst aðallega í því að ritstjóri blaðsins tók vænan rúnt með þeim um bæinn og benti þeim á kennileiti og staði. Í stuttu máli heilluðust félagarnir mjög af Hafnarfirði og okkur fannst því tilvalið að fjalla um hvernig utan að komandi upplifa Hafnarfjörð á svona skömmum tíma og kynna um leið hvernig myndband sem þetta...

Read More

Bökunarilmur um alla ganga á Sólvangi

Á hjúkrunarheimilinu Sólvangi var í nógu að snúast í aðdraganda jólanna. Á föstudögum í desember bakaði heimilisfólk  ásamt starfsfólki Sólvangs og sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum hátt í 3000 smákökur sem við nutum öll góðs af. Bökunarilmurinn var um alla ganga og margar góðar minningar rifjuðust upp. Einnig voru litlu jólin haldin þar sem drukkið var hátíðarkaffi og Borgardætur komu okkur svo sannarlega í jólaskapið með einstaklega fallegum jólalögum. Kórinn Hljómur kom í heimsókn og haldnar voru aðventustundir, jólabingó, harmonikkuball með Friðjóni ásamt því að karlakórinn Þrestir söng. „Við á Sólvangi leggjum áherslu á að skapa jákvætt og fjölbreytt félagslegt...

Read More

Gáfu Félagi eldri borgara hjartastuðtæki

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar afhenti Félagi eldri borgara í Hafnarfirði nýverið hjartastuðtæki sem komið hefur verið fyrir í húsnæðinu að Hjallabraut 33. Formleg afhending fór fram í matsal Hjallabrautar og fulltrúi frá HealthCo mætti og sýndi rétta notkun tækisins. Var mál manna að þarna væri afar mikilvægt tæki komið á góðan stað til að auka líkurnar á að hægt verði að bjarga mannslífum. Fjarðarpósturinn mætti og tók myndir.  Myndir: OBÞ  ...

Read More

Blakdeild Hauka býður nýliða velkomna

2018 verður mikið blakár í Hafnarfirði. Fjölgun iðkenda í blaki hefur verið mikil og iðkendur aldrei verið fleiri en nú í byrjun árs. Óskað hefur verið eftir því við aðalstjórn Hauka að blakdeildin verði viðurkennd sem formleg deild innan félagsins, en er nú skráð sem almenningsdeild. Breytingin myndi styrkja stöðu blakdeildinarinnar en ekki síður byggja upp nýjan og áður óséðan aldurshóp meðal iðkenda Hauka og hafa þar með mikil áhrif á innviði félagsins. Blakdeildin býður nú nýliðum (+18 ára) til að skrá sig á vorönn og geta bæði konur og karlar gert það í tölvupósti blakhauka@gmail.com. Nú eru fjögur...

Read More

Mikil ásókn í „aqua zumba“ í Sundhöllinni

Stöllurnar Carolin Guðbjartsdóttir, Marta María Skúladóttir, Oddrún Ólafsdóttir og Þóra Birna Ásgeirsdóttir kalla sig Síkátu Zúmbínurnar. Þær bjóða upp á vinsæl „aqua zumba“ námskeið (danssund) í gömlu Sundhöllinni við Herjólfsgötu. Fjarðarpósturinn kíkti við í fyrsta tíma ársins. Mikil gleði og kraftur var meðal þátttakenda, sem voru ekki bara konur. Hópurinn byrjaði á fullu farti 9. janúar og er með tíma kl 19:30 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. „Þetta er nokkurs konar sundleikfimi nema það er mikið fjör og skemmtileg tónlist. Þessi hreyfing er mjög góð fyrir fólk með gigt eða er að jafna sig eftir meiðsli. Það kemur þó til...

Read More