Flokkur: Athyglisvert

Verður ofurhetja hjá Ævari vísindamanni

53 þúsund bækur voru lesnar í fjórða lestrarátaki Ævars vísindamanns og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands dró fimm nöfn barna sem tekið höfðu þátt og munu verða persónur í æsispennandi ofurhetjubók sem kemur út í vor. Hafnfirðingurinn Einar Karl Kristinsson var einn þessara fimm og við heimsóttum hann. Einar Karl er 8 ára nemandi í Öldutúnsskóla og las alls 24 bækur, en lágmarkið var að lesa þrjár. Þegar hann frétti af úrdrættinum sagði hann upphátt: „Heppnasti dagur lífs míns!“ Einar Karl segir að krakkarnir í skólanum hafi orðið hissa og að hann sé búinn að eignast nokkra nýja vini...

Read More

Kynslóðabetrungar Hafnarfjarðar

Ég hef að undanförnu verið viðstödd marga viðburði og samkomur þar sem börn eru í aðalhlutverkum. Börn á öllum aldri að gera góða hluti, vekja eftirtekt og athygli. Ég á tvær dætur, 10 og 15 ára, sem hafa frá því í leikskóla fengið þjálfun í að standa fyrir framan hóp og tjá sig, ýmist í hlutverkum, með upplestri eða bara með því að kveikja á kertum á skólasamkomum. Ég vildi óska að sú hefði verið venjan þegar ég var barn. Hvorug þeirra á í vandræðum með að koma fram og þær segja líka meiningu sína jafn óðum. Heft tjáning...

Read More

„Upplestur eykur sjálfsöryggi“

Andri Steinar Johansen sigraði í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór fyrir skömmu. Hann segist að sjálfsögðu hafa stefnt á topp þrjú en ekki endilega eiga von á að verða í því fyrsta. Hann bætti þar með árangur stóra bróður síns, sem varð í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Við hittum Andra Steinar í Hellisgerði. Hann á afar auðvelt með að taka hrósi og þakkar hlýlega fyrir sig. Það er fallegur eiginleiki og ekki öllum gefinn. „Mér leið mjög vel í upplestrinum og ég er ekki feiminn yfir höfuð. Anton Fannar, stóri bróðir minn, var í 3 . sæti fyrir...

Read More

„NÚ – á forsendum nemenda“

Gísli Rúnar Guðmundsson stýrir menntaumhverfinu NÚ við Flatahraun, sem hefur verið starfrækt í tvö ár. Hann er fæddur á Selfossi, var mikið í sveit og kynntist þar alls konar fólki og vinnu og lítur á það sem algjör forréttindi og góðan grunn fyrir þau verkefni sem hann tekst á við í dag. Gísli Rúnar er hugsjónamaður sem langar að breyta skólakerfinu þannig að það verði valkvæðara fyrir nemendur og mæti þeim meira á þeirra forsendum. „Ég man eftir mér mjög ungum að skoða styrkleika allra og sjá hvað hægt að virkja aðra. Ég byrjaði 15 ára að þjálfa handbolta...

Read More

Guðrún Helgadóttir heiðruð í heimabænum

Hafnfirðingurinn Guðrún Helgadóttir rithöfundur var heiðruð í vikunni og þakkað sérstaklega fyrir ritverkin og framlag hennar til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna sem haldin er þessa dagana í Hafnarfirði. Guðrúnu þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum en eftir hana liggja skáldverk og sögupersónur sem þjóðin hefur lært að elska í gegnum árin eins og Páll Vilhjálmsson, tvíburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni og þannig mæti lengi telja.  Með skrifum sínum í gegnum árin hefur Guðrún öðlast sess sem einn ástsælasti og vinsælasti rithöfundur okkar tíma.Skáldverk hennar telja á þriðja tug og hafa bækur hennar verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. Auk þess...

Read More