Flokkur: Athyglisvert

Útilistaverk á sinn stað eftir andlitslyftingu

Eins og glöggir vegfarendur um miðbæ Hafnarfjarðar hafa vafalaust tekið eftir hafa tvö útilistaverk bæjarins fengið andlitslyftingu í haust. Um er að ræða tvö járnverk, The Golden Gate eftir Elizu Thoenen Steinle sem stendur á Víðistaðatúni og verk Sverris Ólafssonar sem stendur við Strandgötu. Bæði verkin voru tekin af stalli sínum og flutt í Vélsmiðju Orms og Víglunds hér í Hafnarfirði. Þar voru þau sandblásin og ryðvarin. Þau hafa síðan verið máluð og tók Skúli Magnússon umsjónarmaður fasteigna í Hafnarborg að sér að mála verk Sverris, enda krefst það nákvæmni að gera verkið upp svo vel sé. Verkin eru...

Read More

Skrímslastuðið verður endurtekið

Alma Björk Ástþórsdóttir stofnaði sprotafyrirtækið Monstra ehf fyrir 6 árum. Fyrirtækið hefur selt lítil handgerð ullarskrímsli í íslenskum verslunum fyrir erlenda ferðamenn þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur. Núna eru þau á leið til Japan. Fyrir skömmu var skrímslastuð í Hafnarborg þar sem börn fengu að hann sitt eigið skrímsli og mættu rétt innan við þúsund manns. Við heimsóttum Ölmu Björk og skoðuðum aðstöðuna. ,,Það var stór sigur að fá japanskan dreifingaraðila og við fórum til Tokyo í febrúar þar sem við skrifuðum undir dreifingarsamning við japanskan dreifingaraðila og skrímslin voru sýnd á Tokyo International Gift Show ásamt...

Read More

Jólaþorpið opnar á föstudagskvöld

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda...

Read More

Verkefnið Geitungarnir verðlaunaðir

EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðabæ EPSA viðurkenningu eða svokölluð European public sector award. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlauasnir á krefjandi viðfangsefnum. Það var nýsköpunarverkefnið Geitungar sem hlaut verðlaunin í ár.  „Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu sem er er til marks um þann metnað og fagmennsku sem stjórnendur og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sýna í störfum sínum. Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar er virkilega vel að þessum verðlaunum komin og gott að sjá þetta frumkvöðlastarf í þjónustu við fatlað fólk vekja athygli á alþjóðlegum vettvangi. Það er gefandi...

Read More

Börn vilja tengja við sögurnar

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hlaut á dögunum viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í umsögn kom m.a. fram að Gunnar hefur nýtt listræna hæfileika sína í þágu barna og unglinga, m.a. með sjónvarpsþáttum og heimsóknum í skóla en umfram allt sem höfundur barna- og unglingabóka. Við náðum tali af Gunnari sem staddur var í Færeyjum, en hann gaf nýverið út bókina Amma best.   „Þetta er klapp á bakið fyrir mín störf sem rithöfundur og gaman að fá svona öðruvísi viðurkenningu. Við í Síung (Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda) höfum verið svolítið dugleg í að...

Read More