Flokkur: Athyglisvert

Fjórar miðaldra karl-Ugglur gefa út plötu

Leiðir meðlima hafnfirsku hrynsveitarinnar Ugglu lágu fyrst saman vorið 2013 og ýmislegt hefur gerst á fjórum árum. Hana skipa, að eigin sögn, fjórar miðaldra karl-Ugglur sem eiga það m.a. sameiginlegt að halda með FH og þrír þeirra eiga Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ýmislegt að þakka. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, Straumur, í júlí sl. og verður blásið til útgáfutónleika 14. október. Sagan byrjaði þegar Viðar Hrafn Steingrímsson var að undirbúa sameiginlegt afmæli sitt og konunnar sinnar fyrir fjórum árum og Kjartan Þórisson stökk inn sem trommari hljómsveitar í stað annars sem átti ekki heimangengt. Þegar þeir Viðar og Kjartan hittust næst ræddu...

Read More

Góð staða efnahagsmála – bætt lífsgæði almennings

Flest getum við verið sammála um að á Íslandi eru lífskjör almennt mjög góð.  Atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og skuldastaða ríkisins og heimilanna í landinu hefur lækkað hratt.  Lægri vaxtakostnað ríkisins eykur svigrúm til þess að auka fé til velferðarmála, heilbrigðismála og samgöngumála.  Sérfræðingar eru sammála um að staða efnahagsmála hafi líklega aldrei verið betri í Íslandssögunni.  En gerðist þetta af sjálfu sér? Er þetta fyrst og fremst ytri aðstæðum að þakka? Svarið er NEI – réttar aðgerðir og viðbrögð hafa skapað þessa stöðu, unnið hefur verið vel úr hagfeldum ytri aðstæðum. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins   Í grunninn stendur...

Read More

Nýr vinnustaður og virkniúrræði fyrir fatlaða í Hafnarfirði

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á síðasta bæjarsstjórnarfundi að leita eftir kaupum á Suðurgötu 14 sem hýsti til skamms tíma Skattstofu Reykjanesumdæmis.  Starfsmenn á Fjölskyldusviði hafa á undanförnum mánuðum unnð að að  undirbúningi að  nýjum vinnustað og virkniúrræði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða í Hafnarfirði.  Ennfremur verði litið til þeirrar starfssemi sem nú þegar sinnir hæfingu og  starfsendurhæfingu í Hafnarfirði og skoðað hvort möguleiki er á samþættingu eða samvinnu verkefna.  Mikilvægt er að tryggja samfellu í þjónustu við þennan hóp og skoða jafnframt möguleika á því að auka fjölbreytni í atvinnuúrræðum fyrir aðra íbúa Hafnarfjarðar sem þurfa stuðning við að sinna störfum...

Read More

Forvarnadagurinn í dag

Forvarnardagur 2017 er í dag, miðvikudaginn 4. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og fleiri aðilum en stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli...

Read More

Ráðstefna um ferðaþjónustuna í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Markaðsstofa Hafnarfjarðar standa fyrir ráðstefnu um stöðuna og tækifærin í ferðaþjónustunni í Hafnarfirði laugardaginn 14. október næstkomandi í Hafnarborg. Ráðstefnan hefur fengið yfirskriftina „Stefna og staða Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu“. Ráðstefnan verður nýtt sem upphaf á vinnu í mótun stefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 og stendur til 12:30. Meðal þeirra sem munu flytja framsögur á ráðstefnunni eru Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Þuríður Halldóra Aradóttir framkvæmdastjóri Visit Reykjaness og Haraldur Daði Ragnarsson meðeigandi Manhattan Marketing og aðjúnkt í Háskólanum á Bifröst mun kynna vinnu og niðurstöður „Markaðsgreiningar og markaðslega stefnumótunar fyrir áfangastaðinn Suðurland“ sem Manhattan...

Read More