Flokkur: Athyglisvert

„Nei, ég er hinn!“

Tvíburabræðurnir Ólafur og Guðjón Sveinssynir telja að þeir hafi fæðst um tíuleytið að morgni og vita að það var 4. desember 1946. Þeir urðu 71 árs daginn sem þeir voru plataðir í þetta viðtal og tóku því með stóískri ró, sem einkennir þá báða. Þó meira Ólaf, sem alltaf er kallaður Óli. Guðjón, sem kallaður er Gaui vill þó meina að hann sé þögla týpan. Óli er ósammála því og hæðniskotin ganga þeirra á milli. Bræðrakærleikur af gamla skólanum í sinni fallegustu mynd. Óli og Gaui panta sér báðir te á Pallett; Óli grænt og Gaui svart. „Óli er heilbrigðari en ég þótt við höfum báðir hætt...

Read More

Áramótabrennan á gamlárskvöld

Áramótabrennan verður sem fyrr haldin á íþróttasvæði Hauka á Völlunum á gamlárskvöld kl 20:00. Nánar tiltekið í hrauni fyrir framan íþróttamiðstöð en það eru Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni.  Gestum og gangandi er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri, skilja flugeldana eftir heima og njóta til fulls samveru með vinum, ættingjum og öðrum hressum íbúum og gestum Hafnarfjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd, forvarnafulltrúi, foreldraráð og foreldrafélög í Hafnarfirði ásamt lögreglu hvetja foreldra barna og unglinga í Hafnarfirði að gera gamlárskvöld að fjölskylduvænu og skemmtilegu kvöldi. Að venju má búast...

Read More

Arna Stefanía og Róbert Ísak íþróttafólk ársins

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í gær fyrir afhendingu viðurkenninga til  íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017. Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttafólk Hafnarfjarðar árið 2017. Guðbjörg Oddný Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundarnefndar Hafnarfjarðar, setti hátíðina og svo tók við keflinu Hörður Þorsteinsson sem stýrði dagskránni. Í ræðu Guðbjargar kom ma.a fram að um 15 þúsund manns æfa íþróttir í Hafnarfirði (hálfur bærinn) og m.a. vegna...

Read More

Flugeldasala björgunarsveitarinnar hefst á fimmtudag

Árleg flugeldasala Björgunarsveitar Hafnarfjarðar hefst á fimmtudag, 28. desember, og verða sölustaðir þrír; í húsnæði Brettafélags Hafnarfjarðar, á bílaplaninu við Tjarnarvelli í Björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut 32 með aðkomu frá Lónsbraut. „Við þurfum á ykkar styrk að halda! Með flugeldasölu fjármögunum við björgunarstarf 365 daga á ári.“ segir á Facebook síðu sveitarinnar. Opnunartími sölustaða er eftirfarandi:  fimmtudaginn 28. des frá kl. 10-22 föstudaginn 29. des frá kl. 10-22 laugardaginn 30. des frá kl. 10-22 gamlársdag 31. des frá 9-16  ...

Read More

Hafnfirðingur ársins: þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Tilnefnd að þessu sinni eru átta manns og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga:    Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, samskiptafulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði. „Hún er einstaklega hjálpsöm, góð, setur alla aðra alltaf í forgang, er með stæsta hjarta sem ég veit um, gefur af sér til félags- og líknarmála, hefur starfað síðustu ár sem samskiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafnarfirði og komið m.a. að starfi Heimilisiðnaðarfélagsins. Hún er mörgum vel kunnug innan Hafnarfjarðar enda verið búsett þar alla sína ævi. Hún ætti virkilega þennan...

Read More