Flokkur: Athyglisvert

Hamraneslínur

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar frá 21. júní 2017 um veitingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar Lyklafellslínu 1. Niðurstaða nefndarinnar eru mikil vonbrigði fyrir okkur sem höfum unnið að málinu á kjörtímabilinu og ekki síður fyrir íbúa á Völlum sem í mjög langan tíma hafa ítrekað verið lofað í mjög langan tíma að Hamraneslínurnar verði fjarlægðar. Ferlið Árið 2006 var farið að ræða um niðurrif línanna. Við stækkun álversins í Straumsvík 2007 ætlaði álverið að sjá um að setja línur í jörð næst byggð, niðurstaða íbúakosningar um  stækkun álversins sló þá hugmynd út af borðinu....

Read More

Tilkynning frá Almannavörnum vegna bruna

Tilkynning frá Almannavörnum: Stórbruni í Garðabæ veldur því að eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi. Fólk er beðið að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitastigið ef það verður vart við reyk. Bæði slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk annarra viðbragðsaðila, og er fólk vinsamlegast beðið að halda sig fjarri brunavettvangi, bæði vegna hugsanlegrar eitrunar og einnig til að gera viðbragðsaðilum kleift að vinna sína vinnu. Eldur kviknaði á níunda tímanum í morgun í atvinnuhúsnæði í Garðabæ. Mikill reykur er á staðnum og er slökkvilið enn að störfum að reyna að yfirbuga eldinn...

Read More

Guðlaug og Einar Birkir segja sig úr BF

Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. Vísir.is greinir nánar frá. ...

Read More

Hreinsunarátakið Flottur fjörður að hefjast

Næstkomandi laugardag blæs Hafnarfjarðarbær til vorhreinsunardaga í bænum þar sem íbúar eru hvattir til þátttöku sem skipulögð er við lóðir grunnskólanna og sundstaði í bænum. Þá verður einnig unnið með fyrirtækjum í hreinsun í þeirra umhverfi og gámum komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Hreinsunardagur starfsfólks verður 18. apríl en þá tekur starfsfólk bæjarins sig til að þrífa í nágrenni ráðhússins og annarra opinberra bygginga. Götuþvottur er þegar hafin og er á fullu í bænum og þá verður garðaúrgangur sóttur í...

Read More

Magnaðir Menningardagar í Áslandsskóla

Árlegir Menningardagar fóru fram í Áslandsskóla í liðinni viku og þemað að þessu sinni fuglar. Skólinn var fagurlega skreyttur hátt og lágt og mátti auðveldlega sjá að mikil vinna og metnaður lágu að baki vikurnar á undan. 10. bekkur opnaði kaffihús til að fjármagna útskriftarferð sína og buðu upp á girnilegar veitingar, náttúruhljóð og stemningu. 3. bekkur setti upp glæsilega sýningu, Konung ljónanna, og var fullt út úr dyrum. Meðal áhorfenda var bæjarstjórinn og fleiri fulltrúar frá bænum. Fjarðarpósturinn kíkti við og smelltum af meðfylgjandi myndum. Myndir...

Read More