Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun fyrir 2018
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar núna undir kvöldmat. Áætlunin ber þess skýr merki að umbætur í fjármálum sveitarfélagsins undanfarin ár eru að skila sér til bæjarbúa. Framundan er uppbygging á þjónustu á hinum ýmsu sviðum sveitarfélagsins og er fjölskyldan í fyrirrúmi. Mikil áhersla er á umbætur í leik- og grunnskólum bæjarins, bæði hvað faglegt starf varðar sem og á húsnæði og aðbúnaði nemenda og starfsfólks. Þættir sem sérstaklega eru teknir fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ: Álagningarhlutföll fasteignagjalda eru lækkuð á íbúa og fyrirtæki og gjaldskrár hækka almennt ekki. Skuldahlutfall fer áfram lækkandi og fjárfest...
Read More