Flokkur: Athyglisvert

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í tónleikaferð

Dagana 22. – 29. september er Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólans í tónleikaferð í vinabæ Hafnarfjarðar, Cuxhaven í Þýskalandi. Hljómsveitin hittir þar fyrir hljómsveitina Amandus sem kom í heimsókn til Hafnarfjarðar í fyrra vor. Alls eru um 30 nemendur í hvorri sveit á aldrinum 13 – 23 ára. Saman vinna þessar hljómsveitir að verkefni sem kalla má „ Hljómur náttúrunnar í nýju samhengi við þjóðlög“. Hljómsveitunum verður skipt upp í minni hópa sem fara út í náttúruna til að upplifa ýmis hljóð eins og sjávarnið, vindgnauð, fuglasöng o.fl. Hljóðfæraleikararnir túlka síðan þessi hljóð með hljóðfærunum sínum um leið og lesin verða ljóð...

Read More

Þolakstur kominn til að vera

Þolaksturskeppni KK fór fyrir ekki all svo löngu fram á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. Níu bílar voru á ráspól og kepptu þeir um hver gæti lokið flestum hringjum á þeim tveim klukkustundum sem þolaksturinn stóð. Símon Wiium sigraði keppnina á Ford Focus RS eftir að hafa lokið 97 hringjum. Brautin er rétt rúmlega 1,6 km löng og ók Símon því slétta 160 kílómetra á þessum tveimur klukkustundum. Næstur honum kom Ingólfur Kr. Guðmundsson á VW Golf sem lauk 96 hringjum og í þriðja sæti var Tómas H. Jóhannesson á Opel Speedster með 95 hringi. Veðrið reyndist keppendum...

Read More

Senda frítt um allt land

Sigríður Margrét Jónsdóttir opnaði Litlu Hönnunar Búðina við Strandgötu fyrir þremur árum. Verslunin fagnaði þriggja ára afmæli á dögunum og Fjarðarpósturinn rak inn nefið. „Þetta átti að vera vinnustofa en þróaðist yfir í það að verða verslun, eiginlega fyrir algjöra tilviljun,“ segir Sigríður og tekur fram að hvatinn hafi frá upphafi verið að bjóða upp á eitthvað sem sé öðruvísi en annars staðar. „Við vildum skapa okkur sérstöðu og erum t.a.m. með verk eftir nokkra íslenska listamenn og hönnuði sem við erum afar stolt af. Einnig kaupum við hluti erlendis frá en veljum vel hvaðan hlutirnir koma og hvernig...

Read More

Útivist valáfangi í Öldutúnsskóla

25 unglingar úr Öldutúnsskóla gengu fyrir skömmu yfir Fimmvörðuháls, flest í fyrsta skipti, og var um að ræða valgrein í unglingadeild, 8-10 bekk. Þetta í annað skipti sem skólinn býður upp á slíka valgrein á haustönn og hafa báðar ferðirnar tekist með eindæmum vel. Að sögn kennara þeirra, Guðrúnar Helgu Kristjánsdóttur, stóðu krakkarnir sig afar vel og komu heim stolt og ánægð með jákvæða reynslu og minningar í farteskinu. Guðrún hefur ásamt Halldóru Pálmarsdóttur haldið utan um þessa valgrein og einnig boðið upp á útivistarval í nokkur ár þar sem farið er í styttri ferðir með það að markmiði að...

Read More

TTK lasagna hagsýnu húsmóðurinnar

Þegar Heiða Ágústsdóttir, Hafnfirðingur og verkefnastjóri garðyrkju og skógræktar hjá Mosfellsbæ, gerir lasagna þá er yfirleitt tekið til í kælinum og hún notar það grænmeti sem hún á í það sinnið. „Ég fer yfirleitt aldrei eftir mælieiningum og nota það sem mér finnst gott og elda nánast aldrei nema hafa hvítlauk og vel af honum. Heiða deilir með okkur uppskrift sem hún notaði einmitt fyrir ekki svo löngu síðan.   Hráefni 6 pastaplötur 1 laukur 4 litlar gulrætur 1 paprika rauð nokkrir kirsuberjatómatar skinka (að vild) maukaðir tómatar hakk ostur   Krydd Paprika Pasta explotion Smá chili flögur Salt...

Read More