Flokkur: Athyglisvert

Höldum áfram með verkefnin

Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi, óska eftir stuðningi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 10. mars n.k. Hér er tilkynning frá Helgu: Á líðandi kjörtímabili hef ég verið formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs og varaformaður Fjölskylduráðs. Ég er formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Sólvangi og hef auk þess komið að fjölmörgum stefnumarkandi verkefnum á kjörtímabilinu. Helstu áherslumál mín eru: Traust og ábyrg fjármálastjórn með skynsemi að leiðarljósi er lykilatriði. Einnig góð umgjörð og aðstaða nemenda og starfsfólks grunn- og leikskóla ásamt því að styðja við öflugt starf íþrótta og tómstundafélaga. „Mér finnst mikilvægt...

Read More

Það sem Hafnfirðingar vilja, mun ég vinna að

Á laugardaginn kemur, 10. mars, verður haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði. Allir þeir sem skráðir eru í sjálfstæðisfélag hér í bænum hafa kosningarétt.  Ég býð mig fram í 3. sæti í þessu prófkjöri. Mig langar að greina frá nokkrum atriðum sem mér finnst skipta miklu máli fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga, atriðum sem ný bæjarstjórn þarf að hafa ofarlega í huga. Tryggja þarf að bæjarbúar njóti alltaf nauðsynlegrar grunnþjónustu   Að alltaf sé til nægt framboð lóða til íbúðarbygginga og lóða fyrir atvinnureksturinn. Lóðir séu ekki notaðar til óhóflegrar skattheimtu   Beytt sé hófsemd í túlkun og framkvæmd á...

Read More

Gerum saman gott bæjarfélag enn betra

Sveitarstjórnarmál eru fjölskyldumál og því mikilvægt að við völd séu einstaklingar sem af áhuga og með hjartanu vinna að þeim málum sem skipta íbúa bæjarfélagsins máli.  Taka þarf ákvarðanir með væntingar íbúanna í huga í samtali og sátt við þá.  Hafnarfjörður býr yfir fjölbreyttum möguleikum þegar kemur að afþreyingu og tækifærin eru endalaus. Fjárhagsstaða bæjarins er að mörgu leiti góð og sannarlega leynast í því tækifæri til að gera bæinn okkar eftirsóknarverðari. Út að leika Eitt af mikilvægu málum hvers bæjarfélags er að hlúa að menningu og listum.  Sem formaður menningar og ferðamálanefndar hef ég lagt ofur áherslu á...

Read More

Ég hef haft tíma fyrir Hafnarfjörð

Fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins vorið 2014 sagðist ég hafa tíma fyrir Hafnarfjörð, í þessu fólst að næði ég kjöri sem bæjarfulltrúi gæfi ég mér allan þann tíma sem þyrfti sem kjörinn fulltrúi Hafnfirðinga í málefni Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga. Allt þetta kjörtímabil hef ég haft það að aðalstarfi að vera fulltrúi ykkar. Nái ég árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og í sveitarstjórnarkosningunum mun ég áfram hafa tíma fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Samheldni og áræðni. Niðurstaða síðasta prófkjörs Sjálfstæðisflokksins skilaði samheldnum hópi einstaklinga sem hafði og hefur það eitt að markmiði að vinna vel fyrir bæinn sinn, bæta hag íbúa, unga sem aldna....

Read More

45 lóðir auglýstar til úthlutunar

Hafnarfjarðarbær hefur auglýst 45 lóðir fyrir um 90 íbúðir til úthlutunar í nýju og vistvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið mikilli náttúrufegurð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Öll aðstaða verður til fyrirmyndar í hverfinu og til marks um það var fyrsta skóflustunga að Skarðshlíðarskóla tekin í haust sem leið og standa framkvæmdir yfir við hann núna. Skólinn mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um...

Read More