Flokkur: Athyglisvert

Stigataflan á nýju ári

Um áramót er gott að líta yfir farinn veg, staldra aðeins við og fara yfir stigatöfluna. Sumir slagir hafa unnist með sætum sigrum, en aðrir tapast. Þannig er lífið og eru slíkir öldudalir og toppar samofnir í líf sérhvers manns á ári hverju. Þetta er alla jafna tíminn til þess að kveðja hið liðna, nýta reynsluna og undirbúa sig betur fyrir komandi ár, næstu verkefni og óvissuferðina árið 2018. Flestir geta verið sammála um að á Íslandi sé gott að búa. Þrátt fyrir smæð okkar, erum við öflugt samfélag. Tækifærin eru víða og samfélagið okkar tekur örum breytingum enda...

Read More

Kenndu kynslóðum að aka bíl

Hjónin Sigurlaugu Jónínu Jónsdóttur og Ólaf Kristberg Guðmundsson þekkja flestir Hafnfirðingar undir nöfnunum Gógó og Óli, en þau kenndu samtals vel á annað þúsund bæjarbúum af nokkrum kynslóðum að aka bíl. Þau búa í Háabergi en Óli er sannur gaflari, fæddur í kjallaranum á Selvogsgötu 10 árið 1930. Gógó kom til Hafnarfjarðar 18 ára gömul til að starfa á St. Jósefsspítala. Þar kynntist hún Óla. Óli flutti þriggja mánaða með foreldrum sínum að Selvogsgötu 22 og ólst þar upp. Pabbi hans byggði það hús og Óli byggði sjálfur síðar hús efst við Selvogsgötuna. „Ég bjó því samtals 63 ár...

Read More

Fimm Í 60 fermetra íbúð

Hafnfirðingurinn Katrín Ósk Einarsdóttir býr ásamt unnusta sínum Kristjáni Erni Kristjánssyni og þremur börnum (Kristjáni Einari 7 ára, Ásdísi Kötlu 5 ára og Bryndísi Köru 2 ára) í tæplega 60 fermetra raðhúsi á Kagsåkollegi í Søborg sem er í úthverfi Kaupmannahafnar. Við báðum þau að lýsa aðeins fyrir okkur hvernig lífið gengur fyrir fjarri Fróni. Fjölskyldumynd tekin í Hellisgerði í sumar.   Katrín Ósk segir að það sem sé öðruvísi við að búa í Danmörku en á Íslandi sé að úti eru hlutirnir ódýrari en á móti komi að þótt matvara sé t.d. ódýrari þá sé vatn og rafmagn dýrara....

Read More

Sýnir lífið eins og það er

Ég heiti Tinna Freysdóttir og er nýorðin 29 ára, gift tveggja barna móðir. Ég er innfluttur andskoti en tel mig samt 100% Hafnfirðing, enda búin að búa hér síðan ég var 5 ára. Ég ólst upp á Holtinu og seinna meir á Álfaskeiðinu og gaman að segja frá því að ég bý þar í dag, hef s.s. búið í 3 blokkum í götunni, enda besta gata bæjarins! Ég opnaði snappið fyrir rúmu ári þar sem ég var hvort sem er mjög virk á snappinu og fannst þetta mjög gaman og ákvað að slá til. Ég myndi klárlega flokkast sem...

Read More

Fjölmennt og góðmennt á jólafundi FEBH

Það var troðfullur salur á jólafundi Félags eldri borgara í Hafnarfirði sem haldinn var í húsnæði félagsins, Hraunseli, snemma á aðventunni.  Boðið var upp á afar ljúfar veitingar og skemmtilega dagskrá. Séra Stefán Már Gunnlaugsson kom með hugvekju, Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði, söng falleg jólalög við undirleik Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Þá tóku Björgvin Franz Gíslason, Esther Jökulsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson hressileg atriði úr söngleiknum Hnallþórujólum. Fjarðarpósturinn varði ánægjulegri stund með þessum góða hópi og smellti af nokkrum myndum. Þær birtast hér loksins á vefnum.     Myndir...

Read More