Flokkur: Athyglisvert

Crossfit-æfing til styrktar fjölskyldu Svans

Um helgina fór fram opin æfing hjá CrossFit Hafnarfjörður til styrktar fjölskyldu Svans Pálssonar sem lést langt fyrir aldur fram þann 22. ágúst eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Fullt var út úr dyrum þegar vinir Svans og vandamenn komu saman og tóku þátt í sérstakri æfingu sem nefnd var eftir  honum, Svans Wod-ið. Þeim sem vilja styrkja fjölskyldu Svans á þessum erfiðu tímum er bent á eftirfarandi styrktarreikning. 130 – 26 – 802173 kt:210673-3509...

Read More

Fallegustu garðar Hafnarfjarðar

Föstudaginn 26. ágúst voru viðurkenningar fyrir snyrtileika og fegurð lóða í Hafnarfirði veittar við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Eigendur garða við Brekkugötu 25, Dvergholt 11, Fléttuvelli 29 og Hringbraut 29 fengu viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu, snyrtimennsku og metnað í garðyrkjustörfum sínum. Þá fékk fjölbýlishúsið við Hringbraut 2a, 2b og 2c viðurkenningu fyrir snyrtilegt útisvæði. Gaukás 39-65 þykir fallegasta gatan í Hafnarfirði og hefur hlotið nafnbótina Stjörnugatan. Stjörnugatan er Gauksás 39-65 þar sem íbúar hafa í samstarfi sínu skapað snyrtilega og fallega götuásýnd.   Fyrirtækin Héðinn, Te & kaffi og Krónan hlutu einnig verðlaun fyrir snyrtileika...

Read More

Nú byrjar ballið

Nú – Framsýn menntun er nýr skóli á unglingastigi á Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Nú, er sjálfstætt starfandi skóli sem leggur áherslu á rafræna námshætti og íþróttir. Fjarðarpósturinn hitti Gísla Rúnar Guðmundsson skólastjóra og kennara og Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóra skólans fyrsta skóladag og fékk smá innsýn í starfið sem þarna fer fram. „Nú er fyrsti dagurinn okkar búinn og hann rann vel í gegn. Við erum með 34 nemendur úr ólíkum íþróttagreinum. Við erum með 5 nemendur utan Hafnarfjarðar og 29 úr Hafnarfirði. Þetta er þrælskemmtilegur hópur og við hlökkum mikið til að starfa með þeim áfram.“ Segir...

Read More

Ganga í takt á Hamrinum

Erla Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarskólameistari í Flensborg. Hún hefur starfað við skólann frá árinu 2002, fyrst sem sögukennari, en einnig sem sviðsstjóri félagsgreina. Auk þess að kenna við Flensborg hefur hún m.a. kennt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, starfað sem frétta- og dagskrárgerðarkona og tónlistarkona. Þá hefur hún stýrt útgáfu Gaflarans og gefið út bækur, svo nokkuð sé nefnt. Framtíðin björt „Nýja starfið leggst vel í mig enda um margt spennandi tímar framundan í Flensborgarskólanum. Við sjáum loksins til lands í kjölfar styttingar náms og breytinga á kjaraumhverfi kennara. Um leið höfum við staðið vörð um gæði námsins og við erum...

Read More