Flokkur: Athyglisvert

Sýnir lífið eins og það er

Ég heiti Tinna Freysdóttir og er nýorðin 29 ára, gift tveggja barna móðir. Ég er innfluttur andskoti en tel mig samt 100% Hafnfirðing, enda búin að búa hér síðan ég var 5 ára. Ég ólst upp á Holtinu og seinna meir á Álfaskeiðinu og gaman að segja frá því að ég bý þar í dag, hef s.s. búið í 3 blokkum í götunni, enda besta gata bæjarins! Ég opnaði snappið fyrir rúmu ári þar sem ég var hvort sem er mjög virk á snappinu og fannst þetta mjög gaman og ákvað að slá til. Ég myndi klárlega flokkast sem...

Read More

Fjölmennt og góðmennt á jólafundi FEBH

Það var troðfullur salur á jólafundi Félags eldri borgara í Hafnarfirði sem haldinn var í húsnæði félagsins, Hraunseli, snemma á aðventunni.  Boðið var upp á afar ljúfar veitingar og skemmtilega dagskrá. Séra Stefán Már Gunnlaugsson kom með hugvekju, Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði, söng falleg jólalög við undirleik Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Þá tóku Björgvin Franz Gíslason, Esther Jökulsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson hressileg atriði úr söngleiknum Hnallþórujólum. Fjarðarpósturinn varði ánægjulegri stund með þessum góða hópi og smellti af nokkrum myndum. Þær birtast hér loksins á vefnum.     Myndir...

Read More

„Nei, ég er hinn!“

Tvíburabræðurnir Ólafur og Guðjón Sveinssynir telja að þeir hafi fæðst um tíuleytið að morgni og vita að það var 4. desember 1946. Þeir urðu 71 árs daginn sem þeir voru plataðir í þetta viðtal og tóku því með stóískri ró, sem einkennir þá báða. Þó meira Ólaf, sem alltaf er kallaður Óli. Guðjón, sem kallaður er Gaui vill þó meina að hann sé þögla týpan. Óli er ósammála því og hæðniskotin ganga þeirra á milli. Bræðrakærleikur af gamla skólanum í sinni fallegustu mynd. Óli og Gaui panta sér báðir te á Pallett; Óli grænt og Gaui svart. „Óli er heilbrigðari en ég þótt við höfum báðir hætt...

Read More

Áramótabrennan á gamlárskvöld

Áramótabrennan verður sem fyrr haldin á íþróttasvæði Hauka á Völlunum á gamlárskvöld kl 20:00. Nánar tiltekið í hrauni fyrir framan íþróttamiðstöð en það eru Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni.  Gestum og gangandi er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri, skilja flugeldana eftir heima og njóta til fulls samveru með vinum, ættingjum og öðrum hressum íbúum og gestum Hafnarfjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundanefnd, forvarnafulltrúi, foreldraráð og foreldrafélög í Hafnarfirði ásamt lögreglu hvetja foreldra barna og unglinga í Hafnarfirði að gera gamlárskvöld að fjölskylduvænu og skemmtilegu kvöldi. Að venju má búast...

Read More

Arna Stefanía og Róbert Ísak íþróttafólk ársins

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í gær fyrir afhendingu viðurkenninga til  íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli  og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2017. Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttafólk Hafnarfjarðar árið 2017. Guðbjörg Oddný Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundarnefndar Hafnarfjarðar, setti hátíðina og svo tók við keflinu Hörður Þorsteinsson sem stýrði dagskránni. Í ræðu Guðbjargar kom ma.a fram að um 15 þúsund manns æfa íþróttir í Hafnarfirði (hálfur bærinn) og m.a. vegna...

Read More