Flokkur: Athyglisvert

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði verður haldin þriðjudaginn 13. mars kl. 17 í Hafnarborg. Keppnin er haldin í 22. skipti í Hafnarfirði þar sem keppnin er elst og á sér upphaf en í dag er hún haldin nánast um allt land. Þessa dagana er keppninni að ljúka í hverjum skóla með hátíð þar sem tveir fulltrúar hvers skóla eru valdir á lokahátíðina í Hafnarborg. Á lokahátíðinni munu nemendur lesa upp ljóð og sögur en skáld keppninnar að þessu sinni eru Sigrún Eldjárn og Ólafur Jóhann Sigurðarson. Á lokahátíðinni í Hafnarborg eru jafnfram veitt verðlaun í samsagnasamkeppni sem staðið hefur...

Read More

Vel heppnað hlaðborð í Flensborg

Starfa- og menntahlaðborð Flensborgarskóla fór fram fyrir rúmri viku, þar sem fyrirtækjum var boðið að koma og kynna starfsemi sína, þau störf sem þar eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. Fjölmörg fyrirtæki og skólar nýttu þetta tækifæri og kynntu sig fyrir nemendum skólans. Nemendur gengu á milli og fengu stimpla á blað frá þeim sem þau kynntu sér. Fjarðarpósturinn var að sjálfsögðu á staðnum. Myndir:...

Read More

Spáir Degi sigri

Um helgina fara úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fram sem þýðir að á mánudaginn næsta vitum við hverjir verða fulltrúar Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í vor. Keppnin á sér marga aðdáendur hér á landi sem í daglegu tali nefnast júróvision nörd. Þau vita ótrúlegustu hluti um keppnina, eins og hver hafnaði í 12. sæti í keppninni 1986 (Ketil Stokkan), fylgjast með forkeppnum í öðrum löndum og skella sér svo á Júróvisionkeppnina sjálfa, hvort sem hún er haldin í Kaupmannahöfn eða í Baku. Hafnfirðingurinn Hlynur Skagfjörð Sigurðsson skilgreinir sjálfan sig sem Júróvision nörd og segist alltaf hafa haft...

Read More

Veturinn harður en ekki óvenjulegur

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að tíðin hefur verið óvenju rysjótt undanfarnar vikur þar sem lokanir á vegum og gular-, rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið nánast daglegt brauð. Lægðirnar halda áfram að raða sér upp yfir landinu og í vikunni er enn á ný von á slæmu veðri og ef spár rætast verður ekkert ferðaveður, eins og veðurfræðingar kalla það, um miðja vikuna. Af þessu tilefni ákvað blaðakona Fjarðarpóstsins að hafa samband við veðurfræðinginn Einar Sveinbjörnsson og spyrja hann út í veðurfræðina, veðuráhuga íslendinga og hvort blessað vorið sé ekki á næsta leytifari ekki að...

Read More

Bærinn og BFH undirrituðu samninga

Hafnarfjarðarbær og Brettafélag Hafnarfjarðar skrifuðu undir samning í dag en Brettafélagið hefur stækkað umtalsvert á fáum árum og deildum innan þess fjölgað. Í dag er þar afar stór snjóbrettadeild sem í dag ein sú stærsta á Íslandi. Brettafélagið var tómstundafélag en á síðasta ári breyttist félagið í íþróttafélag og tekur í dag virkan þátt í starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Gerðir eru tveir samningar við félagið, annar er rekstrarsamningur sem snýr að því að reka húsnæðið sem félagið hefur og hinn snýr að því styðja við félagið í tengslum við fjölda og gæði barna- og unglingastarfsins. Hafnarfjarðarbær leggur auk þessara samninga viðbótarframlag...

Read More