Flokkur: Athyglisvert

Hafnfirðingur ársins: þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Tilnefnd að þessu sinni eru átta manns og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga:    Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, samskiptafulltrúi Hrafnistu í Hafnarfirði. „Hún er einstaklega hjálpsöm, góð, setur alla aðra alltaf í forgang, er með stæsta hjarta sem ég veit um, gefur af sér til félags- og líknarmála, hefur starfað síðustu ár sem samskiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafnarfirði og komið m.a. að starfi Heimilisiðnaðarfélagsins. Hún er mörgum vel kunnug innan Hafnarfjarðar enda verið búsett þar alla sína ævi. Hún ætti virkilega þennan...

Read More

Selma Rún er dúx Flensborgarskóla

Alls voru útskrifaðir 67 stúdentar frá Flensborgarskólanum í gær. Dúx var Selma Rún Bjarnadóttir með 9,37 en semidux Sverrir Kristinsson með 9,07. Stúdentarnir skiptust í 34 karla og 33 konur. 20 ljúka skv. nýrri námskrá. Einn nemandi lýkur námi af nýrri námsbraut á tveimur og hálfu ári. Sá fyrsti sem það gerir. Á afrekssviði eru 13 manns en annars skiptist hópurinn svo niður á brautir: Af félagsfræðibrautum útskrifast 26, þar af fjögur skv. nýrri námskrá. Af málabrautum er einn nemandi. Af náttúru- og raunvísindabrautum 21 þar af 4 skv. nýrri námskrá. Af viðskiptabrautum átta – þar af einn af...

Read More

Fékk styrk úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar

Við brautskráningu í Flensborg í gær veitti stjórn Fræðslusjóðs Jóns Þórarinssonar Bryndísi Skarphéðinsdóttur styrk sem var kr. 400.000,-. Bryndís lauk stúdentsprófi frá Flensborg 2010 og hefur síðan m.a. stundað nám í Alþjóðlegum Heilsufræðum, sem snýr að heilsueflingu og fyrirbyggingu sjúkdóma á alþjóðlegum vettfangi, verið í starfi hjá UN-Women, stefnir á nám í Þróunarfræðum þar sem lögð er áhersla á þróunarmál og hvernig sé hægt að vinna með fyrirtækjum til að stuðla að stefnumótun fyrir sjálfbæra þróun. Hún var því miður ekki viðstödd athöfnina enda stödd í Suður Ameríku vegna starfa sinna. Á myndinni sést móðir Bryndísar taka við styrknum....

Read More

„Sumir segja bara Sandri!“

Tvíburabræðurnir Sindri Snær og Andri Fannar Ingólfssynir eru fæddir 21. janúar 1999 og æfa knattspyrnu með Haukum. Þeir stunda báðir nám við Flensborgarskóla á náttúrufræðibraut og hafa átt sömu áhugamál alla tíð. Sindri Snær og Andri Fannar voru mjög líkir nýfæddir og foreldrarnir brugðu á það ráð að klæða þá í ólíka liti til að greina þá í sundur fram að tveggja ára aldri. Þegar horft er aftan á bræðurna þá eru þeir alveg eins og það er þá helst sem fólk ruglar þeim saman. „Fyrir skömmu var ég í skólanum og einn kennarinn sem Sindri er hjá hélt...

Read More

Merktu þær á iljunum

Ragnheiður Thorarensen og Unnur Thorarensen Skúladætur eru nemendur í Víðistaðaskóla og búa ásamt móður sinni, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, föðurnum Skúla Thorarensen Theódórssyni og tveimur bræðrum við Kirkjuveg. Systurnar eru eineggja tvíbuar, fæddar 15. desember 2009, og eru því alveg að verða 8 ára. Þær voru svo líkar nýfæddar að foreldrarnir tússuðu A og B undir iljarnar til að greina þær að. „Hún er með síðara hár en ég! Og kannski öðruvísi augu. Amma þekkir alltaf muninn á augunum og eyrunum,“ segir Ragnheiður þegar systurnar eru spurðar um hver helsti munurinn á þeim sé. „Þegar það er verið að tala...

Read More