Flokkur: Frístundir

Grunnskólahátíð í Gaflaraleikhúsinu

Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði fór fram sl. miðvikudag. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til mikils sóma. Að deginum til voru leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu þar sem nemendur úr skólum bæjarins sýndu atriði og leikhópur Gaflaraleikhússins sýndi einnig afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Fjarðarpósturinn kom við á generalprufu sem haldin var kvöldið áður. Myndir...

Read More

Gengu allar götur í Hafnarfirði

Systurnar Ásdís Björk og Erla Dögg Kristjánsdætur eru uppaldir Hafnfirðingar og búa við Miðvang hér í bæ. Þær eru ólíkar en samrýmdar og finnst fátt betra en að taka göngutúr saman. Einn góðan veðurdag í júní í fyrra (eða eins góðir og þeir urðu það árið!) fékk Ásdís þá hugmynd að þær myndu ganga allar 302 götur í Hafnarfirði á fjórum mánuðum. Við hittum systurnar og fræddumst aðeins meira um þennan gjörning sem er ekkert annað en afrek. Um páskaleytið í fyrra vildu Ásdís, miðasölustjóri í Hörpu og Erla, félagsráðgjafi, taka sig taki og fara í reglulegar göngur til...

Read More

Sveinbjörg, Jón Ragnar og Unnur í Söngkeppni Samfés

Söngkeppni Hafnarfjarðar fór fram í síðustu viku og má með sanni segja að framtíðin sé björt í tónlistarlífi Íslendinga. Það var mat dómnefndar að sjaldan hafi eins margir hæfileikaríkir söngvarar tekið þátt. Tvö atriði voru valin til þess að taka þátt í Söngkeppni Samfés þann 23. mars. Þau voru Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir og Jón Ragnar Einarsson úr félagsmiðstöðinni Mosanum og Unnur Elín Sigursteinsdóttir úr Öldunni. Í öðru sæti varð svo Kolbrún Camilla Jónsdóttir úr Ásnum og í þriðja sæti Birkir Ólafsson úr Hrauninu.   ...

Read More

Hreysti og uppskera í Hamarssalnum

Heilsuefling Janusar efndi til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Hamarssal Flensborgarskóla þarsíðasta fimmtudagskvöld. Þangað kom ekki einungis hafnfirskt íþróttafólk af heldri kynslóðinni, heldur einnig fjölmennti hópur Reykjanesbæinga sem hafa einnig notið handleiðslu Janusar undanfarið ár. Glatt var á hjalla, söngur og gleði og meðal skemmtiatriða voru Geir Ólafsson söngvari, Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona og Þórir Baldursson tónlistarmaður. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af myndum. Fleiri myndir á vegum Heilsueflingar Janusar eru hér. Myndir OBÞ og Heilsuefling...

Read More

Skákklúbburinn Riddarinn tvítugur

Riddarinn, skákklúbbur eldri borgara á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu, á 20 ára afmæli í ár.  Af því tilefni var efnt til sérstaks hátíðar- og afmælismóts í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, með góðum verðlaunum og hátíðarkaffi.     Síðan haustið 1998 hafa eldri skákmenn víðs vegar að af höfuðborgarsvæðinu mætt  reglulega til tafls í Vonarhöfn, skáksal Riddarans. Skákfundirnir eru haldnir á miðvikudögum kl. 13 -17 allan ársins hring. Því lætur nærri að mótin séu nú orðin um 1000, umferðirnar um 11.000 og skákirnar vel á annað hundrað þúsund talsins. Það var Bjarni Linnet, póstmeistari, skákmeistari Hafnarfjarðar fyrr á tíð, sem sumarið 1998 leitaði ásamt tveimur...

Read More