Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2018. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör á á sölubásnum. Í Jólaþorpinu verða um 20 skreytt einingahús sem eru 5,8 m2 að stærð. Góð aðsókn hefur verið í söluhús Jólaþorps Hafnarfjarðar síðustu árin og því er valið úr innsendum umsóknum þar sem horft er sérstaklega til nokkurra þátta. Í ár opnar Jólaþorpið föstudaginn 30. nóvember og verður þá opið frá kl. 17:00 –...

Read More

Blossandi lukka í árlegu hlaupi ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2018 var sett við Hraunvallaskóla í ljómandi fínu veðri 6. september. Um 800 nemendur skólans tóku þátt í setningunni og gátu valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, var á staðnum til að hvetja nemendur áfram og fór einnig vel á með Blossa og skólastjóranum Lars Imsland.  Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttöku-þjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ hefur því ákveðið...

Read More

Jóga í vatni á Hrafnistu

Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir og er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann í mörg ár á hjúkrunarheimili, síðan á geðsviði Lsh, deildarstjóri skólaheilsugæslu og vinnur í dag á blóðlækningadeild Lsh þar sem hún þróar slökun fyrir starfsfólkið. Guðbjörg býður upp á Jóga í vatni í laug Hrafnistu hér í Hafnarfirði. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að geta bætt líðan fólks, bæði andlega og líkamlega. Það gefur mér mest til baka. Eiginlega er hægt að segja að ég brenn fyrir því sem getur bætt heilsu, aukið vellíðan og lífshamingju fólks,“ segir Guðbjörg, en hún hefur farið á mörg námskeið í tímans...

Read More

Árlegi sjálfboðaliða- og gróðursetningardagurinn

Laugardaginn 15. september efnir Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til hins árlega sjálfboðaliða – gróðursetningardags. Áætlað er að hittast við sparkvöllinn skammt vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá módelflugvellinum og Hamranesinu. Síðan verður gróðursett í hlíðarnar þar sem áður voru sorphaugar bæjarins og síðan tippur. Byrjað verður kl. 10. Að gróðursetningu lokinni verður boðið upp á hressingu í Þöll. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268. Mynd frá...

Read More

Rannsaka samskipti kynjanna

Menningarfélagið mooz sýnir Allt sem er fallegt í lífinu í Gaflaraleikhúsinu næstkomandi laugardag. Verkið var frumsýnt í lok ágúst í félagsheimili Seltjarnarness við góðar undirtektir. Tvær sýningar verða, klukkan 15 og 20 og boðið verður upp á umræður eftir hana. Sýningin rannsakar samskipti kynjanna með hugmyndum félagsfræðingsins R.W. Connells um ríkjandi karlmennskugerðir til hliðsjónar. Hópurinn vann sýninguna í samsköpun undir listrænni stjórn Stefáns Ingvars Vigfússonar, en BA ritgerð hans af sviðshöfundabraut var innblástur hennar: „Í ritgerðinni skoða ég leikritin SOL eftir Sóma þjóðar og Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Á yfirborðinu eiga þessa verk sáralítið sameiginlegt, annað en gefa karlmönnum mikið...

Read More