Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Kynning á fjölþættri heilsurækt

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Janus Guðlaugsson undirrituðu fyrr í janúar samstarfssamning sveitarfélagsins við Janus Heilsueflingu slf, til eins og hálfs árs, í tengslum við heilsueflingu allt að 160 íbúa Hafnarfjarðarbæjar á aldrinum 65 og eldri. Um er að ræða þolþjálfun sem fer fram einu sinni í viku í ýmsum stöðum í bænum en í dag verður haldin kynningarfundur í Hraunseli við Flatahraun n.k. kl. 14.00. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku. Upphafið að þessu verkefni er doktorsverkefni Janusar Guðlaugssonar, PhD-íþrótta- og heilsufræðings; Multimodal Training Intervention – An approach to Successful Agingsem má þýða sem Fjölþætt heilsurækt...

Read More

Máttur íbúa mikill

Markaðsstofa Hafnarfjarðar (MsH) er sjálfseignarstofnun, rekin af fyrirtækjunum í bænum sem greiða árgjald og með framlagi frá Hafnarfjarðarbæ. MsH var stofnuð í október 2015 og er stjórn hennar kjörin á árlegum aðalfundi og hana skipa fjórir fulltrúar frá aðildarfyrirtækjum og þrír frá Hafnarfjarðarbæ. Í dag eru aðildarfyrirtæki stofunnar 85 og þeim fjölgar hratt. Framkvæmdastjóri og jafnframt eini starfsmaðurinn er Ása Sigríður Þórisdóttir, en hún hóf störf í mars 2016. Fjarðarpósturinn ræddi við Ásu um MsH og hlutverk stofunnar. Frá samkomu á vegum MsH í haust. Frá stofnun MsH hefur verið lögð áhersla á að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti...

Read More

Þrjú hafnfirsk mjúkdýr í úrslitum

Teikningar eftir þrjár hafnfirskar stúlkur voru valdar í úrslit í samkeppni um drauma-mjúkdýr hjá IKEA og fara teikningarnar í alþjóðlega keppni um mjúkdýr sem verða framleidd og seld í verslunum IKEA á heimsvísu. Þær Embla Katrín Oddsteinsdóttir, Karen Ólafía Guðjónsdóttir og Sonia Laura Krasko voru glæsilegir fulltrúar Hafnfirðinga. Sonia er með dálitla reynslu í þessum „bransa“, því hún á nokkur dýr sem hafa verið saumuð eftir teikningum hennar. IKEA hefur undanfarin ár staðið fyrir teiknisamkeppni meðal barna 12 ára og yngri. Börnin geta sent inn myndir af drauma-mjúkdýrunum sínum og teikningarnar eiga möguleika á að enda í lokakeppninni og...

Read More

Hamraneslína skuli víkja fyrir árslok

Vegna fréttar Fréttablaðsins í dag, föstudaginn 19. janúar vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri. Það er rétt að nokkrum lóðum í Skarðshlíð hefur verið skilað inn til bæjarins en stærstur hluti þeirra hefur farið í úthlutun þeirra sem voru á biðlistum eftir lóðum í hverfinu. Þeir aðilar sem skilað hafa lóðum hafa einkum borið við tveimur ástæðum. Annarsvegar að fjármögnun fyrir viðkomandi framkvæmda hafi ekki tekist og hins vegar sú óvissa sem skapast hefur vegna kæru ferla sem nú er til meðferðar er varða flutnings Landsnets á Hamraneslínu sem þverar Skarðshlíðarhverfið. Staðan varðandi línurnar og innskil lóða vegna þeirra...

Read More

Bökunarilmur um alla ganga á Sólvangi

Á hjúkrunarheimilinu Sólvangi var í nógu að snúast í aðdraganda jólanna. Á föstudögum í desember bakaði heimilisfólk  ásamt starfsfólki Sólvangs og sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum hátt í 3000 smákökur sem við nutum öll góðs af. Bökunarilmurinn var um alla ganga og margar góðar minningar rifjuðust upp. Einnig voru litlu jólin haldin þar sem drukkið var hátíðarkaffi og Borgardætur komu okkur svo sannarlega í jólaskapið með einstaklega fallegum jólalögum. Kórinn Hljómur kom í heimsókn og haldnar voru aðventustundir, jólabingó, harmonikkuball með Friðjóni ásamt því að karlakórinn Þrestir söng. „Við á Sólvangi leggjum áherslu á að skapa jákvætt og fjölbreytt félagslegt...

Read More