Flokkur: Fyrirtækin í bænum

420 hjálmar og pylsupartý

Kiwanisklúbbarnir í Hafnarfirði í samstarfi við Eimskip gáfu fyrir skömmu börnum fæddum 2011 reiðhjólahjálma, en þetta er árviss viðburður við Kiwanishúsið Helluhreuni. 420 börn í Hafnarfirði fengu hjálma og boðið var upp á pylsur og Svala og nammi frá Góu. Fjarðarpósturinn kíkti við.   Myndir OBÞ...

Read More

Uppselt á Heima hátíð – myndir

Í fyrsta skipti í fimm ára sögu Heima-hátíðarinnar seldust upp allir miðar. Vinsældir hátíðarinnar hafa farið stigvaxandi á milli ára og að sögn skipuleggjenda gekk allt að óskum og fjöldi manns lagði leið sína á milli staða, sem kyrfilega voru merktir með blöðrum og kortlagðir á dagskrárblöðungi. Eins og aðrir hátíðargestir gerðum við okkur heimakomin og fönguðum einstaka stemninguna.  Myndir: Olga Björt og Freyja...

Read More

Ólafssalur vígður á Ásvöllum

Nýr og glæsilegur íþróttasalur Hauka var vígður á Ásvöllum í liðinni viku, á 87. afmælisdegi félagsins. Fjöldi manns var saman kominn til að fagna þessum tímamótum, en þetta er fyrsti sérhannaði körfuboltasalur á landinu og er nefndur eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, hinum mikla og merka Haukamanni sem lést fyrir aldur fram fyrir 5 árum. Viðburðinum stjórnaði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka og til máls tóku m.a. vinir Ólafs heitins og ekkja hans, Gerður Guðjónsdóttir sem einnig færði félaginu eina milljón króna úr minningasjóði Ólafs. Fulltrúar S.Þ. verktaka afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, formanni bæjarráðs, lykil að húsinu sem færði síðan lyklavöldin yfir...

Read More

„Nú er ég búinn að meika það!“

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson hlaut útnefninguna bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar árið 2018 við hátíðlega athöfn í Hafnarborg á síðasta degi vetrar. Í ræðu sem Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, kom m.a. fram hversu sterkar rætur Björgvin hefur ætíð haft í Hafnarfirði og hann hafi í tímans rás verið duglegur að minnast á upprunann. Í þakkarræðu sinni sagði Björgvin að núna væri hann búinn að meika það!  Björgvin Halldórsson þarf vart að kynna, en hann hefur skemmt kynslóðum og framleitt tónlistarefni í yfir 50 ár. Hann hefur gefið út um 30 plötur, auk miklu fleiri sem hann hefur komið að á einn eða...

Read More