Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Kynlíf og húmor í Gaflaraleikhúsinu

Fyrsta skiptið er spennandi, opinská og grenjandi fyndin sýning Í Gaflaraleikhúsinu um allt það sem margir þora ekki að tala um. Höfundar og leikarar eru ungmenni sem hafa þrátt fyrir ungan aldur skapað sér nafn í íslenskum leik- og skemmtibransa. Frumsýning verður nk. sunnudag og við litum inn á æfingu og ræddum við Björku Jakobsdóttur leikstjóra.    Björk hafði samband við þennan hóp því henni fannst þau hafa verið skapandi og unglingar horfa upp til þeirra. Í hugmyndavinnunni kviknaði svo að taka fyrir fyrsta skiptið, sem allir geta tengt við á einhvern hátt. „Þessir krakkar eru aðeins eldri en algengt...

Read More

Ofurhetjur til fyrirmyndar í Ólafssal

Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, hefur verið í áralöngu samstarfi við SOI, alþjóðasamtök Special Olympics og nú er mikil áhersla á körfubolta fyrir börn. Kristinn Jónasson fór sem fulltrúi Íslands á fund Special Olympics í Portúgal í vor, þar sem verkefnið var kynnt og hefur í kjölfarið unnið að því að setja á fót körfuboltaæfingar hjá Haukum í Hafnarfirði. Við kíktum á æfingu sl. sunnudagsmorgun og kynntum okkur málið. Æfingarnar fara í Ólafssal, en Ólafur Rafnsson heitinn, fyrrum forseti ÍSÍ var einn af frumkvöðlum hjólastólakörfubolta á Íslandi. Kristinn segir litla fjölbreytni í úrvali íþrótta fyrir börn með sérþarfir. „Ég tók að mér...

Read More

Barrokktónlist í Hafnarborg

Tónleikar sem bera yfirskriftina Haustlauf verða haldnir í Hafnarborg laugardaginn 13. október næstkomandi kl 17:00.  Tólf manna strengjasveit mun spila tónlist frá barokktímabilinu og er skipuð eftirtöldum:  Fiðla Ágústa María Jónsdóttir Hlíf Sigurjónsdóttir Kristján Matthíasson María Weiss Martin Frewer Sigurlaug Eðvaldsdóttir Víóla Martin Frewer Sarah Buckley Selló Þórdís Gerður Jónsdóttir Greta Rún Snorradóttir Bassi Páll Hannesson Efnisskrá: Concerto Grosso nr. 11 í B dúr – A. Corelli Sonata a Cinque í g moll op. 2 nr. 6 – T. G. Albinoni Concerto Grosso nr. 9 í F dúr – A. Corelli Konsert fyrir tvær fiðlur í d moll eftir...

Read More

Beggi og Pacas Krydduðu tilveruna

Veitingastaðurinn Krydd stóð að konukvöldi með Begga og Pacasi fyrir skömmu. Þeir gerðu sér lítið fyrir og troðfylltu staðinn af hressum konum á ýmsum aldri. Ýmis fyrirtæki kynntu sínar vörur og starfsemi og gáfu afslætti, svo sem Sign, Olay, Malava og YSL, Modus hár- of snyrtistofa. Mesta lukku vakti þegar Beggi gekk á milli borða og spáði fyrir konunum af sinni alkunnu snilld. Eigendur og starfsfólk Krydd hafa verið ötulir við að brydda upp á nýjungum og skemmtilegheitum, með viðburðum, lifandi tónlist og fleiru og fengið frábærar viðtökur. Fjarðarpósturinn kíkti við á konukvöldinu. Þess má geta að annað kvöld...

Read More

Guðni þjálfar meistaraflokk FH

Guðni Eiríksson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH. Guðni er þrautreyndur þjálfari og hefur starfað lengi fyrir félagið. Hann var aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna árin 2015 og 2016. Sumarið 2015 vann liðið sér síðast rétt til þess að spila í úrvalsdeildinni og spilaði svo í Pepsí deildinni 2016. Árið 2015 var hann einnig þjálfari 2. flokks kvenna og gerði liðið að Íslandsmeisturum. Þetta fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild FH. Guðni er spenntur fyrir verkefninu sem er framundan. „Ég þekki vel til meistaraflokks kvenna hjá FH eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þar í tvö ár og veit...

Read More