Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Hreinsunarátakið Flottur fjörður að hefjast

Næstkomandi laugardag blæs Hafnarfjarðarbær til vorhreinsunardaga í bænum þar sem íbúar eru hvattir til þátttöku sem skipulögð er við lóðir grunnskólanna og sundstaði í bænum. Þá verður einnig unnið með fyrirtækjum í hreinsun í þeirra umhverfi og gámum komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Hreinsunardagur starfsfólks verður 18. apríl en þá tekur starfsfólk bæjarins sig til að þrífa í nágrenni ráðhússins og annarra opinberra bygginga. Götuþvottur er þegar hafin og er á fullu í bænum og þá verður garðaúrgangur sóttur í...

Read More

Magnaðir Menningardagar í Áslandsskóla

Árlegir Menningardagar fóru fram í Áslandsskóla í liðinni viku og þemað að þessu sinni fuglar. Skólinn var fagurlega skreyttur hátt og lágt og mátti auðveldlega sjá að mikil vinna og metnaður lágu að baki vikurnar á undan. 10. bekkur opnaði kaffihús til að fjármagna útskriftarferð sína og buðu upp á girnilegar veitingar, náttúruhljóð og stemningu. 3. bekkur setti upp glæsilega sýningu, Konung ljónanna, og var fullt út úr dyrum. Meðal áhorfenda var bæjarstjórinn og fleiri fulltrúar frá bænum. Fjarðarpósturinn kíkti við og smelltum af meðfylgjandi myndum. Myndir...

Read More

Hressandi Hraunvallaleikar

Sköpunargleði, hreyfing, fræðsla og innlifun voru orðin sem komu upp í hugann þegar litið var við á glæsilegum Hraunvallaleikum sem fram fóru í samnefndum skóla rétt fyrir páskafrí skólanna. Nemendum var raðað í 60 hópa sem flökkuðu á milli jafn margra stöðva og kynntu sér ýmislegt fjölbreytilegt sem þar fór fram. Við fengum að trufla aðeins og smella af nokkrum myndum. Myndir...

Read More

Ágúst Bjarni leiðir lista Framsóknar og óháðra

Framsókn og óháðir samþykktu framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, á fjölmennum fundi fulltrúaráðs flokksins á laugardag. Listinn er á þessa leið. skv. fréttatilkynningu: Framsókn og óháðir – Sterkari saman fyrir Hafnarfjörð Í fréttatilkynningu segir jafnframt: „Markmiðið með þessum öfluga lista er að ná til allra bæjarbúa með því að stilla upp fjölbreyttum hópi fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu á því sem skiptir bæjarbúa máli. Framboðið er tilbúið að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ.“ Ágúst Bjarni Garðarsson er oddviti og verður stefnuskrá framboðsins kynnt fljótlega. Meðal þess sem Framsókn og óháðir ætla að vinna að fyrir...

Read More

„NÚ – á forsendum nemenda“

Gísli Rúnar Guðmundsson stýrir menntaumhverfinu NÚ við Flatahraun, sem hefur verið starfrækt í tvö ár. Hann er fæddur á Selfossi, var mikið í sveit og kynntist þar alls konar fólki og vinnu og lítur á það sem algjör forréttindi og góðan grunn fyrir þau verkefni sem hann tekst á við í dag. Gísli Rúnar er hugsjónamaður sem langar að breyta skólakerfinu þannig að það verði valkvæðara fyrir nemendur og mæti þeim meira á þeirra forsendum. „Ég man eftir mér mjög ungum að skoða styrkleika allra og sjá hvað hægt að virkja aðra. Ég byrjaði 15 ára að þjálfa handbolta...

Read More