Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Stóru skipulagsmálin

Nýafstaðin er verðlaunaafhending og kynning á hönnunarsamkeppni um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Þátttaka var vonum framar en alls bárust 14 tillögur í samkeppnina. Tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. verðlaunum.  Báðar þessar tillögur eru vel fram settar þar sem önnur þeirra leysir vel mótun byggðar í kringum Flensborgarhöfnina á meðan hin er með góða sýn á byggð með atvinnustarfsemi í bland við íbúabyggð upp með Óseyrarbraut og vestan við Flensborgarhöfn. Hraun vestur og miðbærinn Annað stórt verkefni er Hraun vestur. Gerð rammaskipulags er lokið, lóðarhafar geta hafið deiliskipulagsvinnu fyrir staka reiti, huga þarf að skóla og leikskólamálum, gatnakerfi...

Read More

Menningar- og heilsugöngur í sumar

Í sumar býður Hafnarfjarðarbær upp á menningar- og heilsugöngur í bænum öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Heildardagskrána má sjá hér. Fimmtudaginn 14. júní kl. 20 – Gamli Hafnarfjörður Björn Pétursson bæjarminjavörður leiðir göngu um gamla Hafnarfjörð og segir frá fróðlegri og skemmtilegri sögu gömlu byggðarinnar í bænum. Gengið verður frá...

Read More

Fóru frá Hafnarfirði og framhjá Mývatni

Í 3. bekk í Áslandsskóla eru nemendur búnir að vera duglegir að hreyfa sig í vor, enda heilsueflandi grunnskóli. Á hverjum degi fá þau tækifæri til að fara hring í kringum skólann sinn og stundum marga hringi. Sumir hlaupa en aðrir ganga, hver með sínum hraða. Þetta hefur verið nýtt sem hvatning við lærdóm, en oftar en ekki þarf að klára verkefni til að fá að hlaupa hring. Einnig er náttúruna í nærumhverfinu nýtt og gengið hefur verið nokkrum sinnum á Ásfjall. Markmið hópsins var að fara vegalengd sem samsvaraði vegalengdinni til Akureyrar. Í fyrra komust þau sem samsvarar vegalengdina...

Read More

Þjóðhátíðarlögin komin í spilun

Bræðurnir hafnfirsku, Jón Ragnar og Friðrik Dór Jónssynir, gáfu út tvö Þjóðhátíðarlag í ár og eru þau komin í spilun á helstu útvarpsstöðum landsins. Lögin eru ólík, en bæði afar grípandi og skemmtileg og fanga stemninguna sem einkennir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hér má hlýða á lögin:    ...

Read More