Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Fyrsta útsending Fjarðarpóstsins á árinu

Fyrsta beina útsending Fjarðarpóstsins á árinu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, Bæjarbíó og Skjáskot, fór fram í Mathiesen stofunni sl. fimmtudag. Metáhorf var í beinni og horfði fólk víða á útsendinguna, m.a. Hafnfirðingur sem staddur var í Los Angeles. Þáttastjórnandi er Olga Björt Þórðardóttir, eigandi Fjarðarpóstsins og viðmælendur að þessu sinni voru Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og Kristín Fjóla Reynisdóttir, læknanemi og varaformaður Hugrúnar geðfræðslufélags. Svavar Knútur tónlistarmaður sló botninn með skemmtiegu spjalli og ljúfum tónum að sínum hætti. Stökum innslögum úr útsendingunni verður dreift í vikunni. Fjarðarpósturinn í beinni – Fyrsti þáttur 2019 Fyrsti þáttur Fjarðarpóstsins í beinni í...

Read More

Trylltir tónleikar Pollalúðrapönkara

Stórviðburðurinn Pollalúðrapönk fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag fyrir troðfullu húsi. Þar leiddu saman hesta sína þrjár hafnfirskar menningarstofnanir; pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla. Einnig verður fjallað um tónleikana í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins.  Myndir: Bergdís...

Read More

Spennandi Safnanótt – MYNDIR

Byggðasafnið, Bókasafnið og Hafnarborg opnuðu dyr sínar fram á kvöld og buðu upp á skemmtilega dagskrá á Safnanótt sl. föstudag. Safnanótt er hluti af árlegri Vetrarhátíð sem öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt. Við kíktum á stemninguna. ...

Read More

Gáfu út handbók á Degi leikskólanna

Frá opnun leikskólans Bjarkalundar haustið 2016 hefur starfsfólk leikskólans unnið að þróunarverkefninu Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi undir handleiðslu Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings. Allt starfsfólk leikskólans hefur tekið þátt í verkefninu og lagt sitt af mörkum við innleiðingu þess og afraksturinn er handbók í snemmtækri úthlutun sem kom formlega út sl. föstudag, glóðvolg beint úr prentsmiðjunni. Markmiðin með þróunarverkefninu hafa verið margþætt. Í fyrsta lagi var verkefnið fólgið í því að allir kennarar fengu fræðslu um læsi, málörvun, snemmtæka íhlutun og SMT í leikskóla. Einnig var eitt af markmiðunum að setja saman verkferla um hvernig unnið væri með snemmtæka íhlutun,...

Read More

Yngstu meðlimir rithöfundasambandsins

Rithöfundarnir ungu Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson fengu staðfesta inngöngu í Rithöfundasamband Íslands í desember og urðu þar með yngstu meðlimir sambandsins.  Til þess að gerast meðlimur í sambandinu þarf rithöfundur að hafa skrifað og sett upp tvær sýningar í atvinnuleikhúsi eða skrifað og gefið út tvær bækur hjá viðurkenndu bókaforlagi. Stjórnendur Gaflaraleikhússin segja það mikinn heiður að hafa fóstrað þessa tvo yngstu meðlimi Rithöfundasambandsins frá upphafi ferils þeirra sem rithöfundar og leikskáld. Fyrsta leikverkið – Unglinginn – skrifuðu þeir þegar þeir voru 13 og 14 ára og fyrsta bókin þeirra – Leitin að tilgangi unglingsins – fylgdi svo árið eftir (skrifuð...

Read More