Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Verður kannski dansandi læknir

Selma Rún Bjarnadóttir var verðlaunuð sem dúx við útskrift Flensborgarskólans fyrir jól með einkunnina 9,37. Selma Rún elskar líffræði og sálfræði og stefnir í læknanám. Hún ætlar að nýta næstu mánuði í að vinna, búa sig undir inntökupróf í læknanám við HÍ og sinna dansi sem hún stundar einnig af kappi. Selma Rún kláraði nám af náttúrubraut á þremur og hálfu ári. Hún segist ekki hafa verið í vandræðum með að ákveða braut í byrjun framhaldsskólagöngunnar. „Mér fannst skemmtilegast í líffræði og ég hafði snemma áhuga á einhverju á heilbrigðissviði. Ég ætlaði fyrst að taka þetta á fjórum árum en...

Read More

Stemningin í Jólaþorpinu í desember

Vegna þess að síðastir dagur jóla er í dag, 6. janúar, þykir okkur tilvalið að rifja upp stemninguna í Jólaþorpinu. Veðrið var dásamlega jólalega kalt en stillt Þessar myndir voru teknar um miðjan desember og birtust í fyrsta tölublaði Fjarðarpóstins á þessu ári.  Myndir:...

Read More

Samningur fyrir „ungt fólk“ á sjötugsaldri

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Janus Guðlaugsson undirrituðu í gær samstarfssamning sveitarfélagsins við Heilsueflingu Janusar slf, til eins og hálfs árs í tengslum við heilsueflingu allt að 160 íbúa Hafnarfjarðarbæjar á aldrinum 65 og eldri. Um er að ræða þolþjálfun sem fer fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika og styrktarþjálfun sem fram fer tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitnes við Ásvallalaug.  „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima...

Read More

Sæla og söngur í sérrísundi

Árlegt sérrísund fór fram í og umhverfis sundlaug Hrafnistu einn morguninn á aðventunni. Vakti það mikla lukku sem endranær og var vel mætt. Heimilisfólk gæddi sér á sérrí, púrtvíni, súkkulaði og smákökum sem starfsfólk íklætt jólakjólum færði því. Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir spilaði undir jólalög sem viðstaddur sungu, dönsuðu og/eða syntu með. Fjarðarpósturinn mætti að sjálfsögðu og smellti af nokkrum myndum. Myndir: OBÞ...

Read More

Fjölmennt og góðmennt á jólafundi FEBH

Það var troðfullur salur á jólafundi Félags eldri borgara í Hafnarfirði sem haldinn var í húsnæði félagsins, Hraunseli, snemma á aðventunni.  Boðið var upp á afar ljúfar veitingar og skemmtilega dagskrá. Séra Stefán Már Gunnlaugsson kom með hugvekju, Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði, söng falleg jólalög við undirleik Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Þá tóku Björgvin Franz Gíslason, Esther Jökulsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson hressileg atriði úr söngleiknum Hnallþórujólum. Fjarðarpósturinn varði ánægjulegri stund með þessum góða hópi og smellti af nokkrum myndum. Þær birtast hér loksins á vefnum.     Myndir...

Read More