Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Bókasafnið selur taupoka

Bókasafn Hafnarfjarðar kynnir með stolti nýja taupoka sem framleiddir voru af fyrirtækinu Motif í Hafnarfirði og eru komnir í sölu í afgreiðslu bókasafnsins. Hafnfirðingurinn og listamaðurinn Halldór Rúnarsson gaf góðfúslegt leyfi til afnota á mynd sinni Sporður sem prýðir taupokana ásamt merki bókasafnsins. „Það var einfaldlega kominn tími á þetta, skilst mér. Bókasafnið hefur lengi vel ætlað að láta framleiða fyrir sig fjölnota poka, bæði til að mæta eftirspurn og eins til að leggja sitt af mörkum til náttúruverndar. Ég var bara svo heppinn að fá að taka þátt í þessu með þeim, segir Halldór í stuttu spjalli við Fjarðarpóstinn....

Read More

Ganga um tökustaði kvikmynda

Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Astrópíu, mun á morgun ganga um tökustaði kvikmynda í miðbæ Hafnarfjarðar. Gengið verður frá Bæjarbíói eftir að stuttmyndin Karamellumyndin hefur verið sýnd. Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar...

Read More

Perla hafnfirsks skólasamfélags

Fjölgreinadeild Lækjarskóla var stofnuð árið 2004 og er til húsa í Menntasetrinu við Lækinn. Hingað til hefur námið þar verið fyrir nemendur í 9. – 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð að fóta sig í almennum grunnskóla. Frá og með næsta hausti gefst nemendum miðdeildar skólanna einnig möguleiki á að fá þar aðstoð. Verkefnastjóri deildarinnar frá hausti 2006, Kristín María Indriðadóttir, lætur af störfum vegna aldurs í haust og ég ræddi við hana um starfið, nemendurna og námið. Segja má að deildin sé perla í hafnfirsku skólasamfélagi, hún hefur fengið tvenn foreldraverðlaun...

Read More

Flytja eigin lýrutónlist

Næstkomandi sunnudagskvöld gefst Hafnfirðingum og nærsveitungum tækifæri til að upplifa einstaka tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Á tónleikunum munu Inga Björk Ingadóttir og John Billing flytja eigin tónlist fyrir lýrur og söng.  Inga Björk segir ánægjuefni að fá John til landsins, en hann hefur samið mikið af tónlist fyrir lýru og ferðast um allan heim í áraraðir til kennslu og tónleikahalds. „Lýran er einstakt hljóðfæri og hefur sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Sérstæður hljómur lýrunnar leiðir sköpunarferlið við gerð laga og texta. Lýran á rætur að rekja til elstu þekktu strengjahljóðfæra og er hún notuð til tónlistarsköpunar, meðferðar og kennslu um allan...

Read More

Steinbjörn hannaði „VAR ÞAÐ EKKI“ bol

Steinbjörn Logason, kennari við Áslandsskóla í Hafnarfirði og grafískur hönnuður frá Flagler Collage, Flórída,  hannaði á dögunum bol sem þegar hefur vakið mikla athygli og tengist HM í fótbolta. Á bolnum stendur „VAR ÞAÐ EKKI“, orð sem flestir ef ekki allir kannast við sem fylgst hafa með íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár.    Steinbjörn er mikill bola-áhugamaður og á gott safn af allskyns bolum sem hann hefur sankað að sér á ferðalögum í gegnum tíðina. Einnig hefur hann verið duglegur að grípa með sér sniðuga boli í Dogma búðunum hérlendis. „Þennan áhuga má kannski rekja til þess að konan mín, Thelma...

Read More