Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Barnasýning úr Gaflaraleikhúsinu hlaut Grímuna

Í skugga Sveins, eftir Karl Ágúst Úlfsson, hlaut í gær Grímuna, viðurkenningu Sviðslistafélags Íslands, sem Barnasýning ársins. Það er Gaflaraleikhúsinu mikill heiður að hljóta Grímuna að þessu sinni en leikhúsið hefur verið tilnefnt margoft til Grímunnar fyrir barna og ungmennasýningar sínar. Að sögn Lárusar Vilhjálmssonar, Gaflaraleikhússtjóra, hefur leikhúsið fundið mikinn velvilja hjá bæjarbúum og íbúum nágrannasveitarfélaga og á hverju ári koma um 10 þúsund gestir í húsið. „Þessi mikla viðurkenning festir leikhúsið í sessi sem eitt fremsta barna- og ungmennaleikhús landsins og styrkir ætlun forsvarsmanna leikhússins að halda áfram þeirri öflugu uppbyggingu barna og ungmennaleikhússtarfsemi sem hefur einkennt starfið...

Read More

Settu Íslandsmet í Grænfánum

Leikskólinn Norðurberg fékk, á 110 ára afmælisdegi Hafnarfjarðar, afhendan sinn 8. Grænfána, fyrstur leikskóla á Íslandi. Sérstakt umhverfisráð barna við leikskólann tók á móti viðurkenningunni frá fulltrúa Landverndar. Það var einmuna blíða og sól þegar leikskólabörn, forráðamenn þeirra og aðrir gestir fjölmenntu í Norðurberg og unhverfi hans sl. föstudag. Skólinn hafði víða verið skreyttur og mátti greina áhrif frá starfi hans okkar í vetur tengdu umhverfisvernd og matarsóun. Það tóku nefnilega allir jafnan þátt í verkefninu; foreldrar, börn og starfsfólk. Grænfánaafhendingin var því n.k. uppskeruhátíð. Skólastjórinn Anna Borg Harðardóttir hélt hátíðarræðu og útskriftarnemar sungu nokkur falleg lög. Því næst...

Read More

Þannig byggðist bærinn – ný sýning

Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði nýja sýningu í forsal Pakkhússins á 110 ára afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar. Sýningin heitir „Þannig byggðist bærinn“, þar sem varpað er ljósi á uppbyggingu, þróun og skipulag Hafnarfjarðar á fyrstu árum kaupstaðarins. Af sama tilefni var opnuð ljósmyndasýningin „Hafnarfjörður frá fullveldi til lýðveldis“ á strandstígnum meðfram höfninni. Hafnfirðingar og gestir eru hvattir til að skoða þetta og minntir á að ávallt er frítt í söfn Byggðasafnsins. Rósa Karen Borgþórsdóttir, Atli Rúnarsson og Björn Pétursson höfðu veg og vanda að gerð sýningarinnar. ...

Read More

Landsleikur á Thorsplani 16. júní

Fyrsti leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur á risaskjá á Thorsplani Í Hafnarfirði þann 16. júní næst komandi. Dagskrá hefst kl. 12:00 en leikurinn sjálfur hefst kl 13:00 en hann fer fram eins og marg oft hefur komið fram í Moskvu í Rússlandi. Ísland mætir Argentínu og geta Hafnfirðingar nær og fjær sameinast á torginu og fylgst með þessum mögnuðu tímamótum og æsispennandi fótboltaleik. Það verður fjölskyldustemning á torginu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Leikurinn hefst kl. 13.00 en skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta snemma þar sem upphitun hefst fyrr. Þá eru Hafnfirðingar einni hvattir...

Read More

Stytta af Jóhannesi Reykdal afhjúpuð

Nýverið var fagnað merkum áfanga í sögu Hafnarfjarðar þegar afhjúpuð var stytta af brautryðjandanum og athafnamanninum Jóhannesi J Reykdal, sem að öðrum ólöstuðum má telja einn merkasta son bæjarins, þó ekki hafi hann verið þar innfæddur.  Styttan var gjöf til Hafnarfjarðarbæjar frá Reykdalsvirkjun og voru það Björn Ingi Sveinsson, verkfræðingur og formaður félagsins, og Jóhannes Einarsson, fv. skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og dóttursonur Jóhannesar J Reykdal sem afhentu bænum gjöfina.  Sjálfseignarstofnunin Reykdalsvirkjun ses var sett á laggirnar um mitt ár 2008 gagngert með það að markmiði að halda á lofti nafni Jóhannesar J Reykdal. Listakonan og myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir...

Read More