Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Söngleikur án hljóðfæra

Leikfélag Flensborgarskólans frumsýndi á dögunum söngleikinn Pitz Pörfekt og er það í fyrsta skipti sem hann er sýndur á Íslandi. Verkið er innblásið af samnefndri mynd sem hefur farið sigurför um allan heim. Pitz Pörfekt er hugljúft leikrit stútfullt af gleði, dansi og frábærri a-capella tónlist! Við ræddum við leikstjórann Björk Jakobsdóttur, en Hallur Ingólfsson er tónlistarstjóri og Lilja Dögg Gunnarsdóttir söngstjóri.  „Ferlið í þessari sýningu byrjaði með því að velja verk. Við höfðum jú sett upp Mormónabókina í fyrra sem var gríðarlega metnaðarfullt verk og vildum náttúrulega setja upp jafn flotta sýningu í ár og vera með nýstárlega...

Read More

„Gott að eldast í Hafnarfirði“

Það var 26. mars 1968 sem 20 framsýnir borgarar komu saman í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu til að stofna Styrktarfélag aldraðra. Tilgangur félagsins var að vinna að velferðarmálum eldri borgara í bænum. Í dag heitir það Félag eldri borgara í Hafnafirði, fjöldi félaga er kominn yfir 1500 og starfsemin er á þremur stöðum í bænum. Við ræddum við Valgerði Sigurðardóttur, 9. formann félagsins, en hún hefur sinnt því hlutverki undanfarin tvö ár. Styrktarfélag aldraðra var fyrsta félagið á landsvísu með velferð eldri borgara að leiðarljósi. Uppleggið hjá félögum þess var að byggja upp íbúðir fyrir aldraða, setja á stofn dvalarheimili og...

Read More

Myndasögusmiðja í Hafnarborg á sunnudag

Í tilefni Bóka- og bíóhátíðar í Hafnarfirði mun Hafnarborg bjóða krökkum á aldrinum 9 – 12 ára að taka þátt í myndasögusmiðju undir handleiðslu Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Smiðjan fer fram sunnudaginn 18. mars kl. 14. Þar mun Lóa kenna krökkum að búa til sögur í orðum og myndum. Aðgangur er ókeypis. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er tónlistar- og myndlistarkona. Hún hefur haslað sér völl í myndlist m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum). Lóa Hlín hefur numið myndlist við Listaháskóla Íslands, myndskreytingar við Parsons í New York og ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur gefið út fjölda myndasagna, á borð við “Alhæft...

Read More

Aukið úrval hollustu hjá Nesti

Nesti, sem er hluti af N1, hefur aukið verulega við úrvalið af hollum valkostum hjá sér undanfarið og ætlar að halda því áfram. Þar er nú hægt að finna alls kyns hollan morgunmat og vegan rétti. Nýlega bættum við úrvalið á Nestisvörum nú bjóðum við upp á fleiri veganrétti ásamt öðrum nýjungum í hollari kantinum,“ segir Steinunn Björk Eggertsdóttir, vörustjóri veitinga hjá N1. „Veganvörurnar sem við bættum við eru veganskál með falafel og grænmeti, veganvefja með hummus, döðlumauki og sætum kartöflum, tröllahafragrautur með möndlusmjöri og chiagrautur með kókosmjólk,“ segir Steinunn. „Við erum svo að bæta við fleiri nýjum vörum...

Read More

Setbergsskóli sigraði Víðistaðaskóla

Setbergsskóli hafði betur en Víðistaðaskóli í úrslitakeppni Spurningakeppni grunnskólanna, Veistu svarið?, sem fram fór í Bæjarbíó á síðasta degi febrúar. Hið nýja og reynslulitla lið Víðistaðaskóla átti afar góðan byrjun og spretti inni á milli, en lið Setbergsskóla náði yfirhöndinni og sigraði af öryggi með 31 stigi gegn 23. Fyrir hönd Setbergsskóla kepptu Eiríkur Kúld Viktorsson, Svanberg Addi Stefánsson og Eydís Lilja Guðlaugsdóttir. Lið Víðistaðaskóla var skipað þeim Áróru Friðriksdóttur, Guðmundi Pétri Dungal Níelssyni og Þorfinni Ara Hermanni Baldvinssyni. Kynnir og spyrill var Árni Stefán Guðjónsson og stigaverðir voru þeir Andrés Þór Þorvarðarson og Magnús Freyr Eyjólfsson. Verðlaunagripnum lyft...

Read More