Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Handtínt, handpakkað og íslenskt

Við enda Austurgötu, við lækinn, stendur fallegt þriggja hæða hús, númer 47. Það var byggt í byrjun 20. aldar og hefur hýst ýmis konar starfsemi, m.a. matarbúð. Árið 1990 keyptu hjónin Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon húsið og 20 árum síðar hófu þau rekstur Gömlu matarbúðarinnar undir heitinu Urta Islandica. Það sem fyrst var á kennitölu Þóru en árið 2013 fór það yfir í einkahlutafélag. Þóra og Sigurður eiga fyrirtækið ásamt börnunum þeirra fjórum, systur og móður. Í dag er rekstur þess í höndum hjónanna, Láru dóttur þeirra og Fríðu systur Þóru og eru starfsmenn allt að 16 yfir...

Read More

Bike Cave hefur opnað í Hafnarfirði

Á dögunum opnaði nýr veitingastaður, Bike Cave, í Hafnarborg þar sem áður var Íslenska kaffistofan og Gló. „Síðan opnað var hefur allt gengið framar vonum enda ekki við öðru að búast af Hafnfirðingum,“ segir Stefán Bachmann Karlsson eigandi staðarins. „Ég er sonarsonur Svenna í Brautarholti, barnabarnabarn Vilborgar í Reykholti og er Hafnfirðingur í þrjá ættliði í það minnsta. Það er því óhætt að segja að ég sé í grunninn lækjarsullari eins og forfeðurnir. Ég bjó fyrsta árið á efri hæðinni að Lækjargötu 9 og fluttist síðan í Lækjarkinn 2. Eitthvað bjó ég uppi á Hrauni og eins nokkur ár...

Read More

Bifreið.is – verkstæði og varahlutir

Tækniþjónusta Bifreiða ehf. var stofnað árið 1999 af Jóni Hafþóri Marteinssyni og fjölskyldu. Hann nam bifvélavirkjun á Íslandi og síðar framhaldsnám í Þýsklandi og starfaði að námi loknu fyrir Bosch. Upphaflega var Tækniþjónustan bifreiðaverkstæði sem sérhæfði sig í þjónustu við þýska bíla. Fljótlega var samhliða því hafið að flytja inn hágæða varahluti frá þýska varahlutaframleiðandanum Vierol. Í lok árs 2015 var Bifreið.is stofn­að utan um varahlutina og er einkaumboðsaðili fyrir þessa varahluti á Íslandi.  Úrval varahluta og aukabúnaðar er mikið og starfsmenn hafa áralanga þekkingu og reynslu í leit að varahlutum.  Ef hluturinn er ekki til er boðið upp...

Read More