Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Slím- og húsagerð í vetrarfríinu

Vetrarfrí voru í grunnskólum bæjarins í liðinni viku og vikunni þar áður. Margir skelltu sér á skíði í öðrum landshlutum, eða nutu útiveru á annan hátt. Veðrið hér við suðvesturströndina var ekki skaplegt og voru því fjölmargir sem nýttu sér það sem Hafnarfjarðarbær bauð upp á að gera innandyra á vetrarfrísdögunum. Fjarðarpósturinn kíkti við í smáhúsagerð í Hafnarborg og slímgerð í Bókasafni Hafnarfjarðar.  Myndir: OBÞ.   Myndir:...

Read More

Sýningarlok og leiðsögn í Hafnarborg

Sunnudagurinn 11. mars er síðasti sýningardagur sýningnarinnar Ultimate, Relative, innsetningu Ráðhildar Ingadóttur í aðalsal Hafnarborgar. Að því tilefni mun Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, gefa leiðsögn um sýninguna klukkan 14. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Ráðhildur hefur lengi fengist við hið óendanlega og eilífa í verkum sínum. Með sýningu sinni í Hafnarborg dregur hún upp svipmyndir af eigin heimi með upptökuvél, þar sem hún sækir í eigin reynslu og dregur fram minningar. Við greinum einstakling sem rennir augum sínum yfir fjölda upplifana og ristir fortíðina í nútíðina. Listamaðurinn er í sínum eigin heimi, á þeim stað þar sem hið lítilfjörlega mætir hinu stórmerkilega....

Read More

Vel heppnað hlaðborð í Flensborg

Starfa- og menntahlaðborð Flensborgarskóla fór fram fyrir rúmri viku, þar sem fyrirtækjum var boðið að koma og kynna starfsemi sína, þau störf sem þar eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. Fjölmörg fyrirtæki og skólar nýttu þetta tækifæri og kynntu sig fyrir nemendum skólans. Nemendur gengu á milli og fengu stimpla á blað frá þeim sem þau kynntu sér. Fjarðarpósturinn var að sjálfsögðu á staðnum. Myndir:...

Read More

Bærinn og BFH undirrituðu samninga

Hafnarfjarðarbær og Brettafélag Hafnarfjarðar skrifuðu undir samning í dag en Brettafélagið hefur stækkað umtalsvert á fáum árum og deildum innan þess fjölgað. Í dag er þar afar stór snjóbrettadeild sem í dag ein sú stærsta á Íslandi. Brettafélagið var tómstundafélag en á síðasta ári breyttist félagið í íþróttafélag og tekur í dag virkan þátt í starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Gerðir eru tveir samningar við félagið, annar er rekstrarsamningur sem snýr að því að reka húsnæðið sem félagið hefur og hinn snýr að því styðja við félagið í tengslum við fjölda og gæði barna- og unglingastarfsins. Hafnarfjarðarbær leggur auk þessara samninga viðbótarframlag...

Read More

Logi og Ingvar á árlegu bjórkvöldi Lions

Föstudaginn 2. mars, heldur Lionsklúbburinn Ásbjörn sitt árlega bjórkvöld. Þessi viðburður er ein aðalfjáröflun klúbbsins og hefðin hófst fyrir 29 árum, eða þegar bjórinn var leyfður. „Við leggjum áherslu á að halda þetta kvöld á þeim degi sem er næstur 1. mars ár hvert, eða fyrsta föstdag marsmánaðar hvert ár,“ segir Gissur Guðmunsson, einn stjórnenda klúbbsins.  Myndirnar þrjár eftir Tolla sem boðnar verða upp.  Á bjórkvöldið koma að meðaltali um 200 gestir og segir Gissur að boðið verði upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Madda kokks og fyrsta flokks veisluhöld. Þrjú verk eftir myndlistarmanninn Tolla verði boðin upp og...

Read More