Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Listakonur með pop-up vinnustofu

Borghildur Ingvarsdóttir, Helga Mogensen, Sunna Sigfríðardóttir, Emilía Halldórsdóttir og Kristín Garðarsdóttir verða með aðventu-vinnustofu-popup á laugardag 13-17 að Selhella 13 (við hliðina á Apóteki Hafnarfjarðar). Helga er skartgripahönnuður með skart unnið ma úr silfri, rekavið og öðrum spennandi efnum, Borghildur endurvinnur leðurjakka, tjöld ofl og vinnur úr því töskur, bækur, svuntur ofl, sem vinnur handunnapúða, kort og málverk. Emilía og Kristín vinna endurvinnslu „project“ saman, þ.e.a.s. saum húfur úr notuðum jökkum og kápum. Þær erum allar með vinnustofu í Hafnarfirði nema Helga, sem er á leiðinni í fjörðinn með sína vinnustofu líka. Á mynd: Borghildur, Sunna með Sunnu-Dag, Helga og...

Read More

Hádegistónleikarnir Hjónajól í Hafnarborg

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 12 verða desembertónleikar hádegistónleikaraðar í Hafnarborg. Yfirskrift tónleikanna er Hjónajól en það eru hjónin Þórunn Marinósdóttir, sópran, og Hlöðver Sigurðsson, tenór og meðlimur Sætabrauðsdrengjanna sem koma fram að þessu sinni. Að venju verður sérstakur hátíðarbragur yfir efnisskránni og þar mun einnig leynast jólauppskrift úr eldhúsi hjónanna. Hlöðver Sigurðsson er fæddur á Siglufirði og hóf söngnám hjá Antoníu Heves árið 1997. Hann lauk 8. stigs prófi frá Tónlistarskóla Siglufjarðar í apríl árið 2001. Veturinn 2001-2002 stundaði Hlöðver framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London hjá prof. Rudolf Piernay. Frá 2002-2007 stundaði Hlöðver nám við...

Read More

Útilistaverk á sinn stað eftir andlitslyftingu

Eins og glöggir vegfarendur um miðbæ Hafnarfjarðar hafa vafalaust tekið eftir hafa tvö útilistaverk bæjarins fengið andlitslyftingu í haust. Um er að ræða tvö járnverk, The Golden Gate eftir Elizu Thoenen Steinle sem stendur á Víðistaðatúni og verk Sverris Ólafssonar sem stendur við Strandgötu. Bæði verkin voru tekin af stalli sínum og flutt í Vélsmiðju Orms og Víglunds hér í Hafnarfirði. Þar voru þau sandblásin og ryðvarin. Þau hafa síðan verið máluð og tók Skúli Magnússon umsjónarmaður fasteigna í Hafnarborg að sér að mála verk Sverris, enda krefst það nákvæmni að gera verkið upp svo vel sé. Verkin eru...

Read More

Skrímslastuðið verður endurtekið

Alma Björk Ástþórsdóttir stofnaði sprotafyrirtækið Monstra ehf fyrir 6 árum. Fyrirtækið hefur selt lítil handgerð ullarskrímsli í íslenskum verslunum fyrir erlenda ferðamenn þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur. Núna eru þau á leið til Japan. Fyrir skömmu var skrímslastuð í Hafnarborg þar sem börn fengu að hann sitt eigið skrímsli og mættu rétt innan við þúsund manns. Við heimsóttum Ölmu Björk og skoðuðum aðstöðuna. ,,Það var stór sigur að fá japanskan dreifingaraðila og við fórum til Tokyo í febrúar þar sem við skrifuðum undir dreifingarsamning við japanskan dreifingaraðila og skrímslin voru sýnd á Tokyo International Gift Show ásamt...

Read More

Jólaþorpið opnar á föstudagskvöld

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18:00 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum þannig að það verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag verður ekki minna við að vera en þá eru „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda...

Read More