Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Hjarta Hafnarfjarðar – svona var stemningin

Tónleikahátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fór fram um þarsíðustu helgi og var gríðarleg ánægja með framtakið og Bæjarbíó vel sótt öll þrjú kvöldin. Páll Eyjólfsson, einn skipuleggjenda og faðir hátíðarinnar, hefur látið eftir sér fara að hún munu verða árleg. Ljósmyndari Fjarðarpóstins, Eva Björk, var á staðnum á fimmtudagskvöldinu og tók þar meðfylgjandi myndir.  Þór Bæring og Hulda.  Séð yfir salinn. Jón Jónsson í einni af sínum svaðalegu innlifunum.  Áhorfendur líka.  Bjartmar Guðlaugsson hafði engu gleymt.  Bo Halldórsson mætti með nokkra alþekkta slagara.  Þarna gerðist eitthvað rosalega fyndið.  Áhorfendur létu vel í sér heyra.  Friðþjófur Helgi, Andri, Bergrún Íris og Rósa. ...

Read More

Eini konfektvagninn í heiminum kominn í Hafnarfjörð

Halldór Kristján Sigurðsson konfektgerðarmeistari hefur leiðbeint Íslendingum í konfektgerð undanfarin 20 ár eða síðan 1997 hann hélt fyrsta námskeiðið í eldhúsinu hjá móður sinni. Konfektvagninn er hugarfóstur Halldórs sem segir hann eina sinnar tegundar í heiminum.   Vagninn er staðsettur við Thorsplan. Eftir að Halldór hélt fyrsta námskeiðið vatt framtakið svo upp á sig og áhugi á konfektgerð meðal landsmanna jókst með árunum og þá sérstaklega fyrir jólin. „Mér datt svo í hug að kynna konfektgerðina fyrir erlendum gestum og þá kviknaði hugmyndin að láta smíða sérútbúinn vagn sem er í raun kennslustofa á hjólum. Þó að erlendir gestir komi er vagninn...

Read More

Opið hús í St. Jósefsspítala á laugardag

Laugardaginn 2. september næstkomandi verður boðið upp á opið hús í St. Jósefsspítala á milli kl. 13 og 15. Boðið verður upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíð húsnæðisins. Hafnarfjarðarbær hefur eignast allt húsnæðið sem er 3.000 fermetrar og skuldbundið sig til að reka almannaþjónustu í húsinu a.m.k. næstu 15 árin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala leggur mikla áherslu á að fá hugmyndir frá bæjarbúum og hefur verið opnuð netgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum á framfæri við hópinn....

Read More

Níundi grunnskólinn rís

Fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu níuna grunnskóla Hafnarfjarðar, Skarðshlíðarskóla, í sl. viku. Hafnarfjarðarbær og Eykt höfðu áður skrifað undir samning um hönnun og byggingu á skólanum, verki sem auglýst var í alútboði á vormánuðum. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, ásamt elsta og yngsta nemenda við skólann, þeim Alexander Dýra Eyjólfssyni og Kristbjörgu Evu Arnarsdóttur.  Fyrsta áfanga uppbyggingar á að vera lokið 6. júlí 2018 og mun þá grunnskóli í Skarðshlíð flytja í húsnæðið eða nemendur í 1-4.bekk sem hefja skólagöngu sína í safnaðarheimili Ástjarnarsóknar nú haustið 2017. Fulltrúar nemenda fengu að prófa tryllitækið...

Read More

Mikilvægt að hlusta og miðla

Haraldur L. Haraldsson tók við stöðu bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í ágúst 2014 eftir að hafa um árabil sérhæft sig í greiningu og rekstri fyrirtækja og sveitarfélaga og komið að mörgum slíkum verkefnum. Hann var ráðinn í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga og var það forgangsverkefni hans fyrstu tvö árin að fylgja eftir stefnu núverandi meirihluta um að  endurskipuleggja rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Þremur árum eftir að Haraldur tók við er sveitarfélagið farið að skila rekstrarafgangi og náði að fara undir skuldaviðmið íslenskra sveitarfélaga. Þar með losnaði sveitarfélagið einnig undan viðjum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Hjá Hafnarfjarðarbæ starfar gott fólk í umhverfi stöðugra...

Read More