Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Biðlistar í gítar- og trommunám

Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur víða um land fyrir skömmu og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru fjölmargir tónleikar í boði og þétt dagskrá. Þá fengu gestir að prófa ýmis hljóðfæri hjá kennurum skólans og mátti sjá efnilegt tónlistafólk sýna bæði áhuga og óvænt tilþrif. Þegar Fjarðarpósturinn ræddi við starfsfólk skólans fengust þær upplýsingar að biðlisti er í bæði gítar- og trommunám, en það eru afar vinsæl hljóðfæri um þessar mundir og hafa verið undanfarin ár.  Myndir: OBÞ                                ...

Read More

Styrkja samskiptahæfni nemenda

Hafnarfjarðarbær skrifaði nýverið undir samning við þjálfunarfyrirtækið KVAN sem miðar að því að efla samskiptahæfni nemenda. Í þeim tilgangi fá grunnskólakennarar í 5. eða 6. bekk fræðslu á námskeiði sem gengur undir heitinu Verkfærakistan, en það hófst í byrjun mánaðarins. KVAN stendur fyrir kærleik, vinátta, alúð og nám og hefur fyrirtækið unnið í mörg ár að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að þjálfun, fræðslu og menntun ungs fólks, fagaðila, stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja. Markmið bæjaryfirvalda með því að bjóða upp á þessa fræðslu fyrir alla grunnskóla er að fjölga þeim verkfærum sem kennurum og skólum standa til boða til að vinna með samskipti...

Read More

Styrkir fóru til til sönghátíðar og orgelplötu

Úthlutun á styrkjum úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur fór fram í Friðriksstofu í Bókasafni Hafnarfjarðar 2. febrúar síðastliðinn. Tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; Sönghátíð í Hafnarfirði og Leikið á orgel í Hafnarfjarðarkirkju. Fjarðarpósturinn var á staðnum og fangaði augnablikin.  Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri afhendir Guðmundi Sigurðssyni styrkinn.  Bæði verkefnin hlutu styrk að fjárhæð kr. 360.000. Fyrir hönd Guðrúnar Ólafsdóttur söngkonu, sem heldur utan um Sönghátíðina, tók móðir hennar Signý Pálsdóttir við styrknum. Signý sagði að Guðrún kæmi til landsins í maí og yrði hér í kringum hátíðina. Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju, tók við styrknum fyrir...

Read More

Átt þú hugmynd fyrir Bjarta daga?

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga en menningarhátíðin verður haldin dagana 18.-22. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði um allan bæ sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Viltu skrá viðburð til þátttöku? Það getur verið eitthvað sem stendur til nú þegar eða eitthvað alveg nýtt, eitthvað risastórt eða minna í sniðum, eitthvað fyrir börn eða eitthvað fyrir fullorðna en allavega eitthvað áhugavert sem hvetur bæjarbúa til virkrar...

Read More

Glittir í flutning rafmagnslína frá Völlunum

Um helgina birtist auglýsing í fjölmiðlum frá Landsneti um útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði, ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Það eru fyrstu merki um þær framkvæmdir frá því að uppbygging hófst á Völlunum í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  „Þetta er mikill áfangi fyrir Hafnarfjörð. Við höfum barist fyrir þessu frá því að byrjað var að byggja á Völlunum. Lítið hefur hreyfst og málið er orðið virkilega aðkallandi og áríðandi fyrir bæjarfélagið og íbúa þess að sjá aðgerðir og fyrir endann á færslu línanna úr byggð og nánast úr húsagörðum hjá fólki“,...

Read More