Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Níundi grunnskólinn rís

Fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu níuna grunnskóla Hafnarfjarðar, Skarðshlíðarskóla, í sl. viku. Hafnarfjarðarbær og Eykt höfðu áður skrifað undir samning um hönnun og byggingu á skólanum, verki sem auglýst var í alútboði á vormánuðum. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, ásamt elsta og yngsta nemenda við skólann, þeim Alexander Dýra Eyjólfssyni og Kristbjörgu Evu Arnarsdóttur.  Fyrsta áfanga uppbyggingar á að vera lokið 6. júlí 2018 og mun þá grunnskóli í Skarðshlíð flytja í húsnæðið eða nemendur í 1-4.bekk sem hefja skólagöngu sína í safnaðarheimili Ástjarnarsóknar nú haustið 2017. Fulltrúar nemenda fengu að prófa tryllitækið...

Read More

Mikilvægt að hlusta og miðla

Haraldur L. Haraldsson tók við stöðu bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í ágúst 2014 eftir að hafa um árabil sérhæft sig í greiningu og rekstri fyrirtækja og sveitarfélaga og komið að mörgum slíkum verkefnum. Hann var ráðinn í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga og var það forgangsverkefni hans fyrstu tvö árin að fylgja eftir stefnu núverandi meirihluta um að  endurskipuleggja rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Þremur árum eftir að Haraldur tók við er sveitarfélagið farið að skila rekstrarafgangi og náði að fara undir skuldaviðmið íslenskra sveitarfélaga. Þar með losnaði sveitarfélagið einnig undan viðjum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Hjá Hafnarfjarðarbæ starfar gott fólk í umhverfi stöðugra...

Read More

Hátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefst í kvöld

„Ég vil nýta bílastæðin fyrir aftan Tilveruna og Bæjarbíó. Það er torgið sem við eigum að nota. Það er svo skjólsælt. Þarna ætla ég að halda hátðína Hjarta Hafnarfjarðar næstu árin og fá hingað 10.000 manns,“ segir Páll Eyjólfsson (Palli Papi, m.a.) sem fékk hugmyndina að hátíðinni og er aðalskipuleggjandi hennar. Páll er ánægður með að Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar og bærinn sýndu þessu áhuga og að rífa bæjarlífið upp. „Þau hafa gert það af metnaði og myndarskap.“ Uppselt er í kvöld en enn er hægt að nálgast dagpassa á föstudags- og laugardagskvöld á...

Read More

Lokadagur Landsýnar og listamannaspjall í Hafnarborg

Lokadagur sýningarinnar Landsýn – Í fótspor Jóhannesar Larsen, sýning með ljósmyndum Einars Fals Ingólfssonar verður sunnudaginn 20. ágúst. Klukkan 14 þann dag mun Einar Falur vera með listamannsspjall þar sem hann segir frá sýninguinni og því viðamikla verkefni sem að baki hennar liggur en í þrjú ár, 2014 – 2016, ferðaðist hann um Ísland og tók ljósmyndir á þeim stöðum sem danski myndlistarmaðurinn Johannes Larsen hafði um 90 árum áður dregið upp rúmlega 300 teikningar á sögustöðum Íslendingasagna. Meginstef sýningarinnar er tíminn sjálfur, tími landsins og mannanna. Ljósmyndir Einars fjalla fyrst og fremst um samtímann þó að samtímis eigi þær í samtali...

Read More

Lóðir í Skarðshlíð teknar frá fyrir leigufélag

Tilboð voru opnuð í fyrradag frá lögaðilum í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, sem auglýstar voru í sumar. Alls bárust tilboð frá 10 lögaðilum en þau voru lesin upp í morgun að viðstöddum fulltrúum nokkura bjóðenda. Nokkrar lóðir hafa verið teknar frá fyrir leigufélag.  Á sama tíma rann út frestur einstaklinga til að skila inn tilboðum í einbýlishúsalóðir og parhúsalóðir en rúmlega 40 umsóknir bárust í 13 lausar lóðir þannig að tilboðin eru fleiri en lóðaframboðið í þeim hluta. Hafnarfjarðarbær er nú að fara yfir tilboðin og meta þau. Þetta kemur fram á vef Hafnarfjarðarbæjar....

Read More