Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Perla hafnfirsks skólasamfélags

Fjölgreinadeild Lækjarskóla var stofnuð árið 2004 og er til húsa í Menntasetrinu við Lækinn. Hingað til hefur námið þar verið fyrir nemendur í 9. – 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð að fóta sig í almennum grunnskóla. Frá og með næsta hausti gefst nemendum miðdeildar skólanna einnig möguleiki á að fá þar aðstoð. Verkefnastjóri deildarinnar frá hausti 2006, Kristín María Indriðadóttir, lætur af störfum vegna aldurs í haust og ég ræddi við hana um starfið, nemendurna og námið. Segja má að deildin sé perla í hafnfirsku skólasamfélagi, hún hefur fengið tvenn foreldraverðlaun...

Read More

Flytja eigin lýrutónlist

Næstkomandi sunnudagskvöld gefst Hafnfirðingum og nærsveitungum tækifæri til að upplifa einstaka tónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Á tónleikunum munu Inga Björk Ingadóttir og John Billing flytja eigin tónlist fyrir lýrur og söng.  Inga Björk segir ánægjuefni að fá John til landsins, en hann hefur samið mikið af tónlist fyrir lýru og ferðast um allan heim í áraraðir til kennslu og tónleikahalds. „Lýran er einstakt hljóðfæri og hefur sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Sérstæður hljómur lýrunnar leiðir sköpunarferlið við gerð laga og texta. Lýran á rætur að rekja til elstu þekktu strengjahljóðfæra og er hún notuð til tónlistarsköpunar, meðferðar og kennslu um allan...

Read More

Steinbjörn hannaði „VAR ÞAÐ EKKI“ bol

Steinbjörn Logason, kennari við Áslandsskóla í Hafnarfirði og grafískur hönnuður frá Flagler Collage, Flórída,  hannaði á dögunum bol sem þegar hefur vakið mikla athygli og tengist HM í fótbolta. Á bolnum stendur „VAR ÞAÐ EKKI“, orð sem flestir ef ekki allir kannast við sem fylgst hafa með íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár.    Steinbjörn er mikill bola-áhugamaður og á gott safn af allskyns bolum sem hann hefur sankað að sér á ferðalögum í gegnum tíðina. Einnig hefur hann verið duglegur að grípa með sér sniðuga boli í Dogma búðunum hérlendis. „Þennan áhuga má kannski rekja til þess að konan mín, Thelma...

Read More

Samvera í skógum landsins um næstu helgi

Útivistar- og fjölskyldudagurinn  í skógum landsins, Líf í lundi, fer fram næstkomandi laugardag um allt land. Skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að deginum og markmiðið með honum er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið. Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni og á Facebook-síðu Líf í lundi, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum...

Read More

Margir skoðuðu opið Íshús Hafnarfjarðar

Í fyrsta skipti í tvö ár var opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar á Sjómannadag. Þar sýndi listafólk vinnustofur sínar og fjölbreytta hönnun og verk. Að sögn aðstandenda opna hússins kom gríðarlegur fjöldi fólks í heimsókn og vakti það mikla lukku á báða bóga. Stefnt er að því að opna þetta mikla sköpunar- og listaver oftar almenningi yfir árið.   Myndir/OBÞ og...

Read More