Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Fróðleiksmolinn: Alþýðuskólinn í Flensborg

Vissir þú að… Í því skyni að stofna skóla til minningar um son sinn, Böðvar, keyptu prófastshjónin á Görðum, Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir, jörðina Hvaleyri 1870 og lýstu yfir að þau væru tilbúin að gefa hana til fyrirhugaðs skólaseturs. Hugmyndir um fyrirhugaðan Hvaleyrarskóla voru þá meðal annars teknar upp á Þingvallafundi 1874 og á Alþingi 1875 og 1877. Þrátt fyrir að almennt væri borin mikil virðing fyrir gjöfinni voru menn ekki tilbúnir til að reisa skólahús sem var forsenda þess að hægt væri að nýta gjöfina. Varð það því úr að sumarið 1876 keyptu þau hjónin húseignina „Flensborg“...

Read More

Gáfu fé fyrir leitarhundi og þjálfun

Nýverið komu nokkrir félagar úr Lionsklúbbi Hafnarfjarðar í heimsókn til Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og eins og fyrri daginn komu þeir færandi hendi og færðu sveitinni myndarlega fjárupphæð að gjöf. Fjárhæðin verður nýtt til kaupa og þjálfunar nýs leitarhundar sveitarinnar, Urtu. Lionsklúbburinn hefur um margra ára skeið stutt Björgunarsveitina fjárhagslega og hefur hin seinni ár einbeitt sér í að styrkja  þjálfun leitarhunda sveitarinnar. Björgunarsveit Hafnarfjarðar er eina björgunarsveit landsins sem heldur leitarhund og það er hún Perla. Perla hefur unnið mörg frábær afrek þó ekki sé hún gömul, aðeins 7 ára. Hún hefur verið í eigu sveitarinnar frá því hún var...

Read More

Vinabangsinn Blær brá á leik

Vinabangsinn Blær heimsótti leikskólann Álfaberg í liðinni viku en hann er táknmynd vináttunnar og fá öll þriggja ára börn og eldri bangsa til að hafa í leikskólanum.  Leikskólar í Hafnarfirði hafa innleitt verkefnið Vinátta (Fri for mobberi á frummálinu) á vegum Barnaheilla. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðnum hugmyndum og gildum sem samofin eru öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Fjarðarpósturinn kíkti við þegar Blær kom og dansaði og spjallaði við börnin. Blær getur af hvaða kyni sem er, barnið fær sjálft að ráða því. Fjarðarpósturinn kom og smellti af nokkrum...

Read More

Gott og traust tengslanet

Fyrirtækið Rekstrarumsjón var stofnað í maí og er það er nátengt öðru hafnfirsku fyrirtæki, GS múverk, sem hefur verið í byggingarbransanum síðan árið 1991. Þetta er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í nær öllum Kraganum. Rekstrarumsjón hélt opnunarteiti í liðinni viku að Dalshrauni 11 (við hliðina á Slippfélaginu) og þar spjölluðum við við eigandann, Helgu Soffíu Guðjónsdóttur. „Foreldrar mínir, Guðjón Snæbjörnsson og Soffía Björnsdóttir, eiga fyrirtækið GS múrverk og við vildum búa til aðeins meira fjölskyldufyritæki og víkka það út í húsfélagaþjónustu. Við erum að sinna húsfélögum og einnig ýmsu tengdu útleigu fasteigna til einstaklinga og lögaðila. Við höfum reynslu...

Read More

Knatthús á Ásvöllum verður að veruleika

Hönnun og undirbúningur að byggingu knatthúss í fullri stærð knattspyrnuvallar hefst í byrjun næsta árs eftir að bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti að gera samkomulag við Hauka um hönnun og undirbúning byggingar knatthúss að Ásvöllum. Eins og sjá má á tölvumynd af Facebook síðu Haukanna af fyrirhugaðri byggingu verður um að ræða glæsilegt mannvirki sem sóma mun sér vel við hlið þeirra vönduðu bygginga sem byggðar hafa verið á Ásvöllum. Fram kemur á síðunni að Haukar munu bjóða til opins kynningarfundar fyrir íbúa í nágrenni Ásvalla um áform Hauka í desember. Hann verður þá væntanlega auglýstur sérstaklega...

Read More