Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Fleiri grunnskólanemar vilja hádegismat

Þátttaka nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar í hádegismat hefur aukist í vetur. Þannig eru að jafnaði 75,5% nemenda í grunnskólunum sem eru að kaupa hádegismat, um 73% í fastri áskrift og nálægt 3% í lausasölu (dagval). Alls eru framreiddar rúmlega um 2.600 máltíðir á dag fyrir grunnskólanemendur í þeim sjö grunnskólum sem kaupa mat frá Skólamat ehf og rúmlega 3.500 nemendur sækja. Einn skóli, Áslandsskóli, er utan þessarra talna þar sem hann framreiðir sjálfur mat til nemenda og er þátttaka nemenda í hádegismat þar einnig góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Þetta er aukning á þátttöku frá því...

Read More

„Ástin er hreyfiafl“

Þar sem seldist upp á Bubba Morthens-Gott að elska á Valentínusardaginn í Bæjarbíói þá var ákveðið að bæta við aukatónleikum fimmtudaginn 15. febrúar. Á þessum tónleikum flytur Bubbi eingöngu lög tengd ástinni. Við spjölluðum við Bubba og að sjálfsögðu um ástina. Tvær af yngstu dætrum Bubba, Dögun París og Aþena Lind, voru lasnar heima þegar við heyrðum í honum og það var nóg að gera hjá honum við að baka pönnukökur, hella mjólk í glös og sinna þeim. Bubbi er á 62. aldursári og hann og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiga samtals sex börn. Hvernig er að vera aftur faðir...

Read More

Grunnskólar sérstaklega velkomnir í skugga Sveins

Í skugga Sveins er nýr fjölskyldusöngleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson byggt á Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson, einu af elstu, ástsælustu og vinsælustu leikverkum á íslensku. Fjarðarpósturinn kíkti á æfingu í Gaflaraleikhúsinu, þar sem söngleikurinn verður frumsýndur 4. febrúar nk., og hitti þar fyrir stærstan hluta hópsins sem stendur að sýningunni. Þrír einstaklingar leika fimmtán hlutverk og syngja ellefu lög, þau Karl Ágúst Úlfsson, Kristjana Skúladóttir og Eyvindur Karlsson. Karl er höfundur handrits og söngtexta, Eyvindur semur tónlistina og leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Kristjana Skúladóttir og Karl Ágúst Úlfsson í tveimur af sínum fjölmörgu hlutverkum. Mynd: aðsend.  „Þetta er fjölskyldusöngleikur úr...

Read More

Lífið lengt um 5 til 10 ár

Um 250 manns troðfylltu sal Félags eldri borgara við Flatahraun þegar Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur, kynnti samstarfsverkefni sitt og Hafnarfjarðarbæjar. Um er að ræða markvissa heilsueflingu allt að 160 Hafnfirðinga á aldrinum 65 ára og eldri í eitt og hálft ár. Mikill fjöldi skráði sig á lista á staðnum og allt lítur út fyrir að ærið „lúxusvandamál“ bíði bæjarins með að koma til móts við fjöldann ef hann fer yfir mörkin, enda eru um 3500 Hafnfirðingar á þessum aldri. Fjarðarpósturinn plataði Janus í stutt viðtal að kynningu lokinni, en hann er sjálfur Hafnfirðingur og hóf þessa vegferð sína...

Read More

Erum við að leita að þér?

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ þakkar kærlega þeim fjölmörgu sem hafa komið að starfi deildarinnar á liðnu ári og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Verkefni deildarinnar eru margvísleg. Deildin býður upp á heimanámsaðstoð fyrir nemendur í 1-10 bekk í samstarfi við bókasafnið. Heimsóknavinir heimsækja fólk í um klukkustund á viku. Meginmarkmið heimsóknar er að veita nærveru og hlýju en misjafnt er hvað heimsóknavinir og gestgjafar gera saman. Sumir hittast og spjalla yfir kaffibolla, aðrir spila eða fara til dæmis í bíltúr. Föt sem framlag prjónahópur hittist vikulega og prjónar, heklar og saumar ungbarnaföt og útbýr ungbarnapakka sem eru sendir...

Read More