Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Vot og vinaleg vorhátíð

Vorhátíð Hraunvallaskóla og Skarðshlíðarskóla var haldin um liðna helgi. Vel á þriðja hundrað manns létu ekki veðrið á sig fá og nutu þess sem í boði var. Fram komu Ingó Veðurguð, GKR, atriði úr Pitz Perfect, trúðurinn Singó, Einar Mikael töframaður, Kór Ástjarnarkirkju, Arnar Már, Rakel Saga og Saga Rún. Einnig var dansatriði frá Hraunvallaskóla og sáu nemendur skólans um andlitsmálun, hoppukastala og pylsusölu. Fjarðarpósturinn var á staðnum og smellti af nokkrum myndum.   Myndir...

Read More

Gaf milljón til ungmennastarfs

Tónlistarmaðurinn Arnar Þór Gíslason, eða Addi í m.a. Pollapönk, Stólíu og miklu fleiri böndum, varð fertugur 8. apríl sl. Hann hélt upp á afmæli sitt í troðfullu Bæjarbíói kvöldið áður, þar sem vinir hans ættingjar greiddu aðgangseyri sem Addi hét að myndi renna óskiptan í gott málefni tengt ungu fólki í Hafnarfirði. Fjölgreinadeildin í gamla Lækjarskóla fékk helming fjárins á dögunum og veitti Kristín María Indriðadóttir (Stína Mæja), umsjónarmaður deildarinnar, styrknum viðtöku. Hinn helminginn fékk félagsmiðstöðin Músík og mótor og tók Birgir Þór Halldórsson á móti honum. „Þetta er einstakt og ég veit að Addi vill að við nýtum...

Read More

Ekki bara fyrir golfara

Golfklúbburinn Keilir opnar velli sína formlega föstudaginn 11. maí og við tókum púlsinn á Brynju Þórhallsdóttur, veitingastjóra golfskálans, en skálinn er vel staðsettur með fallegt útsýni yfir báða golfvelli golfklúbbsins, Hvaleyrarvöll og Sveinskotsvöll. Frá því að skálanum var breytt fyrir ári síðan, þegar Keilir var 30 ára, segir Brynja að margir hafi komið í skálann, eingöngu til að fá sér léttan snæðing. „Hingað koma ekki bara golfarar. Það er svo hlýleg og falleg aðstaða hér og góður matur. Mörgum finnst notalegt að fá sér veitingar og njóta útsýnisins. Hingað eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna í golfi,“...

Read More

Glæsilegur árangur hjá DÍH

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar fékk 3 bikarmeistaratitla af 4 mögulegum ásamt fjölda Íslandsmeistaratitla og sigra í danskeppni sem haldin var um síðustu helgi í Íþróttamiðstöð Álftaness. Eingöngu kennarar frá DÍH verða í lokaþætti Allir geta dansað. Dansíþróttasamband Íslands sem hélt Íslandsmótið og sjö erlendir dómarar dæmdu. „Mikil ásókn hefur verið og uppsveifla í dansi að undanförnu og þökkum við það m.a. dansþáttunum á Stöð 2, Allir geta dansað,“ segir Auður Haraldsdóttir danskennari hjá DÍH. „Við áttum upphaflega 9 af 10 dönsurunum sem byrjuðu í þáttunum, en nú eru 4 danspör eftir sem keppa til úrslita næstkomandi sunnudag og erum við svo...

Read More

Ætla að troðfylla Hamarssalinn

Flensborgarkórinn ætlar að halda tónleika með sænska kórnum Capella Snöstorp laugardaginn 28. apríl klukkan 16:00 í Hamarssal Flensborgarskólans. Við ræddum stuttlega við Arnar Frey Kristinsson, formann Flensborgarkórsins, um þetta. „Við kynntumst kórnum þegar við kepptum á „Per musicam ad astra“ alþjóðlegu kórakeppninni í Torun, Póllandi árið 2016. Þar unnu báðir kórarnir til gullverðlauna í mismunandi flokkum keppninnar. Þegar þau ákváðu síðan að koma til Íslands, lá beinast við að halda tónleika saman,“ segir Arnar Freyr. Á tónleikunum munu báðir kórarnir flytja lög af sinni efnisskrá en einnig munu kórarnir syngja saman, bæði á íslensku og á sænsku. Efnisskrá Capella...

Read More