Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Bessastaðabikarkeppni í brakandi blíðu

Kayak kappróðrarkeppnin Bessastaðabikarinn fór fram í hvílíkri blíðu fyrir skömmu. Keppendur réru frá Álftanesi að Siglingaklúbbnum Þyt við Flensborgarhöfn. Keppnin er liður í Íslandsbikarkeppni á kayak og þátttakendur voru í feikna formi. Sigurvegarinn varð Ólafur Brynjólfur Einarsson, margfaldur Íslandsmeistari, á tímanum 00:32:12. Í öðru sæti var Gunnar Svanberg og Þorbergur Kjartansson í því þriðja. Arnþór Ragnarsson var þó aðeins sekúdubroti á eftir Þorbergi. Efst kvenna var Unnur Eir Arnardóttir á tímanum 00:40:34, Björg Kjartansdóttir í öðru á 00:43:34 og Helga Garðarsdóttir í því þriðja á 00:50:25. Keppnishaldar tóku sérstaklega fram að siglingaleiðin hefði verið afrek út af fyrir sig...

Read More

Bóka- og blöðrupartý í Eymundsson

Barnabókahöfundarnir Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir bjóða í bóka- og blöðrupartý í Eymundsson í Hafnarfirði í tilefni af útgáfu nýju bókanna þeirra. Nýju bækurnar og allar eldri bækur Bergrúnar og Kristínar verða á tilboði svo það verður nóg í boði fyrir börn á öllum aldri. Kristín var að gefa út bókina Úlfur og Edda: Drottningin, sem er sjálfstætt framhald í þríleiknum um stjúpsystkinin Úlf og Eddu. Bók Bergrúnar Írisar heitir Langelstur í leynifélaginu, annarri bókinni um Rögnvald og Eyju, sem eru bestu vinir þrátt fyrir 90 ára aldursmun á þeim. Þær ætla báðar að lesa úr bókunum....

Read More

Skapandi samvera í vetrarfríinu

Fjölmargir foreldrar og börn nýttu sér skipulagða samveru í bænum í vetrarfríi grunnskólanna. Meðal annars var boðið upp á föndurstund í Hafnarborg, bókamerkjagerð í Bókasafni Hafnarfjarðar og ratleik í Byggðasafninu. Var ekki annað að sjá en að foreldrar, ömmur og afar nytu sín jafn mikið og börnin því víða mátti sjá ansi fallegt handbragð og sköpun. Myndir OBÞ...

Read More

Nýjar sýningar í Hafnarborg

Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg laugardaginn 27. október kl. 15. Það eru sýningarnar SNIP SNAP SNUBBUR, ný verk eftir Guðmund Thoroddsen í aðalsal safnsins, og sýningin Til móts við náttúruna, verk úr safneign Eirík Smith í Sverrissal. Á undanförnum árum hefur Guðmundur, í verkum sínum, skoðað stöðu karlmennskunnar og feðraveldisins. Í húmorískum og sjálfrýnum verkum gagnrýnir hann og hæðist að því á sama tíma og hann upphefur það. Myndefni fyrri verka hafa gjarnan verið skeggjaðir karlar sem uppteknir eru við ýmsa iðju á borð við körfuknattleik, bjórbruggun og skotveiðar en á síðustu misserum hafa myndirnar orðið æ óhlutbundnari....

Read More

Bleikur og bjartur haustfagnaður Hrafnistu

Árlegur haustfagnaður íbúa á Hrafnistu fór fram fyrir viku. Sama dag var Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og voru húsakynni Hrafnistu fagurlega skreytt í þeim anda. Íbúar, gestir og starfsfólk gæddu sér á þjóðarréttinum, gamaldags kótlettum í raspi, með léttbrúnuðum kartöflum og hefðbundnu meðlæti. Veislustjórar voru þau Svavar Knútur tónlistarmaður og Berta Dröfn Ómarsdóttir, söngkona. Fjarðarpósturinn mætti að sjálfsögðu.   < <  Myndir OBÞ...

Read More