Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Vel heppnuð fermingarbarnahátíð

Fermingarbarnahátíðin „Þér eruð vinir mínir“ var haldin í Hafnarfjarðarkirkju sl. sunnudagskvöld. Að hátíðinni stóðu Ástjarnarkirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Víðistaðakirkja og Bessastaðakirkja. Fjölbreytt dagskrá var frá kl. 18 til 21, s.s. leikþættir, samverustundir, traustleikir, tónlistaratriði, náttúrufræðsla og fræðsla um líf með fötlun. Fermingarbörnin voru full áhuga þegar Fjarðarpósturinn leit við og prestarnir og aðrir sem stóðu að hátíðinni alsælir með vel heppnaðan samhristing kirknanna....

Read More

Viðrar vel til vetraríþrótta

Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvær gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli. Önnur brautin er um 1 km og byrjar neðan við skálann og fer um Hvaleyrina. Hin brautin er um 2 km og byrjar við bílastæðin hjá Hraunkoti og fer yfir þann völl sem í daglegu tali heitir Hraunið. Brautirnar eru því mislangar og miserfiðar og ættu því að henta flestum. Upphaf brautanna er merkt með europallettum til bráðabirgða sem ættu að sjást auðveldlega og kort væntanlegt. Til stendur að Golfklúbburinn Keilir viðhaldi þeim brautum sem lagðar verða á...

Read More

Hrói höttur í hóp hafnfirskra íþróttafélaga

Nýjasta íþróttafélagið í flóru hafnfirskra félaga er Bogfimifélagið Hrói höttur. Félagið var stofnað 3. september síðastliðinn og hófst fyrsta námskeiðið í íþróttahúsi Hraunvallasskóla í desember.  Er hér um að ræða fyrsta bogfimifélagið á höfuðborgarsvæðinu sem er með aðstöðu í íþróttahúsi en mikil gróska virðist vera í bogfimi hérlendis. Hafnarfjarðarbær og Bogfimifélagið Hrói Höttur undirrituðu í dag samstarfssamning. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar úthlutar félaginu tímum og eru iðkendur á öllum aldri. 18 ára og yngri geta nýtt frístundastyk Hafnarfjarðarbæjar sem og þátttakendur 67 ára og eldri. Þátttakendur, sem mest geta verið 8 á hverju námskeiði, fá allan æfingabúnað lánaðan hjá félaginu.  Hvert...

Read More

Flutningur Hamraneslínu framundan

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar áðan voru tvö framkvæmdaleyfi samþykkt sem marka munu tímamót í uppbyggingu og öryggi atvinnulífs í Hellnahrauni og uppbyggingu byggðar í Skarðshlíð, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi inn af Völlunum í Hafnarfirði. Samþykkt var að Landsnet fengi framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2 og mun háspennulínan færast tímabundið á kafla við tengivirkið í Hamranesi þar til línan verður lögð í jörð. Einnig var samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Hafnarfjarðarbær hefur talað máli tvöföldunar...

Read More

Blika komin í loftið

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur rekið þjónustufyrirtækið Veðurvaktina um skeið. Hann opnaði í desember nýjan veðurvef, Blika.is, þar sem leitast er við að birta spár fyrir staði eftir ákvörðun hvers og eins. Við settum okkur í samband við Einar og spurðum hann út í stofnun síðunnar og virkni hennar. Í daglegum störfum sínum við veðurspár fannst Einari einfaldlega vanta staðspár fyrir landið allt sem reiknaðar eru í þéttu neti. „Við þekkjum yr.no. Þar er reikninetið of gróft.  Veðurstofan er enn að þróa eigið líkan og leggur meiri áherslu á framsetningu með veðurþáttaspám (veðurkortum). En það er líka gaman að skapa...

Read More