Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Opið fyrir umsóknir um atvinnulóðir

Fjöldi atvinnulóða við Hellnahraun III standa fyrirtækjum í leit að framtíðarstaðsetningu til boða. Flestar lóðirnar henta vel undir matvælaiðnað. Greiðar samgöngur eru á svæðinu og höfn með mikla möguleika. Þetta kemur fram á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar. Á svæðinu eru lausar 33 lóðir í vaxandi iðnaðar- og athafnahverfi á hagstæðu verði, stærðir frá 2.906 m2 – 5.875 m2. Rík áhersla er lögð á gott og aðlaðandi starfsumhverfi. Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er á svæðinu, nálægð við alþjóðaflugvöll og höfn og greiðar samgöngur. Nánari upplýsingar um lóðir, stærðir, gatnagerðargjöld, Nánari upplýsingar um úthlutunarskjöl og reglur Tekið verður við umsóknum frá 1. nóvember og þær...

Read More

Tillögur komnar um framtíð St. Jósefsspítala

Lífsgæðasetur, þjónustuhús fjölskylduþjónustu og héraðsskjalasafn – eru á meðal tillagna þjónustuhóps um nýtingu á St. Jósefsspítala. Leitast var við að fjölnota og sveigjanlegur rekstur gæti farið fram í húsinu. Þetta kemur fram í frétt á RÚV.  Bæjarráð Hafnarfjarðar skipaði starfshópinn í sumar um nýtingu spítalans. Hópurinn hafði víðtækt samstarf við bæjarbúa og hagsmunaaðila og út frá fyrirliggjandi gögnum, tillögum og samtölum voru lagðar fram þrjár tillögur um framtíð St. Jósefsspítala. Fyrsta tillaga hópsins gerir ráð fyrir að efla Hafnarfjörð sem heilsubæ og halda í heiðri því fræðslustarfi sem systurnar á spítalanum unnu ötullega að. Er því til svokallað lífsgæðasetur,...

Read More

Bærinn hættir viðskiptum við Skólaask

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Skólaasks (ISS) um að ljúka samningi milli aðila um þjónustu á mat fyrir grunn- og leikskóla bæjarins, enda hafa báðir aðilar haft áhuga á að losna undan samningum. Munnlegt samkomulag um samningslok náðust í síðustu viku og unnið er að nánari útfærslu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Í framhaldi mun Hafnarfjarðarbær leita til nýrra aðila um að taka að sér verkefnið. Til þess þarf að vanda, m.a. vegna þess að svona samningur er útboðsskyldur undir venjulegum...

Read More

Hjálpa börnum með heimanám

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ í samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar hóf aftur  verkefnið Heilahristing (heimavinnuaðstoð) í byrjun september. Þetta er þriðja starfsár þessa verkefnis í bæjarfélaginu. Í heimavinnuaðstoðinni felst að veita grunnskólanemendum aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja og styrkja nemendur í námi sínu. Agnethe Kristjánsson hjálpar dreng með íslensku.  Heimavinnuaðstoðin verður í einu sinni í viku á þriðjudögum milli kl. 15 og 17 í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar. Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í  Hafnarfirði og Garðabæ aðstoða og leiðbeina nemendum. Öll börn eru velkomin frá 1. til 10. Bekk. „Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum...

Read More

Forvarnadagurinn í dag

Forvarnardagur 2017 er í dag, miðvikudaginn 4. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og fleiri aðilum en stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli...

Read More